Fréttablaðið - 12.11.2022, Side 41

Fréttablaðið - 12.11.2022, Side 41
Hjálparsíminn 1717 og netspjall Rauða krossins gegna afar mikilvægu hlut- verki. Þangað leitar fólk á öllum aldri eftir aðstoð á erfiðum tímum. Ekkert vandamál er of lítið eða stórt fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins, en árlega berast kringum fimmtán þúsund erindi til 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg, segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717. „Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alhliða hjálparlína fyrir fólk á öllum aldri. 1717 er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins, og fólk getur talað um allt það sem því liggur á hjarta við hlutlausan aðila. Öll samtölin eru í trúnaði og undir nafnleynd.“ Hún segir 1717 snúast um að fólk hafi tækifæri til þess að tala við einhvern, um hvað sem er, þegar það þarf á því að halda. „Það þarf enga tilvísun eða greiningu og 1717 er oft fyrsta skrefið sem fólk tekur í leit að aðstoð.“ Sjálfboðaliðar 1717 veita sál­ rænan stuðning sem hún segir að megi líka kalla sálræna fyrstu hjálp. „Oft hefur fólk samband á þeim tímapunkti sem því líður mjög illa og stundum er nóg að geta talað við aðra manneskju sem er tilbúin til að hlusta og dæmir ekki. Það getur létt mikið á.“ Fjölbreyttur bakgrunnur starfsfólks Starfsfólk og sjálf boðaliðar 1717 hafa fjölbreyttan bakgrunn, að sögn Söndru. „Þau eru ekki fag­ aðilar en sitja sérstakt námskeið og fá viðeigandi þjálfun. Til okkar berast mjög fjölbreytt erindi frá mjög fjölbreyttum hópi fólks, allt frá börnum upp í eldri borgara.“ Hún segir þau vilja bjóða upp á fjölbreyttan hóp sjálf boðaliða hvað varðar aldur, reynslu og bakgrunn, til að reyna að koma til móts við þá ólíku hópa sem til þeirra leita. „Sjálf boðaliðarnir eiga það sameiginlegt að gefa vinnu sína og tíma til að vera til staðar fyrir öll þau sem þurfa á því að halda, þegar þau þurfa á því að halda.“ Sjálf boðaliðarnir eru hryggjar­ stykkið í 1717 og án þeirra væri ekki hægt að halda úti þjónust­ unni, segir Sandra. „Við erum svo heppin að hafa frábæran hóp sjálf boðaliða hjá okkur sem til dæmis eru tilbúin að taka vaktir á aðfangadagskvöld og nýársdag, því það er jú alltaf opið á 1717.“ Aukning hjá ungu fólki Eins og fyrr segir er mjög fjöl­ breyttur hópur fólks sem leitar til 1717. „Það eru öll kyn og allur aldur sem hefur samband við 1717 til að ræða allt milli himins og jarðar og málin sem koma inn eru gríðar­ lega fjölbreytt. Mörg samtöl snúa að samskiptavanda af einhverju tagi, einmanaleika og sálrænan vanda. Lagt er upp úr að vera til staðar fyrir fólk varðandi allt það sem hvílir á því þá stundina. Hjálparsíminn er, ólíkt mörgum öðrum hjálparlínum erlendis, opinn öllum. Víða erlendis eru hjálparlínur sem eru til dæmis eingöngu fyrir börn eða sérstaka málaflokka, en það er engin slík flokkun hjá okkur.“ Hún segist þó hafa tekið eftir mikilli aukningu frá ungu fólki en það virðist henta þeim hópi vel að geta talað í gegnum nafnlaust netspjall. „Þau geta talað við 1717 um viðkvæm mál sem þau jafnvel treysta sér ekki til að ræða við for­ eldra eða aðra í kringum sig. Við höfum tekið eftir mikilli vanlíðan hjá ungu fólki og svo virðist sem langir biðlistar og flókið kerfi geti aftrað því að það fái þá aðstoð sem það þarf á að halda. Við upplifum það oft í okkar starfi að biðin eftir aðstoð getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.“ Njóta trausts Öll samtöl sem berast 1717 eru skráð til að halda utan um tölfræði en Rauði krossinn býr ekki yfir neinum persónugreinanlegum upplýsingum vegna nafnleyndar og trúnaðar. „Árangur 1717 felst fyrst og fremst í því að fólk virðist treysta okkur og hefur samband við okkur jafnvel oftar en einu sinni. Fólk er oftast mjög þakklátt fyrir að geta haft samband. Í spjall­ kerfinu er innbyggð ánægjukönn­ un, niðurstöðurnar notum við sem gæðaeftirlit og vísbendingar um hvað vel er gert og hvað betur mætti fara.“ n Eru tilbúin til að hlusta og dæma ekki Sandra Björk Birgisdóttir er verkefnastjóri hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Síðan í apríl hefur verið starfrækt fata úthlutun til flóttafólks á Laugavegi 176 á vegum Rauða krossins. Gerður Björk Guðjónsdóttir veitir verkefninu forstöðu. „Áður var fólk með úttektarmiða í eina af búðum Rauða krossins, en frá því í apríl hefur fólki verið beint hingað þar sem hægt er að veita meiri og betri þjónustu. Hér er opið alla virka daga milli tólf og þrjú og við tökum á móti á milli 50 til 200 manns á dag þegar mest er,“ segir Gerður Björk, sem hefur haft yfirumsjón með úthlutuninni síðan í apríl. „Ég var í atvinnuleit þegar stríðið braust út í Úkraínu og vildi láta gott af mér leiða svo ég gaf kost á mér sem sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum og var komin með þetta verkefni í hendurnar tveimur vikum síðar,“ segir hún og bætir við að starfið sé mjög gefandi og oft skemmtilegt. „Mikið af flóttafólki og hælis­ leitendum sem hingað leitar er fjölskyldufólk, mæður koma nokkrar saman með börnin sín svo oft eru margir barnavagnar inni í búðinni og það er mikið líf og fjör hjá okkur.“ Það er hægt að gefa föt til f lótta­ fólks í sérstakan söfnunargám sem er staðsettur við fataflokkunar­ stöð Rauða krossins í Skútuvogi. En við fáum líka föt úr öllum söfnunargámum okkar. Þegar við flokkum fötin leitum við sérstak­ lega eftir fötum fyrir flóttafólk sem kemur hingað oft allslaust,“ segir Gerður. „Ég fylgist vel með hvað það er sem fólk leitar að og vantar og reyni að miðla þeim upplýsingum áfram. Það stefnir í ófremdarástand núna þegar fer að kólna, mikil þörf er á yfirhöfnum, vetrarskóm og hlýjum fötum á fullorðna, það kemur meira inn af hlýjum fötum á börnin. Flóttafólk frá hlýrri svæðum eins og Mið­ austurlöndum og Venesúela er ekki vant kuldanum og auk þess þá kemur fólk yfirleitt ekki með mikið af fötum meðferðis, sum koma bara eins og þau standa og ekki með mikið með sér. Fólkið sem kemur til okkar er ekki að leita eftir merkjavöru heldur hlýjum hversdagsfatnaði fyrir sig og fjöl­ skyldu sína.“ Ekki er neitt keypt inn í fata­ úthlutunina og Gerður bendir á að það skapi ákveðin vandræði varð­ andi fatnað sem fólk vill almennt ekki nota af öðrum, eins og sokka og nærföt. „Það er einstaka sinnum sem verslanir hreinsa út gamla lagera og þá fáum við inn eitthvað af þessum nauðsynjum. Svo við náum ekki að skaffa nærföt og sokka í því magni sem við vildum. Stundum kemur fólk hingað með nærföt og sokka sem það hefur keypt og gefur og það fer strax.“ Ásamt Gerði starfa um ellefu sjálfboðaliðar í fataúthlutuninni, f lest úr hópi flóttamanna og fólks í leit að alþjóðlegri vernd. „Sem er alveg frábært því margt af því fólki sem hingað kemur talar ekki ensku og hér starfa með mér frábærir einstaklingar sem tala spænsku, úkraínsku, rússnesku og arabísku og geta þá túlkað fyrir fólk og komið óskum á framfæri.“ Hún segir flest fólkið koma frá Úkraínu og Venesúela. „Fólk frá Úkraínu var ekki margt í fyrstu en því hefur fjölgað núna og svo er mikið af arabískumælandi fólki. Þeim finnst mjög kalt hér, en á móti kemur að það er ekki þessi brjálæðislegi hiti sem þau eru vön og segja að íslenska loftslagið sé jafnvel skárra, hér sé hægt að vera utandyra allan ársins hring. En þá þarf auðvitað að eiga föt við hæfi,“ segir Gerður. „Og svo mætti alveg koma hingað meira af leikföngum, góðum barnavögnum og kerrum og kerrupokum. Við fáum allt sem kemur í gámana af slíku og það er mjög fljótt að fara. Í sumar var svo eftirspurn eftir hjólahjálmum svo það er árstíðabundið hvað fólk sem er hér í leit að vernd þarf, alveg eins og allir aðrir.“ n Vantar helst yfirhafnir, skó og hlý föt Gerður Björk Guðjónsdóttir stýrir fataúthlutun Rauða krossins til flótta- manna á Laugavegi 176. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er nóg að byrja á Ekkert vandamál er of stórt eða of lítið fyrir netspjall 1717 Það stefnir í ófremdarástand núna þegar fer að kólna, mikil þörf er á yfirhöfn- um, vetrarskóm og hlýjum fötum á full- orðna. 3LAUGARDAGUR 12. nóvember 2022 hjálpin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.