Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 202220
Dalamennirnir Jens Líndal og Guð
mundur Geirsson fjárfestu vorið
2021 í tveimur skógarhöggsvélum
og hófu rekstur þeirra. Forsenda
þeirra kaupa var verksamningur
fyrri eiganda við Skógræktina um
grisjun í Þjóðskógum. Jens og
Guðmundur skrifuðu undir slíkan
samning við Skógræktina í júní
2021 en hann kveður á um að þeir
taki að sér grisjun í Þjóðskógum
Skógræktarinnar til þriggja ára.
Nú í sumar átti Skógræktin hins
vegar viðskipti við erlenda verktaka
á vegum fyrirtækis ins Tandrabergs
ehf. sem grisjuðu fyrir Skógræktina
nokkra reiti í Þjóðskógum austur á
Héraði. Jens og Guðmundur gagn
rýna að Skógræktin hafi ekki sagt
þeim frá því að hún væri að kaupa
grisjunarþjónustu af öðrum verk
tökum, en þeir heyrðu af því frá
þriðja aðila. Það magn sem verk
takar Tandrabergs hafa grisjað
fyrir Skógræktina nú í sumar er
samkvæmt heimildum Skessu
horns u.þ.b. tvöfalt meira en hefur
verið grisjað á Íslandi árlega síð
ustu ár. Svar Skógræktarinnar til
Jens og Guðmundar er það að
ákveðið var að ráðast í grisjun í
þessum Þjóðskógum, vegna þess
að skógarhöggsvélarnar voru á
staðnum og voru verklausar. Lög
fræðingur Jens og Guðmundar
hefur nú sett sig í samband við
Skógræktina með það fyrir augum
að segja upp þeirra samningi og er
það í ferli.
Gremo
skógarhöggsvélar
Jens og Guðmundur keyptu árið
2021 Gremo 1050h og 1050f
skógarhöggsvélar sem notaðar
eru til að grisja skóga, en það eru
einu sérhæfðu skógarhöggsvél
arnar á landinu í eigu Íslendinga.
Vélarnar keyptu þeir af fyrirtæk
inu 7, 9, 13 ehf. sem er í eigu Krist
jáns Más Magnússonar, skógar
bónda á StóraSteinsvaði. Krist
ján flutti 1050h vélina inn vorið
2014 og segir í frétt á vef Lands
samtaka Skógarbænda, frá maí
2019, að það hafi verið gert í sam
ráði við Skógrækt ríkisins því fyrir
séð var að umfangsmikil vinna biði
þá í skógum sem beðið hefðu grisj
unar vegna þess að ekki borgaði
sig að vinna þau verk með keðju
sögum. Í fréttinni segir jafnframt
að sagaðir hafi verið um 15002000
rúmmetrar á hverju ári frá því vél
arnar voru fluttar inn en þegar talað
er um afköst í grisjun er notast við
mælieininguna rúmmetra. Þá er átt
við samanlagt rúmmál trjábola sem
eru felldir.
Í frétt á vef Skógræktarinnar
frá 3. apríl 2014 segir að næg
verkefni séu framundan fyrir
skógarhöggsvélina (1050h) og; má
segja að samkomulag liggi fyrir um
verkefnin næstu fimm árin. Skrif
legur samningur hefur verið gerður
við Skógrækt ríkisins til þriggja ára
sem var forsenda þess að hægt væri
að ráðast í kaup á vélinni. Þá segir
að vélin verði líklega á ferð um
landið, stór grisjunarverkefni liggi
fyrir í Skorradal, á Norðurlandi og
víðar. Þessi stóru grisjunarverkefni
hafa þó látið bíða eftir sér því að frá
því vélarnar komu til landsins hafa
þær einungis grisjað þessa u.þ.b.
2.000 m3 á ári.
Verktaki tekur að
sér grisjun í skógum
verkkaupa
Áður en Jens og Guðmundur festu
kaup á vélunum var Kristján, fyrri
eigandi þeirra, sá eini sem kunni
á þær. Í framhaldi af kaupunum
gengu þeir að samningaborði við
Skógræktina, inn í svipaðan samn
ing og 7, 9, 13 ehf. hafði haft um
grisjun í Þjóðskógum Skógræktar
innar. Í 1. gr þess samnings segir:
„Verktaki tekur að sér grisjun í
skógum verkkaupa... gera skal sér
stakt fylgiskjal fyrir hvert verk.
Verk getur innihaldið einn eða fleiri
skógarreiti innan sama landsvæðis
og flutning skógarhöggsvélar milli
landshluta,“ og er samningurinn í
gildi til ársloka 2024. Þá segir í 2.
gr. samningsins að forsenda hans sé
sú að kaupandi sé að timbrinu.
Varaðir við því
að lítið væri fyrir
vélarnar að gera
Nú í sumar fengu Jens og Guð
mundur þær fréttir frá þriðja aðila
að stórt grisjunarverk væri í gangi
í Þjóðskógum austur á Héraði, en
þeir höfðu ekki heyrt af því frá
Skógræktinni að fyrirhugað væri
að grisja þar. „Þegar við heyrum af
þessu þá hringi ég í Hrein Óskars
son, sviðsstjóra hjá Skógræktinni
og Jens hringir í Gunnlaug Guð
jónsson, sviðsstjóra, og þeir stað
festa það við okkur að það sé grisj
unarverk í gangi á Héraði,“ segir
Guðmundur í samtali við Skessu
horn og bætir við: „Þegar við
kaupum vélarnar 2021 þá var búið
að vara okkur við því að það væri
ekki mikið að gera, því síðustu ár
hafa bara verið grisjaðir um 2.000
m3 á ári í Þjóðskógum“ segir Guð
mundur en samkvæmt heimildum
Skessuhorns hefur fyrirtækið
Tandraberg ehf. grisjað um 3.500
m3 í Þjóðskógum Skógræktar
innar á þessu ári, fyrir u.þ.b. 26
milljónir króna. Í fyrra unnu Jens
og Guðmundur fyrir Skógræktina
fyrir u.þ.b. 9 m.kr. Þá segir Jens að
þeir Guðmundur hafi handsalað
samkomulag við Gunnlaug Guð
jónsson, sviðsstjóra hjá Skógrækt
inni, um að þeir fengju þá vinnu
sem til félli af því það er svo lítil
vinna við grisjun í Þjóðskógum
að það er enginn biti til að rífast
um. „Það er í raun ekki forsvaran
legt að reyna að byggja upp þessa
atvinnugrein á Íslandi með þetta
dýr og mikil tæki og fyrir ekki
meiri vinnu,“ segir Jens og bætir
við að þeir þurfi að eiga tækin og
halda þeim við hvort sem það er
vinnu að fá þetta árið eða ekki. Þá
má nefna að nývirði sambærilegra
tækja og um ræðir hér er saman
lagt 143 m.kr. með vsk. en Jens
fékk nýlega verð í slík tæki og segir
hann það gefa augaleið að langan
tíma taki að láta slíkar vélar vinna
upp í kaupverðið.
Hafa gaman af vélum
Jens og Guðmundur sinna
annars konar verktöku samhliða
vélgrisjun inni. Guðmundur hefur
til að mynda unnið fyrir Skógrækt
ina í jarðverktöku síðastliðin tíu
ár og segist hafa átt gott samstarf
við marga starfsmenn Skógræktar
innar. Þar sé gott fólk sem vill vel
og vinni ötult starf í þágu skóg
ræktar hér á landi.
Báðir hafa þeir gaman af vélum
og tækjum og segir Jens að þeir
hafi því séð tækifæri í því að
kaupa þessar skógarhöggsvélar þar
sem þeir gætu líklega að mestu
viðhaldið þeim sjálfir og lært á þær.
„Við ætluðum að láta þetta ganga
ef vélarnar fengju þessa litlu grisjun
sem til félli árlega og miðað við
umræður í þjóðfélaginu um upp
byggingu í skógrækt bundum við
auðvitað vonir við að verkefnunum
myndi fjölga. Þá héldum við auð
vitað líka að Skógræktin myndi
styðja við uppbyggingu á íslenskri
verktöku í vélgrisjun,“ segir Jens
en þeir Guðmundur töldu sig hafa
ákveðna tryggingu með sínum
verksamningi við Skógræktina sem
hafi svo ekki verið raunin.
Þeirra vélar voru
á Austurlandi
fyrir ári síðan
Þann 6. október síðastliðinn fengu
Guðmundur og Jens fund með
Skógræktinni í gegnum Teams og
það voru Þröstur Eysteinsson skóg
ræktarstjóri og Hreinn Óskarsson
sviðsstjóri sem funduðu með þeim.
„Á þessum fundi tilkynnti Þröstur
okkur það að ef þessar vélar hefðu
ekki komið að utan þá hefði ekki
verið höggvið á Austurlandi, þótt
okkar vélar væru innan við 300 km í
burtu,“ segir Guðmundur. Þá segir
Jens að vélar þeirra Guðmundar
hafi verið á Austurlandi fyrir ári
síðan og þá hafi verið alveg sama
Forsendur grisjunarverktaka í Dölum eru brostnar
Telja Skógræktina ekki hafa staðið við gerðan verksamning
Guðmundur Geirsson og Jens Líndal.
Jens við vélgrisjun á Gremo 1050h.
Hér eru skógarhöggsvélar Guðmundar og Jens.