Fréttablaðið - 12.11.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.11.2022, Blaðsíða 2
Mér fannst þetta bara vera now or never. Sigurður Bjóla Fjörutíu ára fögnuður Prúðbúnir gestir flykktust í gærkvöldi á Gala tónleika í Hörpu þar sem fagnað var fjörutíu ára afmæli Íslensku óperunnar. Þar steig landslið söngvara á svið, meðal annars Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kristján Jóhannsson, og fluttu þekktar perlur ásamt hljómsveit óperunnar. „Það eru allir fullir eftirvæntingar. Þetta verður yndislegt kvöld,“ sagði Níels Thibaud Girerd, kynnir á tónleikunum, stuttu áður en þeir hófust. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sigurður Bjóla og Björgvin Gíslason hafa ekkert að fela. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR Rokkgoðsagnirnar Björgvin Gíslason og Sigurður Bjóla hafa sent frá sér vínylplötuna Jarðarbungu. Þetta er fyrsta sameiginlega plata tónlistar- mannanna tveggja sem hafa fyrir löngu markað djúp spor í íslenska tónlistarsögu. odduraevar@frettabladid.is TÓNLIST „Hann sendi mér hljóðbút úr einu lagi sem var magnaður og við slógum bara til,“ segir Björgvin Gísla- son spurður að því hvernig til kom að hann og Sigurður Bjóla Garðarsson, vinir frá fornu fari, stilltu loksins saman saman strengi sína. Björgvin er einn þekktasti gítarleikari lands- ins og Bjóla varð landsfrægur með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum. „Við erum búnir að þekkjast síðan á áttunda áratugnum en höfðum aldrei gert neitt saman og mér fannst þetta bara vera now or never,“ segir Bjóla. Á plötunni Jarðarbungu eru tíu lög sem Björgvin og Bjóla sömdu í félagi og eru yrkisefnin margvísleg. Þeir fengu svo landslið tónlistarmanna sér til liðsinnis, meðal annars Mug- ison og Dísu Jakobs. Vináttan skín í gegn hjá þeim félögum. „Við settumst niður og fengum okkur kaffibolla hjá Sigga úti á Stokkseyri. Þar horfðum við yfir hafið og það varð eiginlega bara til lag svona,“ segir Björgvin og smellir fingrum. „Þegar svona staður stend- ur til boða þá getur maður eiginlega ekki verið annars staðar en þarna við þessar aðstæður,“ segir Sigurður Bjóla. Platan kemur út í 300 merktum eintökum og er hægt að panta hana hjá þeim félögum á samnefndri vef- síðu plötunnar. „Ég hef aldrei búið til tónlist í neinum öðrum tilgangi en að reyna að búa til eitthvað fallegt og koma einhverju jákvæðu til skila. Það er mótorinn en ekki sölumennskan eða tískustraumar eða að verða frægur,“ segir Sigurður. Björgvin tekur undir: „Við erum náttúrulega ekkert að elta eitt eða neitt.“ Sigurður segir nafn plöt- unnar og titillagið vísa til kjarnans. „Það er boginn, hann tekur stefnu, minnir kannski á kvenlíkamann. Konuna, móðurina, moldina, þetta er kjarninn.“ „Þetta er bara eins og málverk og þú sérð eitthvað út úr því,“ skýtur Björgvin inn í. Þeir félagar hafa þegar hafist handa við gerð næstu plötu enda á sömu bylgjulengd. „Við erum báðir jafn skrítnir,“ segir Björgvin hlæjandi. „Maður stillir sig alltaf inn saman,“ bætir Bjóla við. „Auðvitað skeður það að svo kemur bara í ljós að þessi mynd sem maður hefur gert sér af fólki er bara ekki rétt. Þú hefur ábyggilega komist að því með mig. Þú hefur haldið að það væri eitthvað spunnið í mig en svo bara hefur eitt- hvað annað komið í ljós,“ segir hann hlæjandi við Björgvin. „Ég upplifði þig bara alveg eins og ég ímyndaði mér,“ svarar Björg- vin. „Þegar ég sendi þennan lag- stúf þá hugsaði ég nú: Nei, æi, hann nennir nú aldrei að gera neitt með manni,“ svarar Bjóla Björgvini sem svarar sjálfur til baka: „Það er þessi fílingur, hann getur troðið þessum tjakk upp í rassgatið á sér,“ og hlæja þeir félagar báðir dátt. n Óður tveggja goðsagna í þrjú hundruð eintökum Reiknaðu með meira plássi á rymi.is. Er hilluplássið á þrotum? erlamaria@frettabladid.is SAMFÉLAG Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78, áætlar að samtökin hafi fengið á tólftu milljón króna í styrki frá fyrirtækjum og einkaaðilum und- anfarna mánuði. Í vikunni styrkti bílaumboðið Brimborg samtökin um þrjár milljónir króna. „Þetta er náttúrulega bara algjör lífsbjörg. Við erum félagasamtök og núllið er það sem við horfum á. Allt okkar rekstrarfé er bundið í samningum og verkefnum, bæði við sveitarfélög og ríki. En að fá þessa peninga, þá getum við farið í ein- hver þróunarverkefni, kynningar- starf og sértæk verkefni sem er ekki verið að fjármagna annars staðar frá. Það er algjörlega ómetanlegt.“ Umsvif Samtakanna ‘78 hafa auk- ist til muna síðustu árin. „Við erum að velta yfir 100 millj- ónum á þessu ári, í samanburði við 2016 þegar við veltum 16 millj- ónum. Þetta er náttúrulega orðið miklu stærra batterí og það er bara aukin þjónusta. Þannig að þessir styrkir halda okkur algjörlega á floti,“ segir Daníel. n Hafa fengið á tólftu milljón í fjárstyrki Daníel Arnarson. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR kristinnpall@frettabladid.is ÚKRAÍNA Tímamót urðu í stríðinu í Úkraínu í gær þegar heimamenn náðu borginni Kherson á sitt vald á ný frá Rússum. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og prófess- or í alþjóðastjórnmálum, segir þetta til marks um slæma stöðu herflota Rússa. „Þó að staðan sé enn f lókin er þetta enn eitt áfallið fyrir Rússa í innrásinni. Þetta endurspeglar alla þá veikleika innan rússneska hers- ins sem hafa komið í ljós frá því að innrásin hófst. Það virðist allt vera í lamasessi hjá þeim,“ segir Albert, spurður hvaða þýðingu þessi áfangi hafi. „Við skulum ekki gera lítið úr því að þetta er gríðarlegt áfall fyrir Rússa og framhald á fyrri hrakför,“ segir Albert. SJÁ SÍÐU 14 Enn eitt áfallið fyrir her Rússa   Albert Jónsson er sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum. 2 Fréttir 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.