Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 26
bókin kom út. Ef þetta er ekki
einsdæmi þá held ég að það séu alla
vega ekki mörg tilfelli sem ég man
eftir í sögunni þar sem þetta gerist
svona hratt. Hann á nú allan heiður
skilinn fyrir það,“ segir Ólafur, en
hann man sterklega eftir því þegar
Baltasar hafði upprunalega sam
band við hann.
„Hann hafði samband við mig
og sagðist vilja gera bíómynd eftir
henni. Ég man vel eftir þessu símtali
þar sem hann sagði mér að ég hefði
haldið vöku fyrir honum þangað
til sjö um morguninn. Hann hafði
verið að leita að svona sögu nokkuð
lengi, en ekki fundið það sem hent
aði eða snerti hann. En hann vildi
ástarsögu sem Snerting einmitt er í
grunninn,“ segir Ólafur.
Oft getur það reynst erfitt fyrir
höfunda að horfa upp á verkin sín
taka breytingum fyrir hvíta tjaldið,
en Ólafur segir að samstarf hans og
Baltasars hafi gengið ótrúlega vel.
„Við unnum mjög vel saman og
við höfum sömu sýn á þetta verk.
Það er verið að færa söguna yfir á
tjald og þá verða menn að hnika
til og sníða hlutina upp á nýtt. En
þegar verið er að hugsa hvað virkar
best og hvað virkar ekki og ekkert
egó er fyrir, þá vinnur besta hug
myndin og hægt er að henda á milli
sín. Þetta hefur verið afskaplega
farsælt samstarf,“ segir Ólafur, sem
enn þá veitir ráðgjöf við ýmis atriði
í myndinni og hefur verið kallaður
til þess að veita innsýn sína í verkið
meðan á tökum stendur.
Heimur viðskiptanna
Ólafur hefur einnig átt farsælan feril
utan ritvallarins en hann fór út í
viðskipti stuttu eftir að hann lauk
námi í Bandaríkjunum frá Brandeis
University í Massachusetts.
„Svo þegar ég er búinn með
námið vildi prófessorinn minn að
ég héldi áfram og kláraði doktors
nám, en ég hafði nú ekki eins mikið
álit á mér sem raunvísindamaður og
hann hafði. Þá var mér boðið fyrir
tilviljun af forstjóra Sony í Banda
ríkjunum að koma í starf,“ segir
Ólafur, en starfið átti eftir að ganga
ansi vel þar sem hann tók meðal
annars þátt í þróun geisladisksins
og notkun hans í tölvum og átti svo
stóran þátt í að þróa fyrstu Play
stationtölvuna.
Viðskiptalífið tók hins vegar mik
inn tíma frá ritstörfum hans og tíma
með fjölskyldunni
„Ég var alltaf að skrifa með á
þessum árum, en sérstaklega á þeim
árum þegar ég var að koma Play
station í gang, þá var bara allt of lítill
tími. Svo eftir að tölvan var komin
út þá vorum við búin að eignast
strákana okkar, í kringum ‘93 og
‘95, en ég var aldrei heima hjá mér,“
segir Ólafur sem sá fram á að hann
kæmi ekki miklu ritstarfi í verk ef
þetta héldi svona áfram.
„Ég sá fram á að ég myndi lítið
skrifa og sjá lítið af fjölskyldunni.
Það gekk auðvitað allt saman mjög
vel og það var mikill gangur, en
síðan fór ég út úr fyrirtækinu árið
1996. Það voru aðstæður þá sem
gerðu mér það auðveldara, þar sem
sá sem réð mig var hættur og mér
fannst ég búinn að vera þarna nógu
lengi, enda búinn að vera þarna í tíu
ár á þeim tíma.“
Breyttur taktur
Ólafur hefur nú sagt skilið við við
skiptin en hann starfaði allt til
ársins 2018 hjá fyrirtækinu Time
Warner, eftir tíma sinn hjá Sony.
Hann segir þó að aðferðir hans við
skrif hafi lítið breyst frá þeim tíma.
„Ég skrifaði alltaf á morgnana og
svo líka um helgar, en núna þarf ég
ekkert að vera að flýta mér klukkan
tíu á skrifstofuna. En ég skrifa samt
ekki lengur en til hádegis. Ég þurreys
mig. Ég er langbestur á morgnana
og held mínu striki. Ég næ svona
þremur til fjórum tímum og þá er
það góður dagur. Það borgar sig alls
ekki að reyna að mjólka þetta eitt
hvað meira. Ég ber virðingu fyrir
þeim sem geta skrifað lengur en ég
er búinn eftir ákveðinn tíma.“
Mannlegt eðli
Ólafur heldur nú ótrauður áfram
ferli sínum rithöfundur, eftir að
hafa sagt skilið við hraðan heim
viðskipta og fjölmiðla. Hann segir
þó að viðfangsefni sitt sé og verði
áfram mannlegt eðli.
„Það sem ég hef áhuga á er mann
fólkið, líf okkar og hvernig við
erum saman sett. Með öllum okkar
kostum og göllum,“ segir Ólafur, en
aðspurður hvort mannlegt eðli hafi
breyst í aldanna rás eða hvort við
séum enn sama fólkið, hefur hann
þetta að segja:
„Mannlegt eðli hefur kannski
lítið breyst, en hegðun okkar hún
breytist með tímanum og þeim
gildum sem eru ríkjandi á hverjum
tíma. Við sjáum það til dæmis í að
það sem er forboðið í dag var ekkert
forboðið fyrir kannski öld síðan. En
við erum til dæmis þannig að þegar
fólk flýgur yfir í annað tímabelti þá
fer að segja til sín ferðaþreyta og
svefnrugl í einhverja daga,“ segir
Ólafur, sem telur mannfólk ekki
endilega tilbúið fyrir nútímann
með allri sinni tækni og þeim hraða
sem honum fylgir.
„Við erum ekkert búin til fyrir
þetta. Tæknin er komin langt fram
úr okkur. Við eigum í raun enn þá
bara að labba. Ef við löbbuðum
til Kaliforníu þá væri ekki neitt
ferðarugl og f lugþreyta þegar við
kæmum þangað.“
Ólafur segir að margt af því sem
við upplifum í dag sé komið til
vegna þess að tæknin hafi í raun
tekið fram úr okkur í þróun sinni.
„Það er margt í því sem við erum
ekki búin að venjast líffræðilega.
Því bæði heilinn í okkur og aðrir
líkamshlutar taka engum stökk
breytingum þótt tæknin geri það
og líferni okkar. Við erum alltaf að
fást við þetta frumstæða í mann
legu eðli og þessa togstreitu sem
myndast milli þess og siðmennt
unar. Þetta er kokteill sem er mjög
skemmtilegur fyrir menn sem hafa
áhuga á að skrifa,“ segir Ólafur sem
telur sig ekki þurfa að fara langt
til þess að skapa framandi heima í
skáldsögum sínum.
„Ég þarf í raun ekki að skrifa um
geimverur og fantasíur þar sem það
er nóg af þeim bara í okkur mönn
unum. Við erum nógu skrýtin. Ég
þarf ekki að búa til eitthvað sem
maður sér ekki á götunum,“ segir
Ólafur að lokum. n
Ólafur ásamt Agli Ólafssyni og Baltasar Kormáki, en Egill fer með lykilhlutverk í myndinni. MYND/LILJAJÓNS
Pabbi studdi mig og
hvatti mig áfram þegar
ég byrjaði. Hann hafði
áhrif eins og feður hafa
áhrif á syni sína
almennt, en það var
aldrei verið að ýta mér
út í þetta.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
ét
t t
il l
eið
ré
tti
ng
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð v
er
ð g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fyr
irv
ar
a.
KANARÍ
6. DESEMBER Í 13 NÆTUR
Sól fyrir jól
595 1000 www.heimsferdir.is
153.250
Flug & hótel frá
13 nætur
Fagus ehf. í Þorlákshöfn til sölu
Okkur hefur verið falið að bjóða Fagus ehf. til sölu.
Fagus er þekkt og gott innréttinga fyrirtæki
með gott orðspor og mikla möguleika.
Góður vélakostur
Hagstæð húsaleiga
Stutt frá borginni
Gæti hentað aðilum sem vilja byrja í bransanum eða aðilum
sem sjá hag í að tengja eða sameina þetta við aðra starfsemi
eins og byggingarfélag.
Upplýsingar og fyrirspurnir veitir
Axel S:8601122 eða axel@hegas.is
HEGAS ehf.
...allt fyrir tréiðnaðinn
26 Helgin 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið