Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 202224 Veiðihúsið við Þverá í Borgarfirði hefur fengið nýtt hlutverk en þar fara fram Me time Iceland helgar þegar húsið myndi annars standa tómt yfir vetrartímann. Þær Guðný Vilhjálmsdóttir, Katrín Sif Einars­ dóttir og Þorgerður Ólafsdóttir standa saman að Me time Iceland en þær eru allar menntaðar jóga­ kennarar auk þess sem Þorgerður er lærður matreiðslumaður. Næsta Me time helgi fer fram 4.–6. nóv­ ember en í tilefni þess sló blaða­ maður Skessuhorns á þráðinn til Þorgerðar og fékk að forvitnast frekar um tilgang og skipulag Me time Iceland. Fóru í jógakennaranám til Nepals Þorgerður er frá Sámsstöðum í Hvítársíðu og Guðný frá Helga­ vatni í Þverárhlíð en þær kynntust Katrínu þegar þær unnu saman í veiðihúsinu við Þverá fyrir nokkrum árum. Þorgerður segir hugmyndina að Me time hafa kviknað þegar þær vinkonurnar ferðuðust til Bútan sem er land í Suður­Asíu, við Himalaja­ fjöllin. ,,Hugmyndin kemur eftir að við Guðný fórum saman til Nepal 2019 og tókum fyrra jógakennara­ námskeiðið. Því er skipt í tvo hluta, fyrst tekur maður 200 klukku­ stundir og svo er seinni hlutinn 300 klst. Katrín hafði klárað sitt jóga­ kennaranám árið 2018, en hún kom til okkar þarna út þegar við vorum búnar með fyrri hlutann. Svo fórum við allar saman til Bútan. Þá fór Katrín að tala um þessa hugmynd. Við værum núna allar orðnar jóga­ kennarar og ég væri kokkur og gæti séð um matinn. Þarna fæddist þessi hugmynd um hvað það væri frábært ef það væri tækifæri á Íslandi til að kúpla sig alveg út og vinna inn á við yfir heila helgi. Svo kom Covid þarna svo það varð ekkert úr þessu strax. Við hittum nokkrar vinkonur eina helgi þegar Covid var að skella á og héldum bara svona okkar Me time helgi þar sem við æfðum okkur að kenna þessum þremur vinkonum okkar jóga og áttum notalega stund. Þá fórum við að þróa þessa hug­ mynd betur og datt í hug að gera þetta í veiðihúsinu við Þverá á vet­ urna þegar húsið er í lítilli notkun en við unnum allar þrjár þar saman fyrir mörgum árum. Ætli það hafi svo ekki bara verið haustið 2020 sem við héldum fyrstu Me time helgina,“ segir Þorgerður. Tímaleysi ríkjandi Dagskráin er aldrei alveg eins milli helga en Þorgerður segir dagskrána ráðast af vilja hópsins, veðri o.fl. ,,Við erum með drög að prógrammi inni á heimasíðu okkar metimeiceland.com en okkar hug­ mynd er að vera í tímaleysi alla helgina. Við erum þess vegna ekki með tímasetningu á neinu, en erum samt með dagskrá innan gæsalappa í aðalrýminu svo fólk veit að það er flæðandi dagskrá yfir daginn. Fólk kemur seinnipart­ inn á föstudegi. Þá erum við með rafmagnslaust kvöld og notumst bara við kerti, nema auðvitað í eld­ húsinu. En það er arinn í stofunni svo það er líka lýsing af honum. Okkur finnst það vera góð skilyrði þegar fólk er að koma úr sínu dag­ lega amstri. Fólk er beðið um að slökkva á símanum sínum og símar eru ekki leyfðir í almenna rýminu. Langflestir hafa bara slökkt á þeim alla helgina og sumir láta okkur bara fá símana sína svo truflunin sé alveg farin. Við viljum bara að fólk taki sér tíma frá áreitinu. Við erum samt með vinnusíma sem ætl­ aður er fyrir neyðartilfelli en fólk getur gefið sínum nánustu síma­ númerið í hann svo hægt sé að láta vita ef eitthvað kemur uppá. Í raf­ magnsleysinu kynnum við okkur og höfum jógatíma og kvöldmat en allur maturinn hjá okkur er vegan. Stundum erum við með eitthvað kósý tónlistaratriði á föstudeginum líka. Við byrjum svo alla morgna á jóga en af því við erum ekki með tíma á neinu löbbum við um með hljómskál og látum hljóma um húsið ef eitthvað er að byrja frammi,“ segir Þorgerður. Þögull dagur og kakóseremónía Me time teymið nýtir ýmislegt til að ýta undir áreitislausa helgi. ,,Allt er valkvætt um helgina. Fólk getur haft sína helgi nákvæmlega eins og það vill. Það má sofa út og eða fara í pottinn í staðinn fyrir jógatíma eða hvað það er. Fólk gerir þetta algjör­ lega á sínum forsendum. Á laugar­ deginum erum við svo með þög­ ulan dag, þá biðjum við fólk um að eiga ekki samskipti með orðum. Það má hlægja, gráta og fíflast ef fólk vill en það má ekki tjá sig með orðum í einhverja nokkra klukku­ tíma. Svo förum við í svona núvit­ undargöngutúr eða ,,mindful walk,“ það er vanalega gert þennan þög­ ula tíma. Það er oft mjög notalegt að fara í göngu án þess að segja neitt, samt eru allir að njóta nátt­ úrunnar saman, en í hljóði. Við stelpurnar megum samt tala til að kynna matinn eða kenna jóga. Svo erum við alltaf með kakóseremóníu sem Birna Kristín Ásbjörnsdóttir hefur verið með en hún lærði að stýra kakóseremóníum í Suður­ ­Ameríku. Fólk er yfirleitt mjög áhugasamt um þetta. Birna er oft sú sem rýfur þögnina en hún útskýrir kakóseremóníuna. Hún les hóp­ inn, stundum syngjum við saman og stundum tökum við hugleiðslu, mjög mismunandi eftir hópum.“ Íslendingum finnst erfitt að taka hrósi Þorgerður, Guðný og Katrín segja markmiðið að fólk fari með fullan orkutank heim. ,,Inn á milli í dag­ skránni er me time, þ.e.a.s. tími sem fólk tekur fyrir sjálft sig. Þá getur fólk gert það sem það vill, farið í pottinn, göngutúr, lagt sig eða bara eitthvað. Á sunnudeg­ inum stýrum við svo umræðum þar sem við tölum um sjálfmildi en þar kvikna ýmsar umræður. Við hrósum t.d. hvort öðru, Íslendingum finnst oft mjög erfitt að taka hrósi en hjá okkur má fólk ekki segja neitt annað en ,,takk“ til baka, við þurfum að læra að vera sjálfselsk í jákvæðri merkingu. Svo endum við helgina á hressum jógatíma sem Katrín stýrir, en þá gerum aðeins erfiðari æfingar. Við viljum að fólk fari heim fullt af orku og sé kannski aðeins búið að kíkja inn á við. Það er mikið áreiti í samfélaginu okkar í dag svo það er gott að stoppa aðeins og setja okkur í fyrsta sæti, þessi helgi snýst mikið um það. Þú mátt bara vera alveg sjálfselskur yfir helgina og algerlega á þínum forsendum.“ sþ ,,Það er gott að stoppa sig af, sýna okkur sjálfsmildi og setja okkur í fyrsta sæti“ Rætt við Þorgerði Ólafsdóttur, jógakennara og matreiðslumann sem stendur að Me time Iceland ásamt tveimur vinkonum Guðný og Þorgerður við útskrift úr jógakennaranámi sínu í Nepal. Guðný, Þorgerður og Katrín í Bútan þar sem hugmyndin að Me time kviknaði. Frá Me time - helgi í veiðihúsinu við Þverá. Birna Kristín Ásbjörnsdóttir lærði að stýra kakóseremóníum í Suður-Ameríku en Me time teymið hefur fengið hana til liðs við sig. Hér undirbýr Birna Kristín kakóseremóníu á Me time helgi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.