Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2022 25 Bjarni Guðmundsson prófessor og fyrrum kennari við Landbúnaðar­ háskóla Íslands á Hvanneyri hefur á liðnum árum skrifað fjölda bóka um sitthvað sem tengist íslenskum landbúnaði; sögu búskapar og bútækni. Hefur hann með vinnu sinni náð að skrá fjölmargar heim­ ildir sem hætt er við að ella hefðu glatast. En nú á fyrsta degi vetrar varpaði hann á veraldarvefinn nýj­ ustu afurð sinni, sem því er ekki áþreifanleg líkt og fyrri bækur hans, gefur út rafbók sem öllum tölvu­ og símatengdum er aðgengi­ leg án endurgjalds. Rafbók Bjarna nefnist „Hvann­ eyrar­pistlar Bjarna Guðmunds­ sonar: þættir um sögu og þróun byggðarhverfis og búnaðarskóla.“ Eins og titillinn ber með sér skráir Bjarni þarna ýmsar heimildir sem hann hefur safnað í áranna rás og tengjast Hvanneyri með einum eða öðrum hætti, en að Hvanneyri kom hann fyrst sem nemandi haustið 1961, eða fyrir réttu 61 ári. Pistlana brýtur Þórunn Edda dóttir hans um í rafbókarformið. Þarna eru samankomnar á liðlega 180 síðum, skreyttar allmörgum ljósmyndum og teikningum, greinar sem allir sem hafa áhuga á Hvanneyri og sögu staðarins geta fært sér í nyt, lesið í bútum milli mjalta og messu, eða í einni beit; allt eftir behag. „Nú ætla ég að bjóða þeim vinum mínum, sem um hann sig kæra, aðgang að bók, sem hjá mér hefur orðið til á all­löngum tíma. Uppátækið er dálítil tilraun mín í anda tímanna til rafrænnar útgáfu bókarefnis sem ólíklegt er að hafi mjög almenna skírskotun,“ skrifaði Bjarni þegar hann fylgdi nýjustu afurð sinni úr hlaði á björtum fyrsta vetrardegi. Rafbókin Hvanneyrar­ ­pistlar Bjarna Guðmundssonar: þættir um sögu og þróun byggðar­ hverfis og búnaðarskóla liggur á vefslóðinni; issuu.com/bjgudm mm Í ár verða í fyrsta sinn haldnir Hall­ grímsdagar í Saurbæ í Hvalfirði. Þá verður menningardagskrá í Hall­ grímskirkju í Saurbæ dagana 27. ­30. október, í tilefni af ártíð Hall­ gríms Péturssonar (1614 – 1674) en dánardagur hans er 27. október. Ekki er vitað með vissu hver er fæðingardagur Hallgríms og því fær dánardagur hans enn meira vægi. 27. október í fyrra var fræðslu­ skilti um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur, konu hans, afhjúpað á hlaðinu í Saurbæ. Margrét Bóasdóttir, söngmála­ stjóri Þjóðkirkjunnar og ábúandi í Saurbæ segir að í kjölfarið á því hafi komið upp sú hugmynd að vera með árlega dagskrá í kirkjunni, í kringum þennan dag. „Við ræddum það, sóknarnefndin og prestarnir, að það væri ánægjulegt að nota fleiri tækifæri til að halda minningu Hall­ gríms á lofti og þá lagði ég til hvort við ættum ekki að stefna að því að vera með árlega dagskrá í kringum þennan dag. Núna erum við svo að gera þetta í fyrsta sinn og ætlum að láta þetta heita Hallgrímsdaga, eða jafn vel Hallgrímsdaga að hausti,“ segir Margrét og bætir við að Hall­ grímsdagar að hausti sé jafn vel betra heiti því að í Dymbilviku er einnig dagskrá og á Föstudaginn langa eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir í heild sinni, það séu því fleiri dagar á ári þar sem Hallgríms er minnst. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín vinnur nú að því að rita ævisögu Hallgríms og mun hann lesa upp úr óbirtu verki sínu á fimmtudags­ kvöldið 27. október og svara spurn­ ingum. Þá mun Benedikt Kristjáns­ son tenór syngja einsöng og einnig með kirkjukór Saurbæjarprestakalls hins forna þar sem Zsuzsanna Budai er stjórnandi. Á laugardaginn kl. 16 verða tón­ leikar í kirkjunni, þar er það tríóið Sírajón sem mun flytja íslenska og erlenda tónlist. Tríóið skipa Laufey Sigurðardóttir á fiðlu, Einar Jóhannesson á klarinett og Anna Áslaug Ragnarsdóttir á píanó. „Nafnið á tríóinu er tilkomið af því að þau þrjú eru öll afkomendur séra Jóns í Reykjahlíð, það er mjög skemmtilegt og munu þau að spila í um klukkustund,“ segir Mar­ grét. Aðgangseyrir á tónleikana eru 2.500 krónur. Á sunnudaginn verður svo kvöld­ messa kl. 20.00 þar sem Benedikt Kristjánsson tenór, kór Saurbæjar­ prestakalls og Zsusanna Budai sjá um tónlista. Sr. Kristján Valur Ing­ ólfsson predikar en sr. Þóra Sig­ urðardóttir sér um messuna. gbþ Bjarni gefur út rafbók með pistlum um Hvanneyri Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri. Samsett mynd/ Þórunn Edda Bjarnadóttir. Hallgrímsdagar að hausti haldnir í fyrsta sinn Hallgrímskirkja í Saurbæ. Benedikt Kristjánsson, tenór. Kór Saurbæjarprestakalls.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.