Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2022 21
grisjunarþörfin í skógum þar og
er nú. Hann segir eiginlega beint
við okkur að Skógræktin hafi gerst
reddarar fyrir verktakana á þessum
vélum sem voru verklausar,“ segir
Jens en hann vildi í framhaldinu
fá langtímasamning við Skógrækt
ina svo svona gerðist ekki aftur.
Þröstur vildi meina að það væri
ekki hægt að gera slíkan samn
ing því við erum á evrópska efna
hagssvæðinu og það sé því bannað
því öll meiriháttar verkefni eigi að
bjóða út. Þá spurðum við hvort ekki
hefði átt að bjóða þetta út, þetta
verk fyrir austan, en þá var hann
ekki með svar við því, segir Guð
mundur.
Árleg grisjun ræðst af
eftirspurn eftir timbri
Hreinn Óskarsson sviðsstjóri Þjóð
skóga Skógræktarinnar staðfestir í
samtali við Skessuhorn að síðustu
ár hafi verið grisjaðir um 2000 m3
í Þjóðskógum á Íslandi. Það sé ekki
ákveðið hverju sinni hve mikið á að
grisja árlega heldur er horft til þess
hvort það séu kaupendur að timb
rinu sem til fellur vegna grisjunar
innar. Skógar eru því einungis
grisjaðir ef kaupendur eru að
timbrinu. Þegar það er kaupandi
að efni þá er valið hvar sé brýnast
að grisja. Við grisjum á sjálfbæran
hátt svo við töpum ekki niður við
arvexti til lengri tíma, segir Hreinn.
Stærstu kúnnarnir síðustu ár hafa
verið verksmiðjurnar Elkem á
Grundartanga og PCC á Bakka.
Elkem hafi keypt allt að 2000 m3
af timbri árlega síðustu tíu ár, að
undanskildum síðustu tveimur
árum. PCC á Bakka hafi svo keypt
um 10001500 m3 á ári síðustu
tvö ár. Þá er einhver hluti timburs
seldur til sögunarmylla og Skóg
ræktin sjálf gerir að einhverjum
hluta, t.a.m. kurl og arinvið.
„Vélarnar voru þarna
verkefnalausar“
Aðspurður um samninginn sem
Skógræktin á við Jens og Guð
mund, svarar Hreinn: Sá samn
ingur felur ekki í sér að þeir séu
einu mennirnir sem megi grisja
fyrir Skógræktina heldur er þetta
svona meiri viljayfirlýsing um að
skipta við þá. Þá segir Hreinn að nú
í sumar hafi fyrirtækið Tandraberg
ehf. flutt inn erlenda grisjunar
verktaka austur á Hérað, en fyrir
tækið er staðsett á Eskifirði. Til
stóð að þeir verktakar myndu grisja
í bændaskógum en það gekk svo
ekki eftir. Það voru færri skógar
bændur en þeir gerðu ráð fyrir
sem voru til í að semja við þá um
grisjun,“ segir Hreinn og bætir við
að af því vélarnar hafi verið stað
settar fyrir austan var ákveðið að
nýta þær til að grisja ákveðna reiti í
Þjóðskógum. Það var grisjunarþörf
í þessum reitum og menn gripu
tækifærið og létu grisja þá reiti sem
var mikil grisjunarþörf í því vél
arnar voru þarna verkefnalausar,
þannig séð, því þær voru búnar að
grisja það sem þær gátu í bænda
skógunum.“
Vissu að von væri á
skógarhöggsvélum
til landsins
Jens og Guðmundur segja að frá
því þeir fóru að hugsa um að fjár
festa í skógarhöggsvélunum hafi
þeir vitað af því að von væri á
skógarhöggsvélum til landsins,
austur á Héraði. „Skógræktin sagði
okkur frá því áður en við skrifuðum
undir samninginn að það væri von
á skógarhöggsvélum til landsins
þarna fyrir austan. Okkur var sagt
að það væru smávélar, mikið minni
en okkar, sem myndu henta í allt
önnur verkefni en okkar vélar,“
segir Jens og bætir við að þeir hafi
ekki haft neitt við það að athuga.
Slíkar smávélar henti vel til vinnu
í bændaskógum og í margs konar
verkefni sem Gremo vélarnar eru
of stórar í. „Svo heyrum við ekk
ert meira af því fyrr en við fáum
ábendingu frá utanaðkomandi aðila
um að stórar skógarhöggsvélar séu
byrjaðar að grisja í Þjóðskógum á
Héraði. Skógræktin hafði ekkert
sagt okkur um það,“ segir Jens en
þegar það verkefni var í gangi voru
vélar Jens og Guðmundar verk
efnalausar.
Guðmundur segir þá Jens hafa
fengið lögfræðilegt álit um að
þessi ákvörðun Skógræktarinnar
væri brot á samningnum við þá.
Við höfum auðvitað ekki neinn
einkarétt á þessum verkefnum, að
höggva fyrir Skógræktina. En af því
að vélarnar okkar voru verklausar á
þeim tíma, sem þessir aðilar voru
að höggva í Þjóðskógum, þá er það
mat okkar lögfræðings að það sé
samningsbrot, segir Guðmundur.
Þá segir Jens að það að eiga svona
stórar og sérhæfðar vélar sé að ein
hverju leyti glórulaust, þegar ekki
er meiri vinnu út á þær að fá. „En
að fá svo hinar vélarnar að utan
og erlenda verktaka er í raun bara
nagli í kistulokið á þessari íslensku
vélgrisjunarverktöku, hvort sem
við Guðmundur gerum þetta út
eða einhver annar. Það er undir
Skógræktinni komið hvort hún
vilji halda svona grisjunarvélum á
Íslandi eða reiða sig á erlenda verk
taka því það koma vissulega og fara
skip í hverri viku,“ segir Jens.
Stóð til boða að kaupa
grisjunarþjónustu
Þröstur Eysteinsson skógræktar
stjóri segir í samtali við Skessu
horn að Skógræktinni hafi verið
boðið að kaupa grisjunarþjónustu
af verktökum á vegum Tandrabergs
og í heildina hafi þeir grisjað fyrir
Skógræktina á þremur stöðum í
Þjóðskógum. „Okkur stóð þetta til
boða. Þessar vélar voru verklausar
því það var enn verið að bíða eftir
svari frá öðrum skógareigendum
og vegna þess að svarið kom frá
okkur fyrst þá fengum við þá,“ segir
Þröstur og bætir við að ef Skóg
ræktin hefði ekki séð ágóða fyrir
sig af viðskiptum við þessa verktaka
hefðu þeir ekki skipt við þá, þörf
hafi verið á grisjun í þessum reitum
sem og hafi verið þörf á timbri.
„Grisjunin þarf að greiðast af
sölu afurða, þegar við verðum
vör við eftirspurn eftir timbri þá
grisjum við,“ segir Þröstur. Inntur
eftir því hver hafi keypt timbrið
sem til féll segir hann að það sé
ekki búið að selja það allt en verið
sé að vinna í því núna. Timbrið sé
eftir því sem hann best veit ennþá
í skógunum. „Ég geri ráð fyrir að
hluti þess fari til sögunarmylla og
eflaust verður svo hluti af þessu
timbri selt til Tandrabergs, þeir
kaupa timbur,“ segir Þröstur. Hér
má aftur nefna að forsenda samn
ings Skógræktarinnar við Guð
mund og Jens er sú að kaupandi sé
af timbrinu og segir Jens að Skóg
ræktin hafi sagt við þá frá upphafi
að ekkert sé grisjað nema efnið sé
selt. Í samtali við Skessuhorn segir
Þröstur að verktakarnir á vegum
Tandrabergs hafi klárað sín verk í
Þjóðskógunum fyrripart sumars.
Má þá gera ráð fyrir því að timbrið
sem enn sé í skógunum hafi legið
þar í um 4 mánuði.
Prófa mismunandi
verktaka
Aðspurður af hverju Jens og Guð
mundi hafi ekki verið boðin þessi
verk, svarar Þröstur: „Samningur
inn við þá Jens og Guðmund er
ekki þannig að við séum ekki líka
að kaupa verk af öðrum verktökum.
Það er ólöglegt að gera slíkan ein
okunarsamning. Við erum að prófa
mismunandi verktaka og þegar það
koma verktakar frá útlöndum sem
eru atvinnumenn og vanir vél
grisjun þar þá finnst okkur það
áhugavert,“ segir Þröstur og bætir
við að Skógræktin hafi verið mjög
ánægð með þeirra vinnubrögð. Þá
virðist líka ríkja almenn ánægja
með vinnu Jens og Guðmundar
fyrir Skógræktina og segir Rúnar
Ísleifsson, skógarvörður á Norður
landi, að þeir hafi staðið sig prýði
lega í verkum sínum á Norðurlandi
og ekkert sé út á þeirra vinnu að
setja.
Hvenær á að bjóða
út grisjunarverk?
Þröstur segir að Skógræktin
hafi hingað til ekki boðið út
vélgrisjunar verk. Það sé vegna
þess að það hafi ekki verið margir
grisjarar á Íslandi. Þeir sem hafa
verið í vinnu fyrir Skógræktina
hafi gert þau verk sem Skógræktin
hafi haft handa þeim hverju sinni.
Þá segist hann ekki vita hvað upp
hæð á verki þarf að vera há til að
það sé útboðsskylt. Hann segist
ekki geta staðfest að Tandraberg
hafi unnið fyrir Skógræktina fyrir
26 milljónir króna eins og heim
ildir Skessuhorns herma en segir að
það geti vel verið, það sé þó líklega
ekki verð fyrir eitt verk heldur falli
nokkur smærri verk þar undir.
Í lögum um opinber innkaup (1.
mgr, 23. gr.) segir að; „Öll innkaup
opinberra aðila á vörum og þjón
ustu yfir 15.500.000 kr. og verkum
yfir 49.000.000 kr. skal bjóða út
og gera í samræmi við þau inn
kaupaferli sem nánar er kveðið á
um í IV. kafla.“ Þá segir enn fremur
(í 4. mgr, 25. gr.) að; „Óheim
ilt er að skipta upp verki eða inn
kaupum á vöru og/eða þjónustu í
því skyni að innkaup verði undir
viðmiðunarfjárhæðum, nema slíkt
sé réttlætanlegt á grundvelli hlut
lægra ástæðna”.
Jens segir það vera sjálfsagt að
ákveðin stór verk séu boðin út, þar
sem Ísland er á evrópska efnahags
svæðinu. „En síðan heyrum við af
því að annar verktaki sé búinn að
vinna fyrir Skógræktina fyrir upp
hæð sem nemur 26 milljónum og
það var aldrei hringt í okkur og
verkin voru aldrei boðin út, en
Skógræktin veit svo sem hvaða
verðmiða við erum með,“ segir
Jens en hann og Guðmundur eru
þessa dagana í viðræðum við Skóg
ræktina um hvort forsenda sé fyrir
einhvers konar áframhaldandi sam
starfi. „Við erum að ræða saman en
það er vissulega svo að traustið er
laskað. Það að eiga þessar vélar og
þurfa að leggja á sig löng ferðalög
og fleira til þess að skila sinni vinnu,
maður nennir ekki að standa í þessu
þegar maður fær svona blauta tusku
í andlitið,“ segir Jens.
Þegar frost er í jörðu
Þeir Jens og Guðmundur segj
ast alla jafnan hafa næg verkefni í
annars konar verktöku. Þeir ákváðu
að kaupa skógarhöggsvélarnar til
þess að hafa verk í hendi sér yfir
háveturinn þegar lítið er að gera í
annarri verktöku á meðan frost er
í jörðu en þá er einmitt æskilegast
að fella tré. Svo hafi þeir reyndar
þurft að hliðra til og fresta öðrum
verkum til þess að koma til móts
við Skógræktina í sambandi við
grisjun. „Til dæmis núna í ágúst
þegar það er háannatími hjá okkur
í öðrum verkefnum, þá þurftum við
að hlaupa til og koma til móts við
Skógræktina því það þurfti að grisja
einmitt þá,“ segir Guðmundur.
Í öðrum löndum þar sem skóg
rækt er mikil er grisjun hætt yfir
sumartímann m.a. vegna hættu á
gróðureldum og sveppamyndun.
Erlendu verktakarnir á vegum
Tandrabergs virðast því hafa komið
til Íslands einmitt á þeim tíma þegar
engin vélgrisjun er í gangi erlendis
vegna tíðarfars en samkvæmt heim
ildum Skessuhorns komu þær til
landsins um miðjan apríl og hófu
fljótlega grisjun.
Enn fremur hefur Skessuhorn
heimildir fyrir því að fyrsta verk vél
anna hafi verið að grisja í skógarreit
á Höfða en fljótlega hafi þar þurft
frá að hverfa vegna bleytu. Höfði er
ríkisjörð og á henni er skógarreitur
sem er í umdæmi Þjóðskógarins á
Hallormsstað, ábúandi á Höfða er
Þröstur Eysteinsson skógræktar
stjóri. Þá eiga vélarnar, skv. heim
ildum Skessuhorns að hafa farið á
Vallarnes og þaðan út á Klaustur og
Buðlungarvelli og svo í Hafursá/
Freyshóla og yfir í Mjóanes. Að
Vallarnesi undanskildu, sem er
bændaskógur, falla allir þessir reitir
í umhirðu Skógræktarinnar á Hall
ormsstað.
„Vill Skógræktin sem
slík hafa svona vélar
á Íslandi eða ekki“
„Það koma og fara skip í hverri
viku,“ segir Jens þegar blaðamaður
spyr hann um framhald málsins.
„Fyrst Skógræktin hefur núna not
ast við erlenda verktaka af hverju
ættu þeir ekki að gera það aftur?
Við höfum ekkert við vélarnar að
gera ef þær standa verklausar og
skila okkur ekki tekjum. Það eina
í stöðunni fyrir okkur er eiginlega
að selja tækin úr landi því eflaust
finnst enginn hér á landi til að gera
út svona sérhæfð tæki,“ segir Jens.
Þá gagnrýnir hann að Skógræktin
prufi að skipta við erlenda atvinnu
menn í vélgrisjun til að bera saman
við verk þeirra sjálfra. Það sjái það
hver maður að menn sem hafa
menntun og atvinnu af vélgrisjun
árið um kring í stórum skógum
erlendis séu ekki samanburðarhæfir
áhugamönnum á Íslandi sem hafi
samanlagt fimm mánaða heildar
reynslu af skógarhöggi. „Vill Skóg
ræktin sem slík hafa svona vélar
á Íslandi eða ekki, það er spurn
ingin,“ segir Jens að lokum.
gbþ
Sprungur eru í viðnum vegna hraðrar þurrkunar í stæðu eftir að hann var felldur í
sumar, en sumrin eru sá tími sem síst ætti að fella tré.
Nýleg loftmynd af Klaustri. Ofan við útihúsin sjást tveir stórir staflar með drumb-
um sem samtals eru um 500 m3.
Stafli af trjádrumbum á Klaustri. Þar
hefur viðurinn staðið í stæðum frá því
hann var felldur fyrri part sumars.