Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Page 11

Skessuhorn - 26.10.2022, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2022 11 RAFRÆN UMSÓKNARGÁTT Á vef SSV er rafræn umsóknargátt Kynnið ykkur vel reglur og viðmið varðandi styrkveitingar Allar nánari upplýsingar á www.ssv.is OPIÐ ER FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 17. NÓVEMBER 2022 20 23 ÚTHLUTUN JANÚAR 2023 STYRKIR TIL ATVINNUÞRÓUNAR & NÝSKÖPUNAR VERKEFNASTYRKIR TIL MENNINGARMÁLA STOFN- & REKSTRARSTYRKIR TIL MENNINGARMÁLA ATVINNU- & NÝSKÖPUNARVERKEFNI: Ólafur Sveinsson olisv@ssv.is 892-3208 Ólöf Guðmundsdóttir olof@ssv.is 898-0247 Helga Guðjónsdóttir helga@ssv.is 895-6707 AÐSTOÐ VIÐ UMSÓKNIR MENNINGARVERKEFNI: Sigursteinn Sigurðsson sigursteinn@ssv.is 698-8503 Apótek Vesturlands opnaði sitt þriðja útibú um miðjan mánuðinn og er það staðsett í Borgarnesi. Apótekið er að Digranesgötu 6, í sama húsnæði og Bónus, Lífland og Geirabakarí, og mun það vera opið alla daga vikunnar. ,,Við opnuðum okkar fyrstu lyfja búð á Akranesi 30. júlí 2007, svo keyptum við lyfjabúðina í Ólafsvík, mínum gamla heimabæ, í október 2020. Borgarnes er því þriðja útibúið sem rekið er undir merkjum Apóteks Vesturlands. Við opnuðum laugardaginn 15. október og unnið er að merkingum hússins að utan ásamt því að verið er að auka vöruúrval í lyfjabúðinni og finna út hvaða vörur viðskiptavinir okkar leggja áherslu á að við séum með. Við hjá Apóteki Vesturlands leggjum mikið upp úr góðri þjón­ ustu við viðskiptavini okkar, en auk þess kappkostum við að vera með gott vöruúrval á hagstæðu verði. Við bjóðum upp á vélskömmtun lyfja í samstarfi við Lyfjaver og auk þess bjóðum við bæði upp á mæl­ ingar á blóðsykri og blóðþrýstingi. Við veitum að sjálfsögðu almenna og sérhæfða ráðgjöf um allt er varðar lyf og lyfjanotkun enda með reynda lyfjafræðinga og vel þjálfað starfsfólk á staðnum. Opnunartími okkar er hluti af því að veita góða þjónustu. Á Akranesi er opið alla daga vikunnar og hefur verið allt frá opnun en við ætlum einnig að hafa opið alla daga vikunnar í Borgar­ nesi,“ segir Ólafur Guðmundur Adolfsson, eigandi Apóteks Vestur­ lands í samtali við Skessuhorn. sþ Það var létt yfir félögum í Bridge­ félagi Borgarfjarðar síðastliðið mánudagskvöld þegar blaðamaður leit við í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal. Yfirleitt fer starfið rólega af stað fyrst á haustin, en síðan fjölgar jafnt og þétt í hópnum eftir því sem haustönnum lýkur. Á mánudagskvöldið var tvímenningur spilaður á sjö borðum. Næstkom­ andi mánudag verður aftur stakur tvímenningur á dagskrá, en mánu­ daginn 7. nóvember hefst aðal­ tvímenningur félagsins á slaginu klukkan 20. Hann verður spilaður öll mánudagskvöldin í nóvember en árangur þriggja bestu kvöldanna telur. Nú er svo komið að Bridge­ félag Borgarfjarðar er eina félagið sem enn heldur úti reglulegri starf­ semi í héraðinu. Af þeim sökum fjölmenna í Logaland áhugasamir spilarar frá Akranesi, Borgarnesi og raunar víðar að. Stjórn BB býður alla áhugasama spilara velkomna. Úrslitin á mánudagskvöldið síð­ asta urðu þau að Heiðar Baldurs­ son og Logi Sigurðsson báru sigur úr býtum með 59% skori. Ingi­ mundur Jónsson og Anna Heiða Baldursdóttur urðu í öðru sæti með 56,9% en þeir Eyjólfur Krist­ inn Örnólfsson og Lárus Pétursson vermdu þriðja sætið með 56,3%. mm Vetrarstarf briddsfélagsins byrjað af krafti Hér takast á í lokaleik kvöldsins pörin sem höfnuðu í 1. og 3. sæti. Apótek Vesturlands hefur opnað útibú í Borgarnesi Ólafur í Apóteki Vesturlands leggur mikið upp úr góðri þjónustu. Á myndinni er Svala Konráðsdóttir lyfjafræðingur. Nýjasta apótekið undir merkjum Apóteks Vesturlands er staðsett að Digranes- götu 6 í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.