Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2022, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 12.11.2022, Qupperneq 36
Naný er matráður á leikskólanum Hagaborg, þar sem hún leggur mikla rækt við matargerðina og vinnur allt frá grunni. Hún nýtir þekkingu sína frá heimalandinu og notar mikið grænmeti og ávexti. Naný segist elska starfið sitt og fær sífellt þakklæti frá börnunum, sem gefa henni myndir eða senda henni skilaboð um góða matinn hennar. Það þykir henni vænt um. „Það er besti maturinn í mínum leikskóla,“ segir hún brosandi og bætir við að það sé svo frábært hversu börnin séu ánægð. „Öll þekkja þau Naný,“ segir hún, en sjálf á hún tvö börn, dóttur og son. Naný var spurð um eftirlætis- matinn í leikskólanum og svaraði að grænmetispasta væri alltaf vin- sælt. „Ég nota eingöngu heilhveiti- pasta, síðan er það dóminískur kjúklingaréttur, karrífiskur og svo bara fiskur í raspi. Ég er óspör á að nota framandi krydd og krökk- unum líkar það,“ segir hún. Sem matráður í eldhúsi er ekki þægilegt að glíma við hárlos. Naný segir að hún hafi verið komin með miklar áhyggjur af því. Hún segist ekki vita ástæðuna en kannski sé það heita vatnið á Íslandi sem hún er óvön og svo veðrabrigðin. „Ég er ekki með neina eina skýringu á þessu,“ segir hún. Fór í prófanahóp Þegar Naný er spurð hvernig hún hafi kynnst Nourkrin, svarar hún: „Ég sá umfjöllun í Fréttablaðinu um góðan árangur hjá notanda Nourkrin og þar stóð að OJK-ÍSAM væri að bjóða fólki í prófanahóp með Nourkrin vörum. Ég ákvað að slá til og var valin í hóp sem í voru átta manns. Ég var forvitin að vita hvort Nourkrin myndi stöðva hárlosið og hjálpa mér með þetta vandamál,“ segir hún. „Ég tek tvær töflur af Nourkrin á dag, eina á morgnana og aðra á kvöldin. Einnig nota ég sjampó og næringu frá sama merki og ég sé hversu miklu minna hár fer í niðurfallið. Það var eiginlega ótrúlegt hversu fljótt ég fann mikinn mun,“ segir hún. „Hárið er allt annað eftir að ég byrjaði að nota þessar vörur, bæði mýkra, þykkara og fallegra,“ segir Naný og er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst Nourkrin. Mælt er með að fólk sem finnur fyrir hárlosi geri eitthvað í því vanda- máli sem fyrst því þá næst besti árangurinn. „Ég er búin að taka Nourkrin í sex mánuði og ætla að halda því eitthvað áfram. Þetta hefur gefið mér svo mikið, erfitt að vera sífellt með áhyggjur,“ segir hún. „Ég mæli með að fólk prófi Nourkrin ef það er að glíma við hárlos og ef hárið er að þynnast. Þetta hjálpar mikið,“ segir hún. Á stóra fjölskyldu í Karíbahafi Naný er alin upp í hitabeltislofts- lagi í Karíbahafinu þar sem alltaf er sól og sumar. Hún segist ekki sakna heimahaganna. Miklu betra sé að búa á Íslandi þótt veðurfar sé annað. Naný kom hingað til lands fyrst til að heimsækja vini sem bjuggu hér. Hún heillaðist strax af landinu og fékk löngun til að setjast hér að. Eftir tvo mánuði á Íslandi var hún komin með vinnu og þá var ekki aftur snúið. Í sumar fór Naný í heimsókn til fjölskyldu sinnar í Dóminíska lýð- veldinu en þá hafði hún ekki hitt hana í sautján ár. Hún á foreldra á lífi sem eru 77 og 85 ára svo það voru fagnaðarfundir þegar dótt- irin kom loks í heimsókn. Naný á tíu systkini svo fjölskyldan er stór. Þótt það hafi verið gaman að koma í heimsókn, segir Naný að hér vilji hún frekar búa. Ástandið er ekkert sérstaklega gott í heimalandinu, fátækt mikil og allt hafi versnað frá því sem áður var. „Hér er ég með skemmtilega vinnu og vil hvergi annars staðar vera,“ segir Naný og upplýsir hlæjandi að hún hafi reyndar aldrei getað vanist því að ganga í sokkum. Nourkrin virkar vel gegn hárlosi Rannsóknir sýna að Nourkrin bætiefnið vinnur gegn hárlosi og stuðlar að eðlilegum hárvaxtar- hring. Hárlos getur haft ýmsar orsakir en Nourkrin nærir hár- sekkina svo þeir geti viðhaldið eðlilegum hárvaxtarhring. Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Naný er vinsæll kokkur í leik- skólanum Haga- borg. Krakkarnir elska matinn, sem hún gerir frá grunni. Svona var hárið á Naný þegar hún fór í prófanahópinn. Og eftir sex mánaða meðferð er það svona. Hár er mikilvægur partur af útliti okkar og sjálfstrausti. Þetta kemur enn frekar fram þegar upp koma hárvandamál eða hármissir og þá gera sérstaklega konur sér enn frekar grein fyrir mikilvægi hársins. Hárvandamál eru algeng en talað er um að allt að 60 prósent kvenna upplifi óeðlilega mikið hárlos einhvern tímann á lífs- leiðinni. Oft er þetta mikið feimnismál og því lítið rætt og reynt að láta sem minnst á því bera. Það er því gaman að geta sagt frá Nourkrin hárbætiefninu, sem hægt er að sýna með klínískum rannsóknum að virki. Byltingarkennt bætiefni Eðlileg hringrás hárvaxtar líkamans kallast hárvaxtar- hringur. Í eðlilegum hárvaxtar- hring eru 85–90% háranna á vaxtarstigi á meðan 10–15% þeirra eru á hvíldarstigi eftir að hafa náð fullum vexti. Þegar hárlos á sér stað brenglast hinn hefðbundni hárvaxtarhringur vegna þess að hársekkirnir fá ekki réttu nær- ingarefnin. Helstu ástæður hárloss eru meðal annars stress, veikindi, sykursýki, lyf, reykingar, með- ganga, fæðing, hármeðhöndlun og fleira. Nourkrin hárbætiefni fyrir konur og karlmenn hefur verið selt á Íslandi síðan 2018, en verið til á heimsvísu síðan 1986 og er margverðlaunað hárbætiefni, það vinsælasta í Bretlandi. Nourkrin hárbætiefnið er 100% lyfjalaust og eina hárbætiefnið sem byggir á fjölda klínískra rannsókna sem birtar hafa verið í ritrýndum vís- indatímaritum. Nourkrin inniheldur hið byltingarkennda Marilex bæti- efni sem er einkaleyfisvarið efni, unnið úr þykkni úr fiskbeinum og inniheldur rétt hlutfall af svoköll- uðum próteóglýkönum, sem næra hársekkina svo þeir geti viðhaldið eðlilegum hárvaxtarhring. Nourkrin er algjörlega öruggt og allir mega nota það, nema þeir sem hafa ofnæmi fyrir fiski og skelfiski, þar á meðal ófrískar konur og konur með barn á brjósti. Hefðbundin meðferð er tvær töflur daglega í sex mánuði. Ástæðan fyrir lengd með ferð- ar innar er sú að það tekur hár- vaxtarhringinn sex mánuði að ná jafnvægi. Hársekkirnir geta verið á misjöfnum stað í sínum hring þegar meðferð hefst og því tekur þetta þennan tíma. Góður árangur í prófun OJK-ÍSAM hefur verið með nokkra prófanahópa fyrir Nourkrin frá því að varan kom á markað. Hárvanda- mál fer ekki í manngreinarálit og í þessum prófanahópum hefur verið fólk á öllum aldri úr mörgum starfs- stéttum þjóðfélagsins. Ástæður hárloss hjá þátttakendum eru misjafnar en flest höfðu glímt við hárlos í töluverðan tíma og prófað margt til að minnka það. Niðurstöður hópanna hafa sýnt að allir þátttakendur fundu mun á hárinu eftir að hafa tekið inn Nourkrin. Helstu ástæður hárloss í þessum hópum eru: n Vanvirkur skjaldkirtill n Sjálfsofnæmi (Alopecia) n Legslímuflakk n Sykursýki 2 n Hjarta- og lungnasjúkdómar n Skortur á B-12 n Gigt n Lyf n Álag, stress Einnig hafa nýleg gögn sýnt fram á að Nourkrin virkar mjög vel á fólk sem hefur lent í hárlosi í kjölfar Covid-19. Á næstunni koma Nourkrin sjampó og Nourkrin hárnæring í sölu í apótekum. Þessar hárvörur gefa hárinu mikið líf og glans. Frábær viðbót með Nourkrin töfl- unum og líka hægt að nota einar og sér. n Nourkrin fæst í öllum helstu apó- tekum. Nánari upplýsingar á isam. is/nourkrin 2 kynningarblað A L LT 12. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.