Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 202230 Spurning vikunnar Hvað ertu mest hrædd(ur) við? Spurt á Akranesi Ingunn Hallgrímsdóttir „Mýs.“ Sandra Dögg Jónsdóttir „Sigurrós.“ Sigurós Jónsdóttir „Köngulær.“ Hammody Aleedy „Þegar kærastan mín er pirruð.“ Hallur Freyr Sigurbjörnsson „Að standa mig illa.“ Körfuknattleikslið ÍA frá Akranesi hóf tímabilið í 1. deild karla í körf­ unni síðustu vikuna í september og hefur til þessa leikið fimm leiki, unnið tvo og tapað þremur. Á síð­ asta tímabili unnu þeir aðeins einn leik, töpuðu 26 og féllu en fengu síðan tækifæri í haust annað árið í röð að taka sæti í 1. deild sem þeir þáðu með þökkum. Skagamenn réðu nýjan þjálfara fyrir tímabilið, Nebosja Knezevic, sem er að stíga sín fyrstu skref í meistara­ flokksþjálfun en hann er fyrrum leikmaður Vestra og Skallagríms. Blaðamaður Skessuhorns heyrði hljóðið í Fannari Frey Helgasyni formanni körfuknattleiksdeildar ÍA og segir Fannar að undirbúnings­ tímabilið hafi byrjað í ágúst og gengið mjög vel. Þeir hefðu spilað nokkra æfingaleiki og síðan fengið erlendu leikmennina í september. Hefur leikmannahópurinn eitt­ hvað breyst frá síðasta tímabili og er hann sterkari en í fyrra? „Leik­ mannahópurinn okkar hefur breyst kannski hvað mest að því leyti að ungu strákarnir okkar eru orðnir árinu eldri. Við erum með mjög ungt lið en með efnilega leik­ menn. Við fengum svo til okkar tvo nýja erlenda leikmenn, þá Jalen Dupree og Gabriel Aspelund. Þeir hafa styrkt hópinn mikið og kom­ ist mjög vel inn í allt hjá okkur. Ég tel að við séum með talsvert sterk­ ari hóp heldur en í fyrra.“ Nú hefur Nebosja Knezevic tekið við sem þjálfari liðsins. Hvað kom til að hann var ráðinn og hvernig líst ykkur á hann? „Við í stjórninni þekktum Nebo ágæt­ lega og sjálfur hef ég spilað oft á móti honum þannig að við vissum að hann er frábær karakter. Okkur vantaði þjálfara og réðum hann. Við erum mjög ánægð með Nebo og hvernig hann hefur komið inn í allt starfið hjá okkur.“ Fannar segir að stuðningur­ inn við liðið sé mjög góður og fín mæting hafi verið á leikjunum í vetur. Hann lofar engu en segir að það sé aldrei að vita nema það verði boðið upp á einhverjar nýj­ ungar á Vesturgötunni í vetur til að gera stemninguna enn betri í húsinu. En hvernig gengur rekstur körfuknattleiksdeildar ÍA? „Reksturinn gengur bara vel, að minnsta kosti betur en undanfarin ár. Þetta er þó alltaf mikil barátta en okkur hefur gengið mjög vel að safna styrkjum frá fyrirtækjum og talsvert betur nú en síðustu ár.“ En að lokum, hvaða lið verða að þínu mati í baráttunni að kom­ ast í úrslitakeppnina og hver eru markmið liðsins fyrir tímabilið? „Góð spurning. Markmiðið okkar í byrjun tímabils var að halda sæti okkar í deildinni og sjá svo hvað það leiðir okkur. Ég myndi halda að Skallagrímur, Álftanes og Sindri verði þarna í efri hlutanum. Annars held ég að deildin hafi sjaldan verið eins jöfn og erfitt að segja hverjir muni blanda sér þarna í toppbar­ áttuna. Vonandi ná mínir menn að vera þarna líka.“ vaks Sundmaðurinn Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akra­ ness tók þátt í World Cup mótinu í Berlín um liðna helgi. Alls voru sex sundmenn frá Íslandi sem tók­ ust á við sterkasta sundfólk heims. Íslenska landsliðið stóð sig vel á mótinu og voru margar góðar bætingar. Einar Margeir synti mjög vel þar sem hann bætti sig í þremur af fjórum greinum sem hann synti. Setti hann þrjú Akranesmet og auk þess Íslandsmet í unglingaflokki. Í 50 metra bringusundi synti hann á 27,94 sem var bæting um rúma sekúndu en gamla Akranes­ metið átti hann sjálfur frá því í júní. Með þessu sló hann einnig unglingamet sem varði þó aðeins í rúmar fimm mínútur þar sem Daði Björnsson frá SH bætti það á tím­ anum 27,61. Í 200 metra bringu­ sundi synti hann á 2:17,49 og bætti með því Akranesmet sem Hrafn Traustason átti á 2:17,84 frá árinu 2009. Í 100 metra fjórsundi bætti hann einnig metið sitt, synti á 58,80. Hann átti sjálfur tímann 58,84 frá því í september. Næsta mót hjá sundfólkinu frá Akranesi er Extramót SH sem fram fer um næstu helgi og er það hluti af undirbúningi fyrir Íslandsmeistara­ mótið sem er haldið verður 18.­20. nóvember. mm/kw Snæfell tók á móti Hamar/Þór í 1. deild kvenna í körfuknattleik síðasta miðvikudagskvöld og fór leikurinn fram í Stykkishólmi. Leikurinn fór rólega af stað en í stöðunni 5:6 náðu gestirnir góðum spretti og skoruðu tíu stig gegn aðeins tveimur stigum Snæfells, staðan 7:16 fyrir Hamar/ Þór eftir rúman fimm mínútna leik. Snæfellskonur voru þó fljótar til að ná að jafna leikinn, þær skor­ uðu níu stig í röð og staðan jöfn 16:16 þegar þrjár mínútur voru eftir. Snæfell átti síðan síðasta orðið og leiddi með fimm stigum við lok fyrsta leikhluta, staðan 24:19. Staðan breyttist lítið í öðrum leik­ hluta og stigaskor liðanna alls ekki til eftirbreytni því alls voru skoruð ellefu stig samtals og ekkert síðustu rúmar þrjár mínúturnar, staðan í hálfleik 29:25 fyrir Snæfelli. Baráttan var ennþá til staðar í þriðja leikhluta og Hamar/Þór náði að halda í við Snæfell, staðan 38:34 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. En þá náði Snæfell góðum kafla og leiddi með tíu stigum fyrir fjórða leikhluta, staðan 46:36. Þær náðu síðan fimmtán stiga for­ ystu fljótlega í leikhlutanum og staðan orðin ansi erfið fyrir gestina. Hamar/Þór náði síðan ekki að ógna forskoti Snæfells að neinu marki, það sem eftir lifði leiks var munur­ inn alltaf í kringum tíu stigin og Snæfell vann að lokum öruggan sigur, lokatölur 63:54. Fimmti sigur Snæfells í röð í deildinni og staðan í deildinni er nú þannig að Stjarnan er efst og taplaus eftir sex leiki með tólf stig og KR og Snæfell í öðru og þriðja sætinu með tíu stig. Atkvæðamest hjá Snæfelli var framherjinn Cheah Rael Whitsitt sem var með 25 stig, 23 fráköst og 7 stoðsendingar, Rebekka Rán Karls­ dóttir var með 12 stig og Preslava Koleva með 7 stig og 14 fráköst. Hjá Hamar/Þór var Jenna Mastellone með 21 stig, Emma Hrönn Hákonardóttir með 10 stig og Stef­ anía Ósk Ólafsdóttir með 8 stig. Næsti leikur Snæfells í deildinni er í kvöld, miðvikudag gegn Aþenu/ Leikni/UMFK í Austurbergi í Breiðholti og hefst klukkan 19.15. vaks „Erum með talsvert sterkari hóp heldur en í fyrra“ Fannar Freyr formaður körfuknattleiksdeildar ÍA. Ljósm. aðsend Snæfell enn á sigurbraut Cheah Rael Whitsitt átti góðan leik á móti Hamar/Þór. Ljósm. espn.com Setti fjögur Akranesmet og eitt Íslandsmet

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.