Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2022 19
Kynning á Sögu
laxveiða í Borgarfirði
Landbúnaðarsafn Íslands stendur fyrir kynningarfundi
um verkefnið Saga laxveiða í Borgarfirði.
Aðalbygging Landbúnaðarháskóla Íslands, Ásgarður.
Hvenær? 27. október kl. 20:00.
Í boði verða kaffiveitingar og áhugavert efni.
Vonumst til að sjá sem flesta!
BÓKAÚRVALIÐ
er hjá okkur
AUSTURVEGI 22
Opið mán.–lau. 12–18
ÁRMÚLA 42
Opið mán.–fös. 11–18
lau. 11–16
Matthías Margrétarson er ungur
myndlistarmaður sem heldur nú
sýningu með verkum sínum á
bókasafninu í Borgarnesi. Matti,
eins og hann er yfirleitt kallaður,
bjó í Borgarnesi á sínum yngri
árum en býr nú og starfar í Röros
í Noregi. Hann starfar við leirgerð
ásamt því að teikna tölvugerðar
myndir og mála olíumálverk sem
nú eru til sýnis á bókasafninu.
Býr til bolla og
teiknar myndir
Matti vinnur í leirvinnslubúð þar
sem hann lærir að renna leir og búa
til bolla sem hann setur myndir sínar
á. Verkin sem hann sýnir núna á
bókasafninu teiknar hann svo í frí
tíma sínum. ,,Myndirnar mínar eru
tölvugerðar, ég vinn með penna á
teiknibretti og skjá og það tók sinn
tíma að æfa sig á þetta. Það tók um
eitt til tvö ár að ná færni sem ég var
ánægður með. Þetta er aðallega sjálf
lært, ég horfi kannski á myndbönd til
að læra en það er ekki til neinn lista
skóli sem kennir kannski nákvæm
lega svona teikningu. Þetta er enda
laus æfing, í byrjun gerði ég kannski
eitt verk á viku en núna get ég gert
eitt á tveimur dögum og þá með
betri tækni. Svo mála ég líka olíu
málverk en það er erfiðara að flytja
þær myndir til Íslands vegna þess
hvað þær taka mikið pláss í flutn
ingi. Tölvumyndirnar get ég bara
prentað út hérna heima. Ég vinn svo
við leirvinnu núna og bý til bolla, en
ég vinn sem sagt í leirvinnslubúð þar
sem eigandinn kennir mér að renna
leirinn. Þannig að teikningarnar eru
svona meira til gamans,“ segir Matti.
Teiknaði mikið í Covid
Matti skapar með myndum sínum
ákveðinn heim og eru allskyns verur
helstu viðfangsefni myndanna. ,,Ég
bjó í Borgarnesi til fimm ára aldurs
og svo fluttum við til Reykjavíkur. Ég
var svo ellefu ára þegar við fluttum
til Noregs. Núna bý ég í Röros sem
er sirka í miðju Noregs og það er
mjög fínt. Að teikna er svona helsta
áhugamálið en ég hef enga ákveðna
framtíðarsýn með þetta, það ger
ist sem gerist. Flestar myndirnar á
sýningunni eru frá árinu 2020 en
þá teiknaði maður náttúrulega svo
mikið vegna Covid. Myndirnar
mínar endurspegla ákveðinn heim
sem ég er að búa til þannig að það
er mikið af allskyns ævintýraverum
á myndunum mínum,“ segir Matti.
Hélt fyrstu sýninguna
ellefu ára
Matti tók örfá olíumálverk með sér
til Íslands sem erfitt er þó að flytja
milli landa. ,,Þetta er fyrsta sýn
ingin með þessum myndum, ég
hélt eina sýningu hérna í Borgar
nesi þegar ég var ellefu ára en það
var nú bara gamalt krot. Nú er ég
með aðeins fínni myndir og ég er
með mikið magn af myndum núna.
Ég fer að líta inn í það kannski
núna að halda sýningar í Noregi og
þá get ég kannski sýnt fleiri olíu
málverk. Ég held ég sýni olíumál
verkin ekki hérna heima nema ég
flytji til Íslands og nái að mála þau
hérna heima. Ég kom með nokkur
olíumálverk með mér til Íslands
núna en ég sérsmíðaði kassa utan
um þau og það var svolítið dýrt
að flytja þau, en mér þætti mjög
gaman að sýna þau í Noregi. Sýn
ingin hér verður uppi þangað til um
miðjan janúar svo hún verður uppi í
góða stund og allir sem vilja ættu að
hafa tækifæri til að koma og skoða,“
segir Matti að lokum.
sþ
Heldur myndlistarsýningu á
bókasafninu í Borgarnesi
Matthías Margrétarson, eða Matti listamaður.
Myndlistasýning Matta verður uppi fram á nýtt ár. Hér gefur að líta tvö verkanna á sýningunni.