Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 20228 Ekið á hross AKRANES: Á þriðju­ dagskvöld í liðinni viku var hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt að ekið hefði verið á hross á Akranesvegi. Til­ drögin voru þau að hross hafði sloppið úr beitarhólfi upp á veg í myrkrinu. Öku­ maður bifreiðar sá ekki hrossið, ók á það og drapst hrossið við áreksturinn. Ökumaður og farþegi voru í öryggisbeltum og bifreiðin á löglegum hraða, að sögn lögreglu. Bifreiðin skemmd­ ist mjög mikið og var hún flutt af vettvangi með krana­ bíl. Ökumaðurinn og far­ þeginn fóru á HVE til nánari skoðunar. -vaks Með barn í fanginu við akstur BORGARFJ: Síðast­ liðinn laugardag voru lög­ reglumenn við eftirlit í Skorradalshreppi þegar þeir sáu ökumann bifreiðar með barn í fanginu án öryggis­ beltis og annars varnar­ búnaðar. Var ökumaðurinn stöðvaður og á hann von á 20 þúsund króna sekt fyrir athæfið. -vaks Ekið á barn við gangbraut AKRANES: Á mánudags­ morgun var ekið á dreng á hjóli við Espigrund á Akra­ nesi, en hann var á leið í skól­ ann. Ökumaður bifreiðar hafði stöðvað við gangbraut og var í þann mund að taka af stað aftur þegar drengur­ inn hjólaði beint fyrir bílinn. Drengurinn slapp ómeiddur en ökumaður var í talsverðu uppnámi eftir óhappið. -vaks Augnlæknir og leghálsskimun DALIR: Guðrún J. Guðmunds dóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðar­ dal á morgun, fimmtudaginn 27. október. Þá verður skimun fyrir leghálskrabba­ meini á heilsugæslunni í Búðardal þann 1. nóvember. Konur sem hafa fengið boðs­ bréf eru hvattar til að panta tíma í móttöku heilsugæsl­ unnar. -gbþ Aflatölur fyrir Vesturland 15. – 21. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 12.422 kg. Mestur afli: Ísak AK: 9.090 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 91.391 kg. Mestur afli: Kristinn HU: 58.575 kg í sex róðrum. Grundarfjörður: 13 bátar. Heildarlöndun: 599.095 kg. Mestur afli: Viðey RE: 152.345 kg í einni löndun. Ólafsvík: 12 bátar. Heildarlöndun: 154.763 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 37.152 kg í tveimur róðrum. Rif: 15 bátar. Heildarlöndun: 516.945 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 96.195 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 15.970 kg. Mestur afli: Bára SH: 8.134 kg í þremur löndunum. 1. Viðey RE – GRU: 152.345 kg. 18. október. 2. Tjaldur SH – RIF: 96.195 kg. 17. október. 3. Rifsnes SH – RIF: 94.112 kg. 16. október. 4. Akurey AK – GRU: 77.226 kg. 20. október. 5. Valdimar GK – GRU: 75.955 kg. 17. október. -sþ Sæferðir í Stykkishólmi greina frá því á heimasíðu sinni að Jóhanna Ósk Halldórsdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri fyrir­ tækisins. Tekur hún við starfinu af Gunnlaugi Grettissyni sem sinnt hefur starfinu síðustu ár. Jóhanna Ósk er viðskiptafræðingur frá Háskólan um á Bifröst. Hún tók við stöðu svæðisstjóra Eimskips á Vest­ fjörðum fyrr á árinu og mun gegna því starfi áfram. Áður starfaði Jóhanna Ósk hjá fiskeldisfyrirtækinu Hábrún sem er með aðsetur á Ísafirði. Hún þekkir því sjávarútveginn á Vestfjörðum vel. „Siglingar ferjunnar Baldurs eru mikilvægur hlekkur í almennings­ samgöngum á svæðinu og er mikill fengur að því að fá Jóhönnu í þetta verkefni og þannig samþætta enn betur alla starfsemi á Vestfjörðum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Sæferðir eru í eigu Eimskips. Gunnlaugur Grettisson hefur verið framkvæmdastjóri þar síð­ ustu ár en er nú framkvæmdastjóri Eimskips í Svíþjóð með aðsetur í Helsingborg. Sæferðir reka tvö skip í siglingum á Breiðafirði, annars vegar ferjuna Baldur, sem siglir milli Stykkishólms og Brjáns­ lækjar með viðkomu í Flat ey, og hins vegar Særúnu, sem notuð er í skoðunarferðum um Breiðafjörð. gj Eins og fram hefur komið hafa Baader Ísland og Skaginn 3X sam­ einað krafta sína á Íslandi. Verða starfsstöðvar fyrirtækisins allar reknar undir nafni Baader frá og með næstu áramótum, þar með talið á Akranesi. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Karl Ásgeirsson hefur tekið við sem viðskiptastjóri Baader á Íslands­ markaði og verður sem slíkur aðal tengiliður við íslenskar vinnslur. Hann tekur við starfi Jochums Ulrikssonar sem látið hefur af störfum hjá fyrirtækinu. Karl hefur unnið hjá Skaganum 3X í yfir 15 ár. Í tilkynningu frá fyrir tækinu kemur fram að reynsla Karls af íslenskum sjávarútvegi gefi honum góða innsýn í þær áskor­ anir sem innlendir vinnsluaðilar standa frammi fyrir. Hann gjör­ þekkir vinnslulausnir Skagans 3X og Baader og hvernig þær geta skilað útvegs aðilum meiri vinnsluhraða, betri nýtingu og aukinni framlegð. gj Matvælastofnun (MAST) hefur birt á heimasíðu sinni tilkynningu er varðar dýraníðsmálið sem upp kom í Borgarfirði fyrir skömmu. Um tveir mánuðir eru liðnir frá því fyrst var vakin athygli á málinu í fjölmiðlum. MAST hefur nú sent frá sér til­ kynningu um málið með yfir­ skriftinni „Vörslusvipting hrossa vegna vanfóðrunar og vanhirðu.“ Þar segir að við eftirlit stofnunar­ innar með hrossahópi á Vestur­ landi sem metinn var í viðkvæmu ástandi hafi komið í ljós að kröfum um fóðrun samhliða beit hafði ekki verið sinnt sem skildi. Stofn­ unin sendi umráðamanni hross­ anna tilkynningu um vörslusvipt­ ingu mánudaginn 17. október og kom hún til framkvæmdar þriðju­ daginn 18. október, með aðstoð lögreglu. Hrossin voru þá skoðuð ítarlega og holdstiguð. Stofnunin mat ástand 13 þeirra það alvarlegt að aðgerðir þyldu ekki bið. Þessi hross voru verulega aflögð auk þess sem nokkur þeirra voru gengin úr hárum. Að teknu tilliti til árstíma var tekin sú ákvörðun að senda tólf hross samdægurs í sláturhús en eitt var aflífað á staðnum. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráða­ manns. Tíu þeirra voru þó enn metin í viðkvæmu ástandi og skyldu njóta sérstakrar umhirðu. Málið er því enn til meðferðar hjá stofnun­ inni þar sem kröfum um úrbætur verður fylgt eftir. Starfshættir MAST til skoðunar Steinunn Árnadóttir hestakona í Borgarnesi vakti upphaflega máls á óverjandi aðbúnaði hrossanna sem hér um ræðir í lok ágúst síð­ astliðins og hefur fylgt því máli vel eftir, einnig gagnvart MAST sem nú sætir frumkvæðisrann­ sókn á starfsháttum í kjölfar sterk­ rar gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist nógu hratt og faglega við í þessu tiltekna máli. Fram hefur komið af hálfu MAST að stofnunin taki dýravelferðarmál alvarlega og þau séu sett hratt og örugglega í farveg. gj/ Ljósm. sá. Jóhanna Ósk ráðin framkvæmdastjóri Sæferða Frá Stykkishólmi. Baldur við bryggju. Ljósm. gj. Karl Ásgeirsson tekur við sem viðskiptastjóri Baader Karl tekur við góðu búi úr hendi Jochums Ulrikssonar sem látið hefur af störfum. Matvælastofnun tók til aðgerða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.