Fréttablaðið - 12.11.2022, Side 24

Fréttablaðið - 12.11.2022, Side 24
Ólafur Jóhann Ólafsson er maður margra heima. Hann býr erlendis en hefur hugann á Íslandi. Hverfðist í heimi viðskipta en bjó einnig til listrænar veraldir sem heillað hafa lesendur um allan heim. Hann hefur sent frá sér nýja bók og sú síðasta verður brátt að kvikmynd. Sögur Ólafs eru stórar og epískar f rásag nir sem spanna langan tíma, inni- halda litríkar og lifandi persónur og lýsingar af mikilfenglegu landslagi sem flétt- ast við minningar og þrár. Þetta eru sögur sem takast á við það verkefni að túlka mannlegt eðli. „Við mannfólkið erum saman- safn af öllu sem gerist í núinu en það er litað af því sem gerist áður. Þannig erum við samansafn af því sem hefur komið fyrir okkur,“ segir Ólafur Jóhann, en nýjasta bók hans Játning fjallar um ungt fólk sem býr í Austur-Þýskalandi fyrir hrun múrsins og fjallar um þau áhrif sem sá tími og það þjóðfélag hefur á líf þeirra. Í bók Ólafs er það fortíðin, eins og svo oft áður, sem sækir á per- sónur hennar, en í bókinni leggur ljósmyndarinn Elísabet leið sína til Ítalíu til að ljósmynda sofandi smábæi. Sá partur bókarinnar gerist nær nútíðinni en Elísabetu verður litið til baka til tíma sem geymir erfiða og f lókna reynslu á níunda áratugnum. Eitthvað sem hún hefur ekki enn tekist á við. „Það er þannig að þú verður að hafa söguna með í för,“ segir Ólafur, en stórviðburðir mannkynssög- unnar spila oft hlutverk í bókum hans. „Í síðustu bók minni Snert- ingu þá var það atómsprengjan í Hiroshima sem hafði áhrif á sam- band ungs fólks í London seint á sjöunda áratugnum,“ segir hann, en Snerting naut fádæma vinsælda á Íslandi sem og erlendis og verður brátt að kvikmynd í leikstjórn Balt- asars Kormáks. Skeikular minningar Stór þáttur í síðustu tveimur bókum Ólafs eru minningar um eldri tíma. En minningar hafa spilað mikilvægt hlutverk í mörgum verkum hans og segist hann sammála því að angur- vært endurlit til fortíðar sé gjöfult eldsneyti fyrir skáldsögur. En þrátt fyrir að líf okkar saman- standi af minningum og veröld okkar einkennist af þeim, segir Ólafur þær langt í frá fullkomnar. „Já og það er einmitt það sem gerir þær svo skemmtilegar,“ segir hann, en Ólafi þykir áhugaverðast að tefla fram fyrstu persónu frásögnum af persónum sínum. Það form bjóði upp á tilraunir með upplifun, minn- Það sem ég hef áhuga á er mannfólkið Ólafur hefur nú sagt skilið við hraðan heim viðskiptanna og einbeitir sér að lífi sínu sem fjölskyldufaðir og rithöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ragnar Jón Hrólfsson ragnarjon @frettabladid.is ingu og sjálfsmynd þeirra persóna sem birtast í bókunum. „Að hafa sögumann sem segir söguna út frá sjálfum sér. Það sem það gerir er að við verðum að treysta sögumanninum og við fáum óneitanlega betri innsýn inn í það sem fer fram í huga hans en þó alltaf frá sjónarmiði hans,“ segir Ólafur sem telur þetta áhugaverðasta frá- sagnarformið. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég hef gaman af því að nota þessa aðferð er að lesandinn gengur frásagnarhættinum á hönd. Maður byrjar að trúa því sem manni er sagt,“ segir Ólafur, en ekki sé þó alltaf hægt að treysta slíkum sögu- manni. „Ekki það að sögumaður sé af ásettu ráði að blekkja lesanda. Nema auðvitað hann sé að blekkja sjálfan sig eins og við auðvitað gerum öll. Við reynum yfirleitt að hnika hlutunum til svo þeir komi vel út fyrir okkur,“ segir Ólafur, sem telur það erfiðast að horfast í augu við sjálfan sig og sjá þar brotalamir. Fortíð og arfleifð föðurins Bækur Ólafs stökkva oft fram og aftur í tíma og gefum við okkur nú leyfi til að hverfa aftur til for- tíðarinnar, til æsku hans í Reykja- vík. Ólafur sjálfur kemur af skálda- heimili, en faðir hans Ólafur Jóhann Sigurðsson var þekktur höfundur sem meðal annars vann til Norrænu bókmenntaverðlaunanna fyrstur Íslendinga. Ólafur hefur verið opinn með það að hann hafi aldrei staðið í Tökur standa nú yfir á kvikmynd sem byggir á síðustu bók Ólafs, Snert- ingu, í leikstjórn Baltasars Kor- máks. Handrit myndarinnar er skrifað af þeim báðum. MYND/LILJAJÓNS 24 Helgin 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.