Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2022 5 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjar- prestakall SK ES SU H O R N 2 02 2 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Dagskrá í Hallgrímskirkju í Saurbæ í tilefni af ártíð Hallgríms Péturssonar Fimmtudagur 27. október kl. 20 Torfi K. Stefánsson Hjaltalín flytur erindi, en hann vinnur nú að ritun ævisögu Hallgríms. Laugardagur 29. október kl. 16 Tríóið Sírajón flytur verk eftir Katchaturian, Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Aðgangseyrir 2.500 kr. Sunnudagurinn 30. október kl. 20 Kvöldmessa kl. 20 Sunnudagur 30. október Akraneskirkja Búningadagur í fjölskyldumessu kl. 11 Miðvikudagur 2. nóvember Bænastund kl. 12:10 – súpa í Vinaminni að stund lokinni Karlakaffi kl. 13:30 – Björn Þór Björnsson segir frá 100 ára knattspyrnusögu Akraness Akranes.is AKRANESKAUPSTAÐUR ÓSKAR EFTIR TILBOÐUM Í RAFORKUKAUP Um er að ræða alla almenna raforkunotkun sveitarfélagsins auk götulýsingar samkvæmt þessum útboðsgögnum. Um er að ræða almennt útboð. Tilboðsgjafi skal hafa raforkusöluleyfi á Íslandi sbr. 18. grein raforkulaga nr. 65 frá 2003. Samningur nær til þriggja ára með möguleika á framlengingu í tvö skipti, eitt ár í senn. Helstu magntölur eru fyrir hvert ár eru: Almenn notkun 1.260.000 kWh Götulýsing 850.000 kWh Útboðsgögn verða afhent á útboðsvef sem er aðgengilegur á útboðsvef: https://akranes.ajoursystem.net/tender Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour. Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp þeim skrám sem gerð er krafa um. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Ef enginn póstur berst, hefur afhending ekki tekist. Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn. Skilafrestur tilboðs er til kl. 11.00 fimmtudaginn 24. nóvember 2022 Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á Útboðsvefnum eftir að skilafrestur tilboða er liðinn. Bjóðendum verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar tilboða verður bjóðendum sent opnunaryfirlit rafrænt. Skipulags- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar Borgnesingurinn Inga Björk Mar­ grétar Bjarnadóttir tók sæti á Alþingi í liðinni viku þegar hún fór inn sem varaþingmaður fyrir Sam­ fylkinguna í Suðvesturkjördæmi. Inga Björk flutti til Hafnarfjarðar fyrir fjórum árum og tók 3. sæti á lista flokksins í Kraganum fyrir síð­ ustu kosningar en er hún nú annar varaþingmaður í kjördæminu. Inga Björk hefur í mörg ár vakið athygli á málefnum fatlaðs fólks og flutti hún jómfrúarræðu sína þess efnis. Hún vakti þar athygli á hags­ munum fatlaðs fólks í hamfara­ og neyðarástandi og hvatti stjórnvöld til að hefja þegar í stað vinnu til að tryggja að enginn verði skilinn eftir við erfiðar aðstæður. Nördabarn sem fylgdist með Alþingi í æsku Inga Björk starfar sem upplýs­ ingafulltrúi Þroskahjálpar og er sjálf í hjólastól. Málefni fatlaðs fólks snerta hana því djúpt. Hún segist lengi hafa haft áhuga á stjórnmálum og tekið virkan þátt frá 17 ára aldri en í dag er hún 29 ára. ,,Ég er búin að vera í pólitík síðan ég byrjaði að taka þátt í starfi Samfylkingar­ innar í Borgarbyggð þegar ég var 17 ára. Ég er þess vegna ein af þeim sem kemur úr útungunarvél stjórn­ málaflokkanna má segja. Ég er fyrst núna að taka sæti á Alþingi eftir að hafa verið viðloðandi stjórnmál í þónokkur ár. Mér finnst svolítið merkilegt að koma þarna inn þar sem þetta er stóra sviðið í pólitík­ inni og það er mjög gaman að fá vinnunna á Alþingi beint í æð. Ég er svona ,,nördabarn“ sem fylgdist með Alþingi í æsku en þetta er allt öðruvísi en ég hélt. Þingmenn fá mikinn stuðning sem er mjög flott og allt gert til að aðstoða fólk við að koma málum sínum að,“ segir Inga Björk í samtali við Skessuhorn. Mikilvægt að þekkja málefnin á eigin skinni Inga Björk segir upplifun sína af Alþingi jákvæða en hún fékk góða aðstoð við að móta mál sín. ,,Þing­ menn eru allir mjög almennilegir, fólk í öllum flokkum tók vel á móti mér, margir varaþingmenn komu inn þessa vikuna vegna utanlands­ ferða hjá einhverjum nefndum. Ég var búin að undirbúa mig vel og kom inn með þrettán mál tilbúin. Það var gaman að fá hvatningu frá eldri þingmönnum eftirá, ég hafði greinilega nýtt þessa viku vel. Ég tala almennt fyrir mannréttinda­ málum, málefnum fatlaðra og loft­ lagsmálum. Ég hef fengið ótrúlega góð viðbrögð við mínum málum en ég er svona týpa sem finnst svo mikið óréttlæti í samfélaginu þannig ég var búin að búa til langan lista sem mér finnst mikilvægt að við horfum á og bætum í samfé­ laginu. Ég fékk aðstoð frá starfs­ fólki Alþingis og þingmönnum til að móta málin. Jaðarsettir hópar tóku eftir að þarna er komin mann­ eskja sem talar fyrir þeirra mál­ efnum en mér finnst mikilvægt að hafa fólk sem þekkir þau á eigin skinni. Þingmenn þurfa að endur­ spegla svo stóran hóp og þess vegna finnst mér mikilvægt að það sitji fjölbreyttur hópur fólks á þingi.“ Þakklát fyrir að komast að ræðustólnum Ingu Björk var boðið í heimsókn í Alþingishúsið fyrir innkomuna til að taka út aðgengi fyrir hjóla­ stól hennar. ,,Aðgengi fyrir hjóla­ stól í Alþingishúsinu er bara prýði­ legt. Það hafa verið fatlaðir var­ þingmenn áður og það eru þing­ menn starfandi núna sem notast við hjálpartæki. Mér var boðið í heimsókn mánuði áður til að taka út húsnæðið áður en ég kæmi inn svo hægt væri að laga það sem þyrfti að laga. Freyja Haraldsdóttir gat t.d. ekki notað ræðustólinn vegna aðgengis til að byrja með en aðgengið var svo bætt í kjölfarið svo ég hef henni að þakka að hafa kom­ ist upp að ræðustólnum,“ segir Inga Björk að endingu. sþ/ Ljósm. aðsendar. Inga Björk tók sæti á Alþingi Inga Björk undirritar drengsskaparheit sitt. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir tók sæti á Alþingi í síðustu viku sem annar varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.