Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2022 31
ÍA og ÍBV áttust við í fjórðu
umferð í úrslitakeppni í neðri hluta
Bestu deildar karla í knattspyrnu
á laugardaginn og fór leikurinn
fram á Akranesvelli. Eyjamenn
komust yfir strax á fjórðu mínútu
þegar Felix Örn Friðriksson hamr
aði boltann í slána og inn eftir að
hafa farið illa með varnarmann ÍA.
Viktor Jónsson fékk síðan dauða
færi nokkru síðar þegar hann var
einn á auðum sjó en skaut beint á
markmann ÍBV. Rétt fyrir hálfleik
skullu þeir Viktor og Jón Ingason
harkalega saman á miðjum velli og
steinlágu báðir á eftir. Jón var tek
inn af velli en Viktor slapp með
skrekkinn og hélt leik áfram.
ÍBV komst síðan í tveggja marka
forystu snemma í síðari hálf
leik þegar Breki Ómarsson skall
aði boltann auðveldlega í mark
Skagamanna og gestirnir komnir í
góða stöðu. Á 72. mínútu minnk
aði Viktor muninn fyrir ÍA þegar
hann skallaði fyrirgjöf Hlyns Sæv
ars Jónssonar yfir markmann ÍBV
og í netið og aðeins tveimur mín
útum síðar var staðan orðin jöfn.
Johannes Vall átti þá sendingu
fyrir markið þar sem Viktor kiksaði
boltann yfir sig sem síðan barst til
varamannsins Ármanns Inga Finn
bogasonar sem negldi honum í
nærhornið. Eftir þetta fengu bæði
lið fjölmörg færi til að gera út um
leikinn en nýttu þau ekki og allt
útlit fyrir jafntefli. En á lokamín
útu leiksins kom sigurmarkið. Eftir
hornspyrnu skallaði títtnefndur
Viktor Jónsson boltann fyrir
markið og Hlynur Sævar náði síðan
að nikka honum í netið, lokatölur
32 fyrir ÍA í skemmtilegum leik.
Þegar ein umferð er eftir af
Íslandsmótinu eru Skagamenn
næst neðstir með 22 stig en Leiknir
er fallinn í Lengjudeildina með 21
stig. ÍA fylgir þeim þangað nánast
örugglega því þeir mæta FH í síð
ustu umferðinni sem er með 25
stig og þurfa Skagamenn að vinna
þann leik með minnst tíu marka
mun til að sleppa við fall. Leikur
FH og ÍA verður næsta laugardag
á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði og
hefst klukkan 13.
vaks
ÍA og Ármann mættust í 1. deild
karla í körfuknattleik á föstudags
kvöldið og fór leikurinn fram í
íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Fyrsti leikhluti var nánast jafn á
öllum tölum en Ármann átti síð
asta orðið undir lokin og skoraði
átta stig gegn engu stigi ÍA, staðan
20:29 þegar heyrðist í bjöllunni. Í
öðrum leikhluta voru Skagamenn
alls ekki með á nótunum og voru
komnir sextán stigum undir um
miðjan leikhlutann. Þeir skoruðu
ekki nema sjö stig í honum öllum
og staðan í hálfleik 27:49 Ármanni
í vil.
Í þriðja leikhluta náðu Skaga
menn aftur áttum þó þeir næðu ekki
að minnka muninn að neinu ráði
því bæði lið skoruðu 24 stig í leik
hlutanum, staðan 51:73 fyrir fjórða
og síðasta leikhluta. Um miðjan
leikhlutann var ljóst að Skagamenn
voru ekki að ná að koma til baka því
þá var munurinn orðinn 31 stig og
gestirnir ekkert á því að gefa eftir
að neinu ráði. Þeir sigldu sigrinum
án vandræða í heimahöfn og upp
skáru stórsigur, lokatölur 66:97
fyrir Ármanni.
Stigahæstir hjá ÍA voru þeir Jalen
Dupree sem var með 16 stig og
11 fráköst, Gabriel Adersteg var
einnig með 16 stig og Davíð Alex
ander Magnússon með 10 stig. Hjá
Ármanni var William Thompson
með 20 stig og 11 fráköst, Egill Jón
Agnarsson með 20 stig og Austin
Bracey með 19 stig.
Næsti leikur ÍA er á móti Fjölni
næsta föstudag í Dalhúsum í
Grafar vogi og hefst klukkan 19.15.
vaks
Hrunamenn tóku á móti
Skallagrímsmönnum í 1. deild karla
í körfuknattleik á föstudagskvöldið
og fór leikurinn fram í Gróðurhús
inu á Flúðum. Jafnt var á flestum
tölum fyrstu mínútur leiksins en
Skallagrímsmenn náðu síðan 0:7
kafla og staðan 11:20 eftir rúman
fimm mínútna leik. Hrunamenn
náðu síðan að koma til baka og
minnka muninn í fjögur stig áður
en gestirnir tóku annan sprett og
staðan 23:29 við lok fyrsta leikhluta.
Hrunamenn hresstust í öðrum leik
hluta og minnkuðu muninn í tvö
stig fljótlega en Skallagrímur náði þá
góðum kafla og jók muninn í tíu stig
þegar nálgaðist hálfleikinn. Heima
menn voru ekki alveg á því að missa
gestina of langt frá sér og staðan í
hálfleik, 47:54 fyrir Skallagrími.
Hrunamenn héldu áfram að
herja á Skallagrímsmenn í þriðja
leikhluta og náðu forystu eftir
tæpar fimm mínútur, staðan 65:64.
Liðin skiptust síðan á að ná for
ystu, staðan 75:76 fyrir gestunum
þegar flautan gall og allt útlit fyrir
spennandi lokahluta leiksins. En
svo varð raunin ekki því verulega
dró af heimamönnum, sérstaklega
í sókninni þar sem sendingar fóru
að mis takast og skotin að geiga.
Skallagrímsmenn gengu á lagið,
hittu vel utan af velli og gengu frá
leiknum seinni hlutann. Á síðustu
tæpum þremur mínútum leiksins
skoruðu þeir 14 stig gegn aðeins
þremur stigum Hrunamanna og
unnu að lokum nokkuð öruggan
sigur, lokatölur 94:113 Skallagrími
í vil.
Hjá Skallagrími var Keith
Jordan Jr. öflugur með 34 stig, 10
stoðsendingar, 9 fráköst og fiskaði
9 villur. Þá átti Björgvin Haf
þór Ríkharðsson stórleik með 29
stig og 14 fráköst og Davíð Guð
mundsson var með 18 stig en hann
hitti úr 6 þriggja stiga skotum úr
7 tilraunum. Hjá Hrunamönnum
var Ahmad Gilbert með 32 stig og
15 fráköst, Samuel Burt með 25
stig og Eyþór Orri Árnason með
14 stig.
Næsti leikur Skallagríms í
deildinni er gegn liði Hamars næsta
föstudag í Fjósinu í Borgarnesi og
hefst klukkan 19.15.
vaks
Skallagrímur með
þriðja sigurinn í röð
Skagamenn unnu sigur í síðasta heimaleik sumarsins
Viktor Jónsson skoraði eitt og lagði upp tvö á móti ÍBV. Hér í leik gegn Fram fyrr í sumar. Ljósm. Lárus Árni Wöhler
Skallagrímur er kominn í þriðja sætið ásamt Ármanni og Hamar. Ljósm. glh
Skagamenn töpuðu
stórt gegn Ármanni
Jalen Dupree var stigahæstur hjá ÍA í leiknum. Hér í leik gegn Hamri. Ljósm. vaks