Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2022 15
læknar. Það hefur reynst erfitt að
manna stöður hér í Borgarnesi sem
og víðar á Vesturlandi. Það þarf að
finna varanlega lausn á þessu og
allir hlutaðeigandi aðilar þurfa að
stilla saman strengi,“ segir Inga
Dóra um erfiða stöðu á mannauð í
heilbrigðisgeiranum.
Heimilislegt umhverfi
mikilvægt
Brákarhlíð innleiddi Edenstefnuna
fyrir nokkrum árum en hún gengur
m.a. út á að skapa heimilislegt and
rúmsloft. ,,Mér finnst frábært að
heimilið starfi samkvæmt þessari
stefnu. Það að búa til þetta heim
ilislega umhverfi skiptir svo miklu
máli, þetta er heimili, ekki stofnun.
Það er mikilvægt að hugsa til þess að
heimilisfólkið sé með mismunandi
bakgrunn og reynslu. Auðvitað er
mikilvægt að við reynum að mæta
þeirra þörfum eins og við getum og
þetta er einn liður í því. Svo erum
við að fara að byggja gróðurhús,
það verður innangengt úr iðjunni
okkar og verður byggt hérna út í
garðinn. Það verður vonandi farið
af stað í það á næstu vikum. Bara
það skapar heimilislegra umhverfi,
sumir eru með græna fingur og
geta þá sinnt áhugamálinu að ein
hverju leyti. Mér finnst garður
inn hérna mjög fallegur en hér eru
ræktuð blóm, það er svo gaman að
geta boðið uppá þetta umhverfi.“
Þjónustuíbúðir og
stúdentagarðar
Inga Dóra situr í stjórn Mennta
skóla Borgarfjarðar en nú er fyr
irhuguð bygging á fjölbýlishúsi
þar sem nemendagarðar og þjón
ustuíbúðir á vegum Brákarhlíðar
fyrir 65+ verða í sömu byggingu.
,,Ég kom að þessu verkefni hinum
megin frá því ég er í stjórn Mennta
skóla Borgarfjarðar. Við höfum þar
verið að reyna að finna lausnir varð
andi nýja nemendagarða. Þegar það
fór að kvisast út að Brákarhlíð væri
að skoða að fara í framkvæmdir
á þessari lóð höfðum við sam
band við Bjarka forvera minn og
spurðum hvort það væri möguleiki
að fara í samstarf. Það var mjög vel
tekið í þessa hugmynd og boltinn
fór að rúlla. Húsið verður á fjórum
hæðum, þ.e. nemendagarðar á
fyrstu hæðinni og 12 íbúðir samtals
fyrir 65+ á næstu þremur hæðum.
Það eru komin drög að teikn
ingu af þessu húsi, en það hægði
á undirbúningsvinnunni vegna
framkvæmdastjóraskipta hérna.
Þetta er búið að fara í gegnum
deiliskipulag hjá Borgarbyggð sem
sveitarstjórn hefur samþykkt og
nú eru deiliskipulagsbreytingar til
umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun
eftir því sem ég best veit. Hér er
verið að vinna ákveðið frumkvöðla
starf á landsvísu, en ég veit ekki til
þess að annars staðar á landinu séu
nemendagarðar fyrir framhalds
skólanema og íbúðir fyrir 65+ í
sömu byggingu. Þetta býður upp á
mikla möguleika og það er hægt að
gera svo margt skemmtilegt. Láta
kynslóðirnar tala saman og svo
væri gaman að auka samstarf Brák
arhlíðar við aðrar menntastofnanir.
Það skiptir öllu máli fyrir okkur
á Brákarhlíð að vera í góðu sam
starfi við samfélagið. Mér hefur
alltaf fundist orðspor Brákarhlíðar
vera gott og ég vil viðhalda því,
þess vegna skiptir máli að hlúa að
mannauðnum og heimilisfólki og
ég ætla að gera það,“ segir Inga
Dóra að endingu.
sþ
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
háskóla, iðnaðar og nýsköpunar
ráðherra, verður staðsett með skrif
stofu sína í Breið nýsköpunarsetri
við Bárugötu á Akranesi á morgun,
fimmtudaginn 27. október. Snæ
fellsbær var fyrsti viðkomustaður
Áslaugar Örnu um miðjan ágúst en
hún hefur síðan þá meðal annars sótt
Árborg, Akureyri, Ísafjörð og nú síð
ast Vestmannaeyjar. Á hverri starfs
stöð verður ráðherra með opna við
talstíma þar sem allir áhugasamir eru
velkomnir í stutt spjall um málefni
á borði háskóla, iðnaðar og ný
sköpunarráðuneytisins.
Fyrir hádegi mun ráðherrann
nýta vinnurými á Breið þar sem hún
fær kynningu á starfsemi hússins. Á
milli kl. 10:30 og 11:30 fer fram
opinn viðtalstími þar sem íbúar
geta komið og átt stutt milliliða
laust spjall við ráðherra, viðrað hug
myndir og komið athugasemdum
tengdum málefnum ráðuneytisins
á framfæri. Eftir hádegi heimsækir
hún fyrirtæki og fær kynningu á
Grænum iðngörðum. Hún verður
svo viðstödd setningu Vökudaga á
Akranesi klukkan 17 í Tónbergi og
tekur þátt í listagöngunni sem hefst
klukkan 18.
Frá því að nýtt háskóla, iðnaðar
og nýsköpunarráðuneyti tók til
starfa í febrúar hefur ráðuneytið
verið opið fyrir störfum óháð
staðsetningu. Í því felst að starf
semi ráðuneytisins er ekki bundin
við einn ákveðinn stað þrátt fyrir
að aðalstarfsstöð þess sé staðsett í
Reykjavík. Þannig geta starfsmenn
ráðuneytisins unnið að heiman eða
frá þeim stað á landinu sem best
hentar hverju sinni. Ráðherra er
þar engin undantekning og með
því að staðsetja skrifstofu ráðherra
víðs vegar um landið gefst mikil
vægt tækifæri til aukinnar tengsla
myndunar og samstarfs við háskóla,
stofnanir, fyrirtæki, sveitarfélög og
einstaklinga um land allt.
vaks
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
2
VÖKUDAGAR 2022
Bókmenntakvöld
Um daginn, veginn, draumana og Paul!
Rithöfundar lesa úr verkum sínum
Mánudaginn 31. október kl. 20 á Bókasafni Akraness
Sigurbjörg Þrastardóttir stýrir dagskrá
Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranes.is
Allir velkomnir, kaffi og konfekt
AKRANES
Fram koma:
Silja Aðalsteinsdóttir: Aðgát og örlyndi e. Jane Austen
Ari Jóhannesson: Dagslátta
Sigríður Víðis Jónsdóttir: Vegabréf: Íslenskt
Sigmundur Ernir Rúnarsson: Spítalastelpan
Benný Sif Ísleifsdóttir: Gratíana
Jón Kalman Stefánsson: Guli kafbáturinn
Sigurbjörg Þrastardóttir: Krossljóð
2022
Inga Dóra ásamt eiginmanni sínum, Páli Snævari Brynjarssyni og börnum þeirra, Ástdísi og Brynjari. Ljósm. aðsend.
Inga Dóra ásamt barnabarni sínu, Rúnari Páli.
Áslaug Arna
heimsækir Akranes