Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 202222 Heima­Skagi er tónlistarhátíð á Akranesi sem haldin er í tengslum við Vökudaga og fer nú fram í annað sinn. Á hátíðinni sem verður haldin laugardaginn 5. nóvember næstkomandi koma fram tíu lista­ menn og/eða hljómsveitir sem spila tvisvar sinnum hver í jafn­ mörgum húsum. Því er um að ræða eitt kvöld með alls 20 tónleikum í það heila á tíu stöðum og stíga þeir fyrstu á stokk klukkan 20 og þeir síðustu ljúka leik um klukkan 23. Þeir sem koma fram á hátíð­ inni í ár eru Lay Low sem spilar í Akranes kirkju og á Hársnyrtistofu Hinriks, Hörður Torfa spilar í Bíó­ höllinni og heima hjá Einsa Skúla, Vintage Caravan verða í Blikk­ smiðju Guðmundar og hjá Guðna og Lilju, Una Torfa verður hjá Einsa Skúla og Mörtu og Birni og Guðrún Gunnarsdóttir í Iðn­ skólanum og hjá Pálma og Elfu. Skagasveitin Tíbrá spilar í Blikk­ smiðjunni og í Iðnskólanum, Jún­ íus Meyvant spilar í kirkjunni og hjá Guðna og Lilju, Herbert Guð­ mundsson á Bárunni og hjá Mörtu og Birni, Djass verða á Bárunni og í Iðnskólanum og Guðrún Árný syngur og spilar hjá Pálma og Elfu og á Gamla Kaupfélaginu. Hugmyndin komin frá Færeyjum Ólafur Páll Gunnarsson er einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar og segir hugmyndina komna frá Fær­ eyjum frá manni sem heitir Jón Tyril sem stofnaði G! Festivalið í Götu í Færeyjum og var í hljóm­ sveit með Eivöru Páls sem hét Clickhaze. „Þegar sú hátíð fór á hausinn árið 2007 þá hugsaði hann: „Djö…. væri ég til í að gera hátíð sem væri ekkert vesen, bara lista­ menn og gestir. Engin gæsla, ekk­ ert hljóðkerfi, girðingar eða kló­ sett, bara tónlist og fólk. Þessi hátíð heitir HOYMA í Færeyjum og ég hitti þennan mann á Iceland Airwa­ ves árið 2014 og hann sagði mér og Kidda Kanínu vini mínum frá þessari hátíð sem hann var að byrja á. Við ákváðum í kjölfarið að gera svona hátíð í Hafnarfirði sem við gerðum og heitir Heima í Hafnar­ firði. Svo þegar ég kom upp á Akra­ nes þá langaði mig til að búa til ein­ hverja litla tónlistarhátíð og fékk enga betri hugmynd heldur en að gera svona heima. Hátíðin var fyrst haldin árið 2019 með sex hljóm­ sveitum í sex húsum. Síðustu tvö var engin hátíð haldin vegna far­ aldursins en í ár eru tíu flytjendur og ekkert sem stoppar það úr þessu.“ Smá púsluspil Óli Palli segir að miðasalan gangi vel en á fyrstu hátíðinni var upp­ selt og þá voru seldir rétt yfir 250 miðar. Það eru aðeins fleiri miðar sem verða í boði núna þar sem fleiri tónleikar verða í þetta skiptið. „Stundum er það auðvitað þannig að það komast ekki allir á þann stað sem þeir vilja og þá verða þeir að fara annað. Við viljum ekki að tón­ leikagestir komi að lokuðum dyrum á mörgum stöðum en það er erfitt að reikna þetta út, það tekur tíma að labba á milli staða og þetta er á misjöfnum tíma þannig að þetta er smá púsluspil.“ Tónleikasvæðið er allt á neðri Skaganum og Óli Palli segir að tónlistin sé eins fjölbreytt og húsin sem þeir verða í. „Til dæmis verður ekki spilað í salnum í Bíóhöllinni heldur í anddyrinu því það er verið að reyna að fá þessa sérstöku nánd milli flytjenda og áhorfenda. Ef tónleikarnir verða færðir upp á svið Bíóhallarinnar þá verða allir upp á sviði og enginn út í sal en það kemur í ljós síðar hvort af því verður.“ Óli Palli segir einnig að þau séu stolt af öllum þessum flytj­ endum sem spila á hátíðinni því þetta séu allt listamenn sem standi fyrir sínu. Hann segist sjálfur mjög spenntur fyrir hljómsveitinni Vin­ tage Caravan sem hafa verið að spila í Evrópu í allt sumar og hafa haldið yfir 80 tónleika. Óli Palli segir að miðað sé við að hverjir tónleikar séu í kringum 35­40 mínútur en svo geti ýmislegt gerst. „Til að mynda á síðustu hátíð þegar Högni Egilsson var búinn að spila heima hjá Einsa Skúla þá fór hann niður í eldhús, þar sá hann píanó og tók hálftíma Bítlaprógramm til mikillar ánægju fyrir þá sem urðu vitni að því.“ Taka með sér klink Eftirpartý verður á Gamla Kaup­ félaginu með Guðrúnu Árnýju þar sem hún skemmtir gestum og eflaust nær upp mjög góðri stemn­ ingu. Óli Palli segir að mikilvægt sé að enda þetta á góðum nótum. Gestir komi saman þegar þetta sé allt búið, beri saman bækur sínar og syngi sig inn í nóttina. Óli Palli segir að lokum að á tón­ leikadaginn verði opið frá klukkan fjögur um daginn þar sem miða­ kaupendur fá armband í staðinn fyrir miðann sinn og prentaða dag­ skrá í kaupbæti. Gestir þurfa ávallt að sýna armbandið og gæsla verður í höndum Skátakórs Íslands. „Í flestum húsum verða veitingar á boðstólum og biðjum við hátíðar­ gesti að taka með sér klink og litla seðla til að setja í samskotabauka sem verða í flestum húsunum. Það sem kemur í þá rennur í veitinga­ sjóð húsráðenda. Það stefnir allt í það að það verði uppselt í ár og það er auðvitað ánægjulegt. Ég lofa því að þetta verði fjölbreytt, fjörugt og ekki síst skemmtilegt.“ vaks Hársnyrtistofa Hinriks stendur við Vesturgötu 57 á Akranesi og þar hefur hún verið samfleytt í rekstri frá árinu 1965 eða í 57 ár. Rakara­ stofan er elsta rakarastofa landsins sem hefur starfað í sama húsnæði en hún hefur verið rekin í þessu litla húsi frá árinu 1937 þegar Árni B. Sigurðsson opnaði þar stofu. Geirlaugur sonur Árna tók síðan við af föður sínum til ársins 1965 er Hinrik Haraldsson keypti aðstöð­ una og hóf rekstur stofunnar 1. október það ár. Húsið sem rakara­ stofan er í var byggt í kringum 1924 og var fyrsta símstöð bæjarins rekin þar á árunum 1925­1934 af Valdísi Böðvarsdóttur. Á tónlistarhátíðinni Heima­ ­Skaga mun tónlistarkonan Lay Low halda tónleika í þessu sögufræga húsi. Haraldur Hinriks­ son, sonur Hinna, tók við stofunni af föður sínum árið 2020 eftir að hafa flutt árið áður frá Danmörku. Halli Hinna, eins og hann er alltaf kallaður, segir að Óli Palli hafi hringt í sig og komið með þá snið­ ugu hugmynd að halda tónleika á stofunni. Upphaflega var mein­ ingin að Guðrún Árný ætti að koma þarna fram en því var síðan breytt og Lay Low talin henta betur við stemninguna. Tónleikarnir hefj­ ast stundvíslega klukkan 22 laugar­ daginn 5. nóvember og segir Halli að honum lítist stórkostlega á þessa tónleika, það sé spennandi að vera með tónleika í svona litlu húsi en stofan er um 20 fermetrar að stærð. „Ég man í eitt skipti fyrir ansi mörgum árum síðan rétt fyrir jól þegar yfir 20 manns biðu hér eftir klippingu. Það munaði ekki miklu að sá gamli tæki til fótanna og léti sig hverfa, alveg búinn á því eftir alla törnina en hann lét sig hafa það. Það er ljóst að það komast ekki fleiri en kannski 10­15 manns hérna inni en það kemur allt í ljós. Það verður virkilega gaman að taka þátt í þessu, ég hlakka mikið til að hitta tónleikagesti og eiga góða stund með þeim sem koma og kíkja á okkur,“ segir spenntur Halli Hinna að lokum. vaks Tónleikar í einu minnsta húsi Akraness Halli Hinna í gættinni á stofunni. Ljósm. vaks Halli rakari. Miðasala gengur vel á Heima­Skaga hátíðina Hörður Torfa og Una Torfa spila hjá Einari Skúlasyni í ár. Ljósm. af FB síðu Heima-Skaga Á tónleikum heima hjá Pálma og Elfu við Grundartún árið 2019.Valgeir Guðjóns vakti mikla lukku á Heima-Skaga 2019.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.