Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 20226 Nýr umferðar­ vefur Vega­ gerðarinnar LANDIÐ: Vegagerðin hefur opnað nýjan vef á léninu umferdin.is. Sá vefur sinnir því hlutverki sem færðarkort Vegagerðarinnar hefur sinnt um árabil. Á vefnum birtast færðar­ og veðurupplýsingar Vegagerðarinnar en hann auð­ veldar Vegagerðinni að bæta og auka alla upplýsingagjöf og þróa hana til framtíðar. Í vetur verða bæði nýi vefurinn og færðarkortið á vef Vega­ gerðarinnar uppfært samhliða á meðan reynsla af hinum nýja vef fæst en honum verður breytt og hann betrumbættur eftir því sem þörf er á. -gbþ Auka greiðslu­ mark í mjólk LANDIÐ: Fram­ kvæmdanefnd búvörusamn­ inga hefur samþykkt að greiðslumark mjólkur á árinu 2023 verði 149 milljónir lítra. Það nemur 1,7% aukn­ ingu frá yfirstandandi ári, eða 2,5 milljónum lítra. Hækkun greiðslumarksins er tilkomin vegna aukinnar sölu mjólkur­ afurða. Bændum verður heim­ ilt að setja fyrrgreint magn á innanlandsmarkað á næsta ári og fá opinbert lágmarksverð fyrir sem nú nemur tæpum 117 krónum á lítra. -mm Safetravel fær innspýtingu LANDIÐ: Ríkisstjórnin sam­ þykkti á fundi sínum í liðinni viku að veita Slysavarnarfé­ laginu Landsbjörgu fimm milljónir króna af ráðstöf­ unarfé sínu vegna endur­ gerðar á vefnum safetravel.is. Landsbjörg hefur rekið vefinn um árabil en hann er helsti upplýsingavefur almanna­ varna til að koma mikilvægum skilaboðum til ferðamanna, t.d. vegna óveðurs, ófærðar eða náttúruhamfara. Endur­ gerð vefjarins er talin brýn til að auka upplýsingamiðlun og leita leiða til að ná til allra þeirra sem fara um landið. Landsbjörg mun áfram vinna verkefnið í samstarfi við fyrir­ tæki í ferðaþjónustu, Sam­ tök ferðaþjónustunnar, Sam­ göngustofu, Veðurstofuna og almannavarnadeild ríkislög­ reglustjóra. -mm Hinseginhá­ tíð Vesturlands í júlí AKRANES: Á fundi Menn­ ingar­ og safnanefndar Akranes kaupstaður 19. október sl. kom fram að hátíðin Hinsegin Vestur­ land verður haldin á Akra­ nesi dagana 20. – 23. júlí á næsta ári. Þá var samþykkt að farið verði í verkefni sem snýr að myndatökusvæði á Breið í tilefni 80 ára afmælis kaupstaðarins á þessu ári. Lagt var til að vinnuhópur yrði myndaður og samþykkt að Ólafi Páli Gunnarssyni verði falin umsjón verkefn­ isins undir stjórn vinnuhóps. Að lokum kom fram að alls bárust sjö tilnefningar frá íbúum um hver á að hljóta menningarverðlaun Akra­ ness 2022 en tilkynnt verður um valið við setningu Vöku­ daga á morgun. -vaks Skarphéðinn lætur af störfum LANDIÐ: Skarphéð­ inn Berg Steinarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri frá næstu áramótum og er sagt frá því á vef menningar­ og viðskiptaráðuneytisins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráð­ herra ferðamála hefur fallist á lausnarbeiðni Skarphéð­ ins. Hann hefur verið ferða­ málastjóri frá 1. janúar 2018 og mun því hafa gegnt emb­ ættinu í fimm ár um næstu áramót er hann hættir. Emb­ ættið verður auglýst innan skamms tíma, en ráðherra skipar í það til fimm ára í senn. -gj. Í september voru gerðar skipurits­ breytingar hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð, nánar tiltekið í skipulags­ og byggingardeild sem heyrir undir stjórnsýslusvið. Mikið og langvarandi álag hefur verið á þessari deild sveitarfélagsins um langa hríð og fjöldi opinna mála. Verkefnum hefur einnig fjölgað í takti við fjölgun verkefna í sveitar­ félaginu. Fram kemur í tilkynningu á vef sveitarfélagsins að legið hafi fyrir í sumar að til að halda uppi góðu og markvissu þjónustustigi fyrir íbúa Borgarbyggðar þyrftu breytingar að eiga sér stað. Ákveðið var að Flosi Hrafn Sig­ urðsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs tæki við yfirstjórn deildarinnar. Guðný Elíasdóttir fyrrum deildar­ stjóri skipulags­ og byggingar­ deildar vinnur í dag í sérverkefnum á sviði stærri framkvæmda og áætl­ ana sveitarfélagsins. Auk þess fékkst heimild sveitarstjórnar til að auka stöðugildi hjá skipulagsfulltrúa um einn verkefnastjóra og hefur Margrét Helga G u ð m u n d s d ó t t i r verið ráðin í það starf tímabundið. Til við­ bótar var ábyrgðar­ sviði annars starfs­ manns á deildinni breytt og starfar við­ komandi nú eingöngu undir skipulagsfulltrúa. Samhliða þessum breytingum var einnig skerpt á vinnu­ lagi, verkefnaskiptingu og verk­ ferlum á deildinni sem verða til þess að einstök mál hljóti hraðari afgreiðslu en áður hefur verið. Var það til að mynda gert með breytingu á viðaukum við samþykkt Borgarbyggðar sem veita bæði skipulagsfulltrúa og skipulags­ og byggingarnefnd heimild til fulln­ aðarafgreiðslu ákveðinna mála sem áður þurftu ætíð samþykkt sveitar­ stjórnar. Auk þess hefur öll vinna á deildinni verið straumlínulöguð sem verður til þess að afgreiðsla mála, skjalavistun og úrvinnsla umsókna er nú einfaldari og mark­ vissari en áður. „Áfram verður unnið að þróun umbótaverkefna á næstu mánuðum og eru verkferlar deildarinnar í stöðugri endurskoðun,“ segir á heimasíðu sveitarfélagsins. vaks Mikið var um dýrðir í leikskólanum Uglukletti síðastliðinn fimmtu­ dag en skólinn hélt þá upp á 15 ára starfsafmæli sitt. Fram kemur á heimasíðu Borgarbyggðar að börnin í leikskólanum hafi fengið að skipu­ leggja daginn eftir sínu höfði og var meðal annars boðið upp á pizzu í hádeginu, hengdar voru upp blöðrur og bökuð dýrindis kaka í tilefni dagsins. Börnin buðu einnig for­ eldrum sínum og öðrum aðstand­ endum á opið hús, meðal annars til að sjá listasýningu sem sett var upp í salnum sem börnin höfðu unnið að í aðdraganda dagsins. Fjöldi fólks heimsótti leikskólann í tilefni hátíðarinnar og samgladdist bæði börnum og starfsfólki. vaks Ugluklettur í Borgarnesi 15 ára Breytingar hjá skipulags­ og byggingardeild Borgarbyggðar Það var fjör hjá þessum krökkum á afmælisdaginn. Ljósm. borgarbyggd.is Borgarnes. Ljósm. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.