Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2022 27 Tveggja manna stórsveitin Hundur í óskilum kemur fram á tónleikum Kalman ­ listafélags í Vinaminni, Safnaðarheimili Akraneskirkju, fimmtudaginn 27. október nk. kl. 20. Þar blása þeir nýju lífi í gamlar hækjur og eldhúsáhöld, grauta í þjóðararfinum og særa fram nýjan hljóm úr gatslitnum ellismellum og eyrnaormum í bland við glæ­ nýtt stöff. Þeir félagar Hjörleifur Hjartar­ son og Eiríkur Stephensen, hafa fyrir löngu skapað sér algera sér­ stöðu í íslensku menningarlífi með Hundi í óskilum. Ekki er alltaf gott að henda reiður á hvar í litrófi list­ anna beri að staðsetja gjörninga þeirra félaga, hvort hér er um að ræða tónleika, leikhús, uppistand, sirkus, ljóðakvöld eða hristing úr öllu þessu. Þeir félagar hafa á undanförnum árum slegið í gegn með hverri leiksýningunni á fætur annarri, bæði norðan og sunnan heiða og hafa nú aftur tekið upp þráðinn með sína fjórðu sýningu, Njálu á hundavaði, þar sem þeir skildu við hana fyrir fullu Borgar­ leikhúsi í fyrra vor. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og 3.000 kr. fyrir félaga í Kalman lista­ félagi. Miðasala er við innganginn. -fréttatilkynning Í Menntaskóla Borgarfjarðar fór fram svokölluð Lífsnámsvika í síð­ ustu viku þar sem nemendur unnu í hópum og að heilsutengdum ver­ kefnum. Skólinn hefur stundað ákveðið frumkvöðlastarf á sviði menntunnar og námið þar verið í stöðugri þróun frá upphafi skól­ ans. Lífsnámsáfangarnir eru afrakstur vinnu Signýjar Óskars­ dóttur, verkefnastjóra við skól­ ann, en hún leiddi starf þar sem rýnihópar úr MB og grunnskólum á Vesturlandi voru spurðir hvað þeim fyndist vanta í nám. Niður­ staða þeirrar vinnu er Lífsnáms­ vikan. Blaðamaður Skessuhorns leit við í Lífsnámsviku hjá MB og fékk fræðslu um verkefnið frá Elínu Kristjánsdóttur námsráðgjafa. Fjármál, heilsa og kynfræðsla Lífsnámsáfangarnir eru fimm tals­ ins en einn áfangi er kenndur á hverri önn í eina viku í senn. Þannig fara allir nemendur skólans í alla áfangana. ,,Allir staðnemar skólans eru skráðir í þessa áfanga en við byrjuðum á síðustu vorönn á áfanga sem hét Allskyns, það er kynfræðsla, kynvitund og allt sem fellur undir þetta hugtak. Þessi áfangi sem við vorum í núna heitir Geðheil, þar er áhersla á andlega og líkamlega heilsu. Á næstu önn ætlum við að læra um sjálfbærni og heimsmál, þar á eftir kemur fjár­ málalæsi og síðasti áfanginn snýr svo að mannréttindum, lýðræði og jafnrétti. Krakkarnir sem eru að byrja núna í framhaldsskólanum fara í gegnum alla fimm áfangana og svo byrjum við aftur þannig að á námstímanum eiga allir að fara í þessa fimm áfanga,“ segir Elín. Nemendur vinna í hópum Kennarar skólans útbúa verkefnalýs­ ingar sem falla undir þema vikunnar. Nemendum er svo skipað í hópa sem velja sér verkefni úr smiðju kennar­ anna. ,,Kennararnir búa til verkefna­ lýsingu sem nemendurnir velja sér og fleiri en einn hópur getur verið með sama verkefnið. Síðan bara byrja þau að vinna og þau draga um vinnusvæði og vinna dreift um húsið. Hver hópur á sinn stað sem þau ganga að alla vikuna en þau fá leið­ sögn kennarans sem hannaði þeirra verkefni,“ segir Elín. Emmsjé Gauti hélt örtónleika Nemendur byrjuðu þó alla daga á að hreyfa sig en ýmis uppbrot voru á verkefnavinnunni. ,,Þau völdu sér stutta hreyfingu á hverjum morgni, við vorum með jóga og slökun, körfubolta, göngutúr og einnig var hægt að fara í ræktina. Svo fengum við fræðsluerindi sem inn­ legg í umræðuna, t.d. komu aðilar frá Geðhjálp og Rauða krossinum með fyrirlestraröð sem kallast ,,Geðlestin“ og er Emmsjé Gauti partur af því teymi og hélt örtón­ leika eftir fyrirlesturinn. Svo kom til okkar hópur sem heitir Heil Heilsu miðstöð. Vikan endaði svo á opnum degi þar sem nemendur sýndu afrakstur sinn.“ Uppskriftarsíður, heimaæfingakerfi og slagorðavinna Meðal verkefna sem nemendur sköpuðu í vikunni var heimasíða með næringargóðum uppskriftum, heimaæfingakerfi og margt fleira. ,,Krakkarnir stunduðu mjög flotta vinnu, einn hópurinn var t.d. í slag­ orðavinnu en þau notuðu Kviku að búa til límmiða og ýmislegt fleira. Svo var Geðhringur eitt verk­ efnið þar sem nemendur hönnuðu gönguhring í Borgarnesi sem er í raun æfingaplan og í leiðinni and­ leg íhugun en þau notuðu QR kóða til að bjóða upp á heilræði á göngunni. Svo var uppskriftasíða þar sem búið er að reikna næringar­ gildi uppskriftanna og einn hópur­ inn er að hanna heimaæfinga­ kerfi sem á að henta öllum. Þannig að þetta var mjög vel heppnað og gaman að sjá afrakstur Lífsnáms­ vikunnar,“ segir Elín. sþ Lífsnámsvika fór fram í MB í síðustu viku Hundur í óskilum á tónleikum á Akranesi Þessi hópur vann að verkefninu Geðhringur, hannaði gönguhring um Borgarnes þar sem hlusta má á heilræði á göngu sem finna má með QR kóðum. Þessi hópur hannaði til límmiða og fleira með hvetjandi slagorðum í Lífsnámsviku. Elín Kristjánsdóttir, námsráðgjafi í MB. Þessar stúlkur útbjuggu heimasíðu þar sem finna má uppskriftir. Þær reikna einnig út næringargildi hverrar uppskriftar. Þessir drengir hanna heimaæfingakerfi sem hentar öllum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.