Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 202212 Í gærkvöldi var haldin Bleik kvöld­ messa í Borgarneskirkju og var hún í samstarfi Borgar­, Reykholts­ og Stafholtsprestakalla. Séra Anna Eiríksdóttir, séra Hildur Björk Hörpudóttir og séra Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back stjórn­ uðu athöfninni og var markmiðið að eiga notalega kvöldstund saman í kirkjunni. Lesið var úr ljóðabókinni Mein­ varpi eftir séra Hildi Eir Bolla­ dóttur. Safnað var fyrir Krabba­ meinsfélag Borgarfjarðar og mættu um eitt hundrað manns í messuna. Steinunn Árnadóttir lék á orgel, Benjamín Fjeldsted á gítar og kór Borgarneskirkju leiddi sálmasöng. vaks/ Ljósm. af FB síðu Borgarnes- kirkju. Á sunnudaginn var bleik messa í Akraneskirkju, í tilefni af bleikum október. Kirkjan var þétt setin og þurfti að bæta við stólum svo allir fengju sæti. Kirkjugestir voru nær 200, af öllum kynjum, og segir sr. Ólöf Margrét Snorradóttir greini­ legt að allir láti sig þetta verkefni varða, það er Bleiku slaufuna og árveknisátak Krabbameinsfélagsins. Formið á messunni var tölu­ vert öðruvísi en hefðbundið er en það voru til dæmis einungis kven­ raddir í kórnum. Það var kvenna­ kórinn Ymur ásamt konum úr Kór Akraneskirkju og Saurbæjarpresta­ kalls sem sungu fyrir kirkjugesti. „Það má segja að það hafi verið 100 bleikir tónar í messunni þetta kvöld. Það voru allir í bleiku og það var mikil gleði, von og þakklæti í loftinu þótt undirtónninn væri alvarlegur,“ segir sr. Ólöf en hún leiddi messuna. Tinna Grímars­ dóttir var ræðumaður kvöldsins. Hún er slaufuberi Krabbameinsfé­ lags Akraness í ár og segir Ólöf að einlæg frásögn hennar hafi hreyft við öllum en þar var líka áberandi hvað vonin er mikilvægt verkfæri, sem og æðruleysið. Undir lok messunnar lásu konur úr kórnum almenna kirkjubæn þar sem beðið var sérstaklega fyrir krabbameinsgreindum og aðstand­ endum þeirra og fyrir heilbrigðis­ þjónustu en dagur heilbrigðisþjón­ ustu var í gær. gbþ Hundrað bleikir tónar í Akraneskirkju Tinna Grímarsdóttir, slaufuberi, var ræðumaður kvöldsins. Ljósm. Helga Ólöf Óliversdóttir. Bleik kvöldmessa Kór Borgarneskirkju leiddi sálmasöng. Borgarneskirkja er bleik þessa dagana. Dagur í lífi... Umhverfisfulltrúa í Hvalfjarðarsveit Nafn: Arnheiður Hjörleifsdóttir Fjölskylduhagir/búseta: Bý á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði ásamt Guðmundi Sigurjónssyni bónda og dóttir okkar Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir kemur í heim­ sókn þegar hún má vera að. Starfsheiti/fyrirtæki: Umhverfis­ fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í 50% starfi og svo heimavinnandi. Áhugamál: Flest sem byrjar á S! Dagurinn: Sem betur fer eru dagarnir afar fjölbreyttir og mik­ ill breytileiki milli daga og innan ársins, a.m.k. í sauðfjárræktinni og ferðaþjónustunni. Ég geri eig­ inlega ráð fyrir því að sama eigi við í umhverfisfulltrúastarfinu, en reynslan á eftir að leiða það betur í ljós, þar sem ég byrjaði bara í því starfi núna í vor. En mánudagur er oft besti dagur vikunnar. Þá fer ég yfirleitt rólega af stað eftir anna­ sama helgi og nýt fyrsta kaffiboll­ ans með eiginmanninum og Jónasi vini mínum og nágranna í aldar­ gömlum sófa frá tengdaömmu. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vakna flesta morgna klukkan 6.45. Þessa dagana er fyrsta verk að kíkja á Krumma litla, bordercollie hvolp sem má segja að sé nýjasti fjölskyldumeðlimurinn. Hvað borðaðirðu í morgun­ mat? Sama og venjulega, tvöfaldan espresso. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Það væri virkilega gaman að geta sagt að ég hafi farið á henni Pálínu til vinnu í morgun. En það væri lygi. Ég fór bara akandi í vinnuna í morgun og lagði af stað rétt fyrir klukkan níu. Fyrstu verk í vinnunni? Heppnin var með mér! Gugga var með afmæliskaffi svo ég byrjaði á mar­ engs og bleikri bollaköku! Hvað varstu að gera klukkan 10? Á mjög svo áhugaverðum og mikil­ vægum fundi á Umhverfisstofnun ásamt tveimur sveitarstjórnar­ fulltrúum. Hvalfjarðarsveit er svo ótrúlega fjölbreytt og spennandi sveitarfélag með snertifleti við svo margt þegar kemur að stjórn­ sýslunni og umhverfismálunum. Umhverfisstofnun og sér­ fræðingarnir þar eru mikilvægir samstarfsaðilar eins og fjölmargir aðrir sem sveitarfélagið hefur sam­ skipti við. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borðaði hádegismat með vinnufé­ lögunum. Heimagert lasagne. Ég bjó það reyndar ekki til sjálf heldur mamma, sem gerir besta lasagne sem ég hef smakkað. Uppistaðan auðvitað beint frá býli. Meðlætið; súrkál sem ég deildi með Arnari byggingafulltrúa. Hann verður mér ævinlega þakklátur. Hvað varstu að gera klukkan 16? Á leiðinni á söngæfingu með Elfu vinkonu minni og söngfuglunum hennar. Söngurinn og tónlistin er ákveðin heilun og ómissandi partur af hinu daglega lífi myndi ég segja. Við ætlum meira að segja að halda tónleika 31. október, allir velkomnir og frítt inn! Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Hætti í vinnunni um klukkan 15 og end­ aði daginn á samtali við starfsmann Íslenska gámafélagsins. Framundan eru miklar breytingar í úrgangs­ stjórnun sveitarfélaga og laga­ breytingar sem munu taka gildi um næstu áramót. Það er því í mörg horn að líta og spennandi tímar framundan í úrgangsmálunum! Hvað gerðirðu eftir vinnu? Söng eins og engill (!) skellti mér í jóga þar sem ég stóð m.a. á höndum (sannleikur!) og endaði daginn á að taka sundsprett með allra besta sundhópnum mínum. Smá gufa og heitur pottur í lokin. Ég sagði það, mánudagar eru bestir! Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það var ljúffengur salt­ fiskur sem hún Brynja samstarfs­ kona mín eldaði í kvöldmat­ inn fyrir nokkra smiði sem eru að vinna hér í nágrenninu og fá kvöldmat á Bjarteyjarsandi um þessar mundir. Þetta er einfaldur réttur sem slær alltaf í gegn og ég var heppin því það var smá afgangur! Hvernig var kvöldið? Næs. Kíkti aðeins í tölvuna, horfði á Bonus­ familjen á RÚV og svo bara hátta­ tími. Hvenær fórstu að sofa? Fyrir miðnætti! Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Senda skilaboð á Bjarteyju mína. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Held ég verði að segja handstaðan! Eitthvað að lokum? Já, þú spyrð um Pálínu… Hún er sem sagt rafhjól, sem ég gaf sjálfri mér í afmælisgjöf um það leyti sem ljóst var að ég myndi hefja störf hjá Hvalfjarðarsveit. Markmiðið var sem sagt að hjóla í vinnuna en það hefur ekki aaalveg gengið eftir, a.m.k. ekki alla daga. Saman höfum við Pálína samt farið um 600 kílómetra en betur má ef duga skal!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.