Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2022 7
Laugardaginn 26. nóvember 2022 og hefst kl.
12:00 Logalandi, Reykholtsdal
Silfurstigamót – 48 spil
Kaffihlaðborð í hléi að hætti kvenfélagsins
1. sæti Gjafabréf: Íslandshótel - Hótel Hamar 20.000 kr.
2. sæti Tvímenningur á Rvk. Bridge festival 2023
3. sæti Gjafabréf: Landnámssetur Íslands
4. sæti Gjafabréf: Krauma
11. sæti Rauðvín
19. sæti Geirabakarí - Kaupfélag Borgfirðinga
26. sæti Rauðvín
33. sæti Rauðvín
Heiðurssæti: Gjafabréf: Landnámssetur Íslands
Vísur -
Til minningar um Þorstein Pétursson
Verðlaun:
Þátttökugjald er 12.000 kr. á
parið Ath. greiða þarf með
reiðufé.
Skráning á: BRIDGE.IS/MÓT
í síðasta lagi 24. nóvember
Þorsteinsmótið
í bridge
Steini á Hömrum
Þorsteinn Pétursson kennari (1930-2017) hafði
mikla unun af spilamennsku. Aðallega spilaði hann
lomber og bridge og varð m.a. Íslandsmeistari í
tvímenningi eldri spilara árið 1994. Hann starf- aði
mikið að félagsmálum og var m.a. formaður
Bridgefélags Borgarfjarðar. Hann ásamt fleirum
beitti sér fyrir því að bridge yrði kennt í héraðinu,
börnum sem fullorðnum, og átti drjúgan þátt í að
Bridgefélag Borgarfjarðar var og er eitt
fjölmennasta bridgefélag landsins.
SK
E
SS
U
H
O
R
N
2
0
19
Steini sér hvað stendur til,
stikar himnaveginn.
Það er líka spáð í spil
og spilað hinum megin.
Í hrifningu geng ég hingað inn
og hugsa um minning eina.
Hjartanlega hláturinn,
sem hljómaði frá Steina.
Þrautagóður Þorsteinn var,
þá hann átti í vanda.
Séður, slyngur af flestum bar,
með spilin milli handa.
Kristján Björn Snorrason (2017)
Sigfús Jónsson frá Skrúð (2019) Þórður Þórðarson (2018)
Nú koma þeir saman og gleðja sitt geð
Því gleðinni má ekki í huganum leyna.
Þórður og Kristján og Þorvaldur með
Þar verður Magnús, já það get ég séð.
En þeir voru gjarnan að spila við Steina.
Þorvaldur Jónsson í Brekkukoti (2022)
Síðdegis á laugardaginn var versl
unin Borgarsport í Hyrnu torgi
í Borgarnesi opnuð af nýjum
eigendum. Boðið var upp á
veitingar og tilboð fram á kvöld í
tilefni dagsins. Systkinin Eva Karen
Þórðardóttir og Þorsteinn Pálsson
festu nýverið kaup á versluninni.
Hafa þau gert breytingar á útliti
verslunarinnar og vöruvali. Meðal
annars hafa þau bætt við ýmsum
vörumerkjum og fæðubótar efnum
þannig að þar er hægt að kaupa
ýmislegt til að hefja heilsuveg
ferðina, hvort sem fólk stefnir á
hlaup eða sund, aðra útivist eða lík
amsrækt.
Greinilegt var að margir voru
áhugasamir að kynna sér breytingar
á versluninni því fjölmenni var
mætt á slaginu klukkan 16 þegar
opnað var. Verslunin Borgarsport
á sér langa sögu í Borgarnesi. Hún
var fyrst opnuð fyrir um fjórum
áratugum en á þeim tíma hafa
kaupmenn verið hátt í tíu talsins.
mm
Borgarsport opnað að
nýju eftir breytingar
Fyrsti viðskiptavinurinn fær afgreiðslu.
Eva Karen og Þorsteinn eru frá Signýjarstöðum í Hálsasveit, en þau eru nýir
eigendur að Borgarsporti.
Vöffluilmur fyllti loftið, en boðið var upp á prótein vöfflur en hráefnið í þær má
einmitt kaupa í versluninni.
Sitthvað til útivistar og íþrótta, en nýjar innréttingar voru m.a. smíðaðar hjá
Búhagi ehf. á Skarði í Lundarreykjadal.
Framkvæmdir eru nú hafnar við
stækkun álverksmiðju Norðuráls
á Grundartanga. Ekki stendur þó
til að framleiða meira ál, en auk
inn hluti framleiðslunnar verður
hins vegar notaður í áframvinnslu
í nýjum steypuskála sem byggður
verður. Ístak er aðalverktaki við
framkvæmdirnar en fjöldi annarra
fyrirtækja kemur einnig að verkefn
inu sem áætlað er að kosti um 16
milljarða króna. Það hefur að fullu
verið fjármagnað með svokallaðri
grænni fjármögnun Arion banka
sem helgast af því hversu jákvæð
umhverfisáhrif breytingin hefur í
för með sér. Þannig verður aukið
virði þess áls sem verksmiðjan fram
leiðir hér, færri kolefnisspor stigin
og fyrir afurðina fæst hærra verð
á mörkuðum. Eins og fram kom
í viðtali Skessuhorns við Sigrúnu
Helgadóttur framkvæmdastjóra
Norðuráls á Grundartanga á síð
asta ári, hyggst fyrirtækið nú taka
í notkun nýja framleiðslulínu þar
sem framleiddar verða álstangir eða
sívalningar.
Eftir að stækkun verksmiðjunnar
lýkur á fyrsta ársfjórðungi 2024 er
áætlað að 40 varanleg störf verði
til hjá fyrirtækinu. Talið er að við
framleiðsluna megi spara orku sem
nemur 40 prósentum með því að
fullvinna verðmætara ál. Fram til
þessa hafa álhleifarnir verið fluttir
til Evrópu, þeir bræddir og síðan
mótaðir í álsívalninga. Nú á að
færa þá framleiðslu upp á Grundar
tanga, auka þar verðmætasköpun
en afurðin verður m.a. notuð til
framleiðslu á bílum og ýmis konar
tæknibúnaði.
mm
Framkvæmdir hjá Norðuráli
upp á 16 milljarða