Fréttablaðið - 12.11.2022, Page 42

Fréttablaðið - 12.11.2022, Page 42
Svo nær brosið líka langt, nærveran og að sjá krakkana okkar leika saman. Hanna Sirrý Ragnarsdóttir Hjónin Hanna og Alex eru leiðsöguvinir hjá Rauða krossinum, sem þýðir að þau hitta flóttafjölskyldu mánaðarlega. Börnin þeirra leika sér saman og þau veita fjölskyldunni félagslegan stuðning í nýju landi. Hanna Sirrý Ragnarsdóttir segir að þau hafi farið saman í þetta verkefni sem fjölskylda. Þess vegna komi börnin þeirra Alexanders alltaf með þegar þau hitta fjöl- skylduna sem Rauði krossinn úthlutaði þeim. „Við hittumst með börnin okkar tvö en fjölskyldan er með þrjú börn. Við hittumst einu sinni í mánuði og gerum alls konar hluti með þeim. Við höfum til dæmis farið í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn og á leikvöll. Við höfum oftast hist einhvers staðar úti og reynt að finna eitthvað sem er skemmtilegt fyrir börnin. Svo spjöllum við við fjölskylduna og spyrjum hvernig gengur og reynum að svara ef þau hafa einhverjar spurningar. Ef við getum ekki svarað þeim, þá vísum við þeim áfram til Rauða krossins,“ segir Hanna, spurð að því hvernig fjölskyldurnar verja tíma saman. Spurð hvort tungumálaörðug- leikar séu hindrun í samskiptum fjölskyldnanna, segir Hanna að hún noti mikið Google translate þegar hún talar við konuna í fjöl- skyldunni. „Svo nær brosið líka langt, nær- veran og að sjá krakkana okkar leika saman,“ bætir hún við. „En fjölskyldufaðirinn talar góða ensku og hann og maðurinn minn ná vel saman og geta talað mikið saman.“ Vildu láta gott af sér leiða Hanna og Alexander hafa hitt fjölskylduna mánaðarlega frá því í sumar, en verkefnið er hugsað til sex mánaða. Hanna segir að ástæða þess að þau skráðu sig til þátttöku hafi verið að þau langaði að gera eitthvað gott saman sem fjölskylda. „Maðurinn minn byrjaði að skoða hvað væri hægt að gera á Íslandi til að hjálpa flóttamönn- um. Hann skoðaði fyrst hvað hann gæti gert sem einstaklingur en sá þá að þetta var í boði og spurði mig hvort við gætum ekki gert þetta saman, öll fjölskyldan,“ segir Hanna. Hún ákvað að slá til og þau báru þetta undir dætur sínar sem voru alveg til í að hitta börn frá öðru landi og leika sér við þau. „Ég held það sé alltaf hollt og gott að koma sér í aðstæður þar sem við getum ekki leyst allt með tungumálinu og þurfa að finna aðrar leiðir til að tjá sig. Líka fyrir stelpurnar okkar að læra að við erum ekki öll eins, en þær þurfa líka að tjá sig við börnin þeirra með öðrum leiðum en tungumál- inu. Það er auðmýkjandi að vera í kringum fjölskylduna og að heyra sögu hennar,“ segir Hanna. Til að taka þátt í verkefninu sóttu hjónin um hjá Rauða kross- inum og fóru svo á tvö námskeið þar. „Fyrsta námskeiðið var almennt um flóttamenn og hvað fólk hefur gengið í gegnum og upp- lifað. Svo fórum við meira út í hvað eru viðeigandi spurningar og hvernig fundunum okkar á að vera háttað. Það var svo tengiliður okkar hjá Rauða krossinum sem hafði samband og sagði að við værum komin með fjölskyldu. Við hittumst í fyrsta skipti í húsnæði Auðmýkjandi að heyra sögu fjölskyldunnar  Alex, Hanna og dætur þeirra tvær eru leiðsöguvinir flóttafjölskyldu á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Rauða krossins með tengiliðnum, en eftir það hefur það verið undir okkur komið að tala saman og plana næsta hitting,“ segir Hanna. „Ég veit ekki hvort Íslendingar átti sig á því að þetta er eitthvað sem hægt er að gera. Að Rauði krossinn bjóði upp á þetta. En ég held að það sé mjög mikilvægt að Íslendingar hjálpi öðrum að aðlaga sig. Við vitum að það er erfitt að f lytja milli landa yfirhöfuð, og sérstaklega undir þessum for- merkjum, sem flóttamenn.“ n Í allri þjónustu sem við veitum skiptir okkur miklu máli að notendur upplifi virð- ingu og hlýju í sinn garð. Ylja er neyslurými þar sem einstaklingar geta notað sín eigin vímuefni undir eftirliti starfsfólks. Rýmið er skaða­ minnkunarúrræði með það að markmiði að fyrirbyggja skaða af vímuefnanotkun. Skilgreiningin á neyslurými er: Lagalega verndað rými þar sem einstaklingar yfir 18 ára geta komið og notað sín eigin vímu- efni undir eftirliti starfsfólks og þar sem sýkingavarna og öryggis notenda er gætt. Ylja neyslurými var opnað 10. mars á þessu ári, en það er færanlegt neyslurými í sér útbúnum sendiferðabíl sem stað- settur er miðsvæðis í Reykjavík. „Ylja er fyrsta neyslurýmið sem er opnað á Íslandi. Þetta er til- raunaverkefni til eins árs en mark- mið okkar er að kortleggja þörf fyrir neyslurými á Íslandi, til fram- tíðar,“ segir Margrét Dís Yeoman, hjúkrunarfræðingur hjá Ylju. „Ylja er skaðaminnkunarúrræði en það felur í sér að reyna að fyrir- byggja skaða sem getur fylgt vímu- efnanotkun frekar en að reyna að fyrirbyggja sjálfa notkunina.“ Margrét Dís útskýrir að hugsun- in bak við skaðaminnkun sé sú að ekki er alltaf hægt að fyrirbyggja notkun vímuefna. Það er vitað að hópur fólks notar vímuefni og þeim hópi þurfi að mæta á þeim stað. „Ávinningurinn af Ylju er að koma í veg fyrir skaða eins og sýkingar og ofskammtanir og bregðast við ef þess þarf. Með Ylju erum við líka að draga úr vímu- efnanotkun í almenningsrýmum og um leið að minnka líkurnar á að notaður búnaður verði eftir þar,“ útskýrir hún. Frá opnun hefur starfsfólk Ylju fargað 125 lítrum af notuðum sprautubúnaði frá einstaklingum sem hafa notað efnin sín í neyslu- rýminu. „Þetta er búnaður sem hefði annars geta orðið eftir í almenn- ingsrýmum eins og almennings- salernum, bílakjöllurum, húsa- sundum eða stigagöngum. Eða verið hent með almennu rusli, en það er ekki örugg leið til að farga notuðum sprautubúnaði,“ upplýsir Margrét. „Við viljum skapa öruggan og hlýjan stað fyrir notendur Ylju. Við viljum vera staður þar sem þau geta komið og tjáð sig opinskátt um vanda sinn án þess að verða fyrir fordómum og geta komið málunum í farveg. Við erum alltaf með heitt á könnunni, veitum sálrænan stuðning og sinnum lágmarksheilbrigðisþjónustu en í Ylju er alltaf hjúkrunarfræðingur á vakt.“ Eftirspurnin eykst Ylja er opin frá 10–16 alla virka daga en Margrét segir að opnunar- tíminn hafi verið ákveðinn út frá opnunartíma neyðarskýlanna, en þau eru lokuð frá 10–17 á daginn. „Það er hópur fólks sem hefur ekki í nein hús að venda á þeim tíma, en það þarf samt á skömmt- unum sínum að halda. Staðan er sú að þá er fólk oft að nota þau í almenningsrýmum,“ segir Mar- grét og bætir við að Ylja hafi verið notuð strax frá fyrsta degi og eftir- spurnin hafi aukist. „Frá opnun höfum við sinnt um 100 notendum í 900 heimsóknum. Aðstæður Ylju leyfa að hámarki tvo notendur í einu, svo það segir sig sjálft að við náum ekki að þjón- usta öll sem vilja. Þetta plássleysi, takmarkað aðgengi og þjónusta, er ókostur við færanleg neyslurými. Það er samt kostur að við getum staðsett okkur í nærumhverfi not- endanna. Aðstæðurnar í rýminu stuðla að góðri tengslamyndun á milli starfsfólks og notenda og gefa gott tækifæri til að veita skaða- minnk andi fræðslu og sálrænan stuðning. Hver heimsókn verður persónuleg og dýrmæt,“ segir hún. Frá því úrræðið var opnað hafa myndast 150 biðraðir eftir að komast í rýmið og meðalbiðtími hefur verið um 30 mínútur að sögn Margrétar. „Þetta eru bara þær biðraðir sem við náum að skrá. Við vitum að ekki allir notendur banka þegar þeir sjá að rýmið er upptekið. Í 78 skipti hafa notendur ekki þolað biðina og við vitum að þá nota þau efnin sín í almenningsrými. Við finnum líka að þegar þau koma ítrekað að lokuðum dyrum hefur það áhrif á aðsóknina. Fólkið er oft að koma fótgangandi til okkar og þarf að bíða úti í íslenskri veðráttu. Það hefur áhrif,“ segir Margrét og bætir við að helst myndi starfsfólk Ylju vilja fá húsnæði fyrir starf- semina. „Það er mikilvægt að úrræðið sé áreiðanlegt og notendur hafi greitt aðgengi að því. Að notendur geti notað vímuefnin sín í öruggu rými og líka að þeir hafi rými á daginn til að sinna sínum grunnþörfum, að nærast og hvílast og þvo sér. Það væri líka tilvalið að lækka á sama tíma þröskulda til að sækja sér nauðsynlega þjónustu og hafa fjöl- breytta þjónustu í þeirra nærum- hverfi í sama úrræði.“ Komu í veg fyrir andlát Margrét segir að ofskömmtun sé að aukast með árunum og að helsta orsök þess að fólk deyr úr ofskömmtun sé að það notar efnin eitt og enginn geti gripið inn í ef eitthvað kemur upp á. „Með því að nota neyslurými getur starfsfólkið brugðist við. Starfsfólk Ylju hefur nú þegar brugðist við einni ofskömmtun og komið í veg fyrir enn eitt andlátið. Við erum ótrúlega þakklát fyrir að sá einstaklingur hafi komið til okkar að taka skammtinn sem hann hefði annars tekið annars staðar,“ segir hún. „Í allri þjónustu sem við veitum skiptir okkur miklu máli að not- endur upplifi virðingu og hlýju í sinn garð, þrátt fyrir að þau séu að berskjalda sig með athöfnum sem samfélagið samþykkir ekki og hefur ýtt þeim út á jaðarinn ára- tugum saman. Notendurnir okkar eru alls konar einstaklingar með mismunandi bakgrunn, reynslu, áhugamál og drauma en þau eiga það öll sameiginlegt að vera mann- eskjur eins og ég og þú. Þau koma okkur starfsfólkinu til að brosa á hverjum degi en á sama tíma geta aðstæður þeirra í samfélaginu verið ómannúðlegar.“ n Mikilvægt að notendur upplifi virðingu Margrét Dís Yeoman hjúkrunarfræðingur hjá Ylju neyslurými. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURhjálpin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.