Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 20226
Nýr umferðar
vefur Vega
gerðarinnar
LANDIÐ: Vegagerðin hefur
opnað nýjan vef á léninu
umferdin.is. Sá vefur sinnir
því hlutverki sem færðarkort
Vegagerðarinnar hefur sinnt
um árabil. Á vefnum birtast
færðar og veðurupplýsingar
Vegagerðarinnar en hann auð
veldar Vegagerðinni að bæta
og auka alla upplýsingagjöf
og þróa hana til framtíðar. Í
vetur verða bæði nýi vefurinn
og færðarkortið á vef Vega
gerðarinnar uppfært samhliða
á meðan reynsla af hinum
nýja vef fæst en honum verður
breytt og hann betrumbættur
eftir því sem þörf er á. -gbþ
Auka greiðslu
mark í mjólk
LANDIÐ: Fram
kvæmdanefnd búvörusamn
inga hefur samþykkt að
greiðslumark mjólkur á árinu
2023 verði 149 milljónir
lítra. Það nemur 1,7% aukn
ingu frá yfirstandandi ári, eða
2,5 milljónum lítra. Hækkun
greiðslumarksins er tilkomin
vegna aukinnar sölu mjólkur
afurða. Bændum verður heim
ilt að setja fyrrgreint magn á
innanlandsmarkað á næsta ári
og fá opinbert lágmarksverð
fyrir sem nú nemur tæpum
117 krónum á lítra. -mm
Safetravel fær
innspýtingu
LANDIÐ: Ríkisstjórnin sam
þykkti á fundi sínum í liðinni
viku að veita Slysavarnarfé
laginu Landsbjörgu fimm
milljónir króna af ráðstöf
unarfé sínu vegna endur
gerðar á vefnum safetravel.is.
Landsbjörg hefur rekið vefinn
um árabil en hann er helsti
upplýsingavefur almanna
varna til að koma mikilvægum
skilaboðum til ferðamanna,
t.d. vegna óveðurs, ófærðar
eða náttúruhamfara. Endur
gerð vefjarins er talin brýn
til að auka upplýsingamiðlun
og leita leiða til að ná til allra
þeirra sem fara um landið.
Landsbjörg mun áfram vinna
verkefnið í samstarfi við fyrir
tæki í ferðaþjónustu, Sam
tök ferðaþjónustunnar, Sam
göngustofu, Veðurstofuna og
almannavarnadeild ríkislög
reglustjóra. -mm
Hinseginhá
tíð Vesturlands
í júlí
AKRANES: Á fundi Menn
ingar og safnanefndar
Akranes kaupstaður 19.
október sl. kom fram að
hátíðin Hinsegin Vestur
land verður haldin á Akra
nesi dagana 20. – 23. júlí á
næsta ári. Þá var samþykkt
að farið verði í verkefni sem
snýr að myndatökusvæði á
Breið í tilefni 80 ára afmælis
kaupstaðarins á þessu ári.
Lagt var til að vinnuhópur
yrði myndaður og samþykkt
að Ólafi Páli Gunnarssyni
verði falin umsjón verkefn
isins undir stjórn vinnuhóps.
Að lokum kom fram að alls
bárust sjö tilnefningar frá
íbúum um hver á að hljóta
menningarverðlaun Akra
ness 2022 en tilkynnt verður
um valið við setningu Vöku
daga á morgun. -vaks
Skarphéðinn
lætur af störfum
LANDIÐ: Skarphéð
inn Berg Steinarsson hefur
ákveðið að láta af störfum
sem ferðamálastjóri frá
næstu áramótum og er sagt
frá því á vef menningar og
viðskiptaráðuneytisins. Lilja
Dögg Alfreðsdóttir ráð
herra ferðamála hefur fallist
á lausnarbeiðni Skarphéð
ins. Hann hefur verið ferða
málastjóri frá 1. janúar 2018
og mun því hafa gegnt emb
ættinu í fimm ár um næstu
áramót er hann hættir. Emb
ættið verður auglýst innan
skamms tíma, en ráðherra
skipar í það til fimm ára í
senn. -gj.
Í september voru gerðar skipurits
breytingar hjá sveitarfélaginu
Borgarbyggð, nánar tiltekið í
skipulags og byggingardeild sem
heyrir undir stjórnsýslusvið. Mikið
og langvarandi álag hefur verið á
þessari deild sveitarfélagsins um
langa hríð og fjöldi opinna mála.
Verkefnum hefur einnig fjölgað í
takti við fjölgun verkefna í sveitar
félaginu. Fram kemur í tilkynningu
á vef sveitarfélagsins að legið hafi
fyrir í sumar að til að halda uppi
góðu og markvissu þjónustustigi
fyrir íbúa Borgarbyggðar þyrftu
breytingar að eiga sér stað.
Ákveðið var að Flosi Hrafn Sig
urðsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
tæki við yfirstjórn deildarinnar.
Guðný Elíasdóttir fyrrum deildar
stjóri skipulags og byggingar
deildar vinnur í dag í sérverkefnum
á sviði stærri framkvæmda og áætl
ana sveitarfélagsins. Auk þess
fékkst heimild sveitarstjórnar til
að auka stöðugildi hjá
skipulagsfulltrúa um
einn verkefnastjóra og
hefur Margrét Helga
G u ð m u n d s d ó t t i r
verið ráðin í það starf
tímabundið. Til við
bótar var ábyrgðar
sviði annars starfs
manns á deildinni
breytt og starfar við
komandi nú eingöngu
undir skipulagsfulltrúa.
Samhliða þessum breytingum
var einnig skerpt á vinnu
lagi, verkefnaskiptingu og verk
ferlum á deildinni sem verða til
þess að einstök mál hljóti hraðari
afgreiðslu en áður hefur verið.
Var það til að mynda gert með
breytingu á viðaukum við samþykkt
Borgarbyggðar sem veita bæði
skipulagsfulltrúa og skipulags og
byggingarnefnd heimild til fulln
aðarafgreiðslu ákveðinna mála sem
áður þurftu ætíð samþykkt sveitar
stjórnar. Auk þess hefur öll vinna
á deildinni verið straumlínulöguð
sem verður til þess að afgreiðsla
mála, skjalavistun og úrvinnsla
umsókna er nú einfaldari og mark
vissari en áður.
„Áfram verður unnið að þróun
umbótaverkefna á næstu mánuðum
og eru verkferlar deildarinnar í
stöðugri endurskoðun,“ segir á
heimasíðu sveitarfélagsins.
vaks
Mikið var um dýrðir í leikskólanum
Uglukletti síðastliðinn fimmtu
dag en skólinn hélt þá upp á 15
ára starfsafmæli sitt. Fram kemur á
heimasíðu Borgarbyggðar að börnin
í leikskólanum hafi fengið að skipu
leggja daginn eftir sínu höfði og var
meðal annars boðið upp á pizzu í
hádeginu, hengdar voru upp blöðrur
og bökuð dýrindis kaka í tilefni
dagsins. Börnin buðu einnig for
eldrum sínum og öðrum aðstand
endum á opið hús, meðal annars til
að sjá listasýningu sem sett var upp í
salnum sem börnin höfðu unnið að í
aðdraganda dagsins.
Fjöldi fólks heimsótti leikskólann
í tilefni hátíðarinnar og samgladdist
bæði börnum og starfsfólki.
vaks
Ugluklettur í Borgarnesi 15 ára
Breytingar hjá skipulags og
byggingardeild Borgarbyggðar
Það var fjör hjá þessum krökkum á afmælisdaginn. Ljósm. borgarbyggd.is
Borgarnes. Ljósm. mm