Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 76

Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 76
Það er ömurlegt að vera í þeirri aðstöðu að glíma við ófrjósemi og að peningar stjórni því hvort draum- urinn um að eignast barn verði að veruleika. Erla Rut Haraldsdóttir Hátún 6b, 105 Reykjavík / Sími 519 3223 / www.hudin.is Meðferðin eykur raka í húð og kallar fram góðan ljóma ásamt því að minnka fínar andlitslínur. Einnig er hægt að bóka tíma í persónulega ráðgjöf. Hjartanlega velkomin. *gildir til 30. nóvember 2022 20% afsláttur af Rauða dregils húðmeðferð * Vitundarvakning Tilveru, félags þeirra sem glíma við ófrjósemi, stendur nú yfir, en félagið vinnur mikið, þarft og þakklátt starf. thordisg@frettabladid.is „Við hjónin eigum að baki fimm meðferðir og fimm uppsetningar hér heima; þar af varð einn fóstur- missir á níundu viku. Nú vorum við að klára þrjár meðferðir úti sem gengu ekki eins og við óskuðum. Ég er bara með einn eggjastokk og fæ því alltaf mun færri egg en flestir, en samanlagt höfum við varið tæpum sex millj- ónum í tæknifrjóvgunarmeðferðir. Sem betur fer höfum við fengið fjárhagslega aðstoð frá fjölskyldu og vinum; annars hefðum við aldrei komist út og erum inni- lega þakklát. Okkur langar í eina meðferð enn, en því miður erum við í þeirri ömurlegu aðstöðu að vita ekki hvort við höfum ráð á því, sem er auðvitað glatað. En þetta er svo kostnaðarsamt og því er fram- haldið óráðið í augnablikinu.“ Þetta segir Erla Rut Haraldsdótt- ir, danskennari og stjórnarmaður í Tilveru, samtökum um ófrjósemi. Með henni í viðtalinu er Sigríður Auðunsdóttir, einnig stjórnar- meðlimur í Tilveru. Sigríður er leikskólakennari og hefur á sjö ára tímabili lagt út mikinn kostnað vegna tæknifrjóvgunarmeðferða sem ekki hafa borið árangur. „Ég heyrði fyrst af Tilveru í Facebook-hópi fólks sem glímir við ófrjósemi. Það að hafa kaffihúsa- spjall og Facebook-hópinn hafði mjög góð áhrif á mig, ekki síst í kringum meðferðir, að geta rætt við fólk sem hafði sömu reynslu og var í sömu sporum og ég,“ segir Sigríður. Erla tekur í sama streng. „Eftir að hafa gengið í gegnum margt vildi ég hjálpa öðrum og gefa af mér. Því gekk ég í stjórn félagsins því ég vildi bæði deila reynslu minni og læra af reynslu annarra, og leggja mitt af mörkum í baráttunni. Það er einfaldlega ómetanlegt að geta rætt við aðra í sömu sporum.“ Ófrjósemi að aukast í heiminum Talið er að eitt af hverjum sex pörum á Íslandi glími við ófrjó- semi. „Samkvæmt nýjustu tölum frá glasafrjóvgunarstofunni Livio Reykjavík eru um 15 til 20 egg- heimtur á viku, 10 til 15 uppsetn- ingar á ferskum fósturvísum og 10 til 15 uppsetningar á frosnum fósturvísum. Þá eru ótalin þau sem leita erlendis, en fjöldi þeirra sem fara utan í meðferðir er mikill,“ upplýsir Sigríður. Í þessari viku er líka vitundar- vakning hjá Fertility Europe sem Tilvera er hluti af. „Í Evrópu er talað um að 25 milljónir einstaklinga og para glími við ófrjósemi. Ástæðurnar eru margþættar, til dæmis PCOS og endómetríósa, gæði eggja og sæðis. Óútskýrð ófrjósemi er jafnframt stór hluti af þessum tölum og aðrir sjúkdómar geta valdið ófrjó- semi. Að sögn CDC (Centers for Disease Control and Prevention) er ófrjósemi því miður að aukast í heiminum. Bæði eru konur að hefja barneignir síðar á lífsleiðinni og eignast færri börn, en vestrænn lífsstíll og umhverfisþættir hafa þar líka mikil áhrif,“ segir Sigríður. Bera harm sinn í hljóði Að sögn Erlu og Sigríðar ríkir enn almenn feimni um ófrjósemi. „Með árunum hefur umræðan þó aðeins opnast en því miður berjast enn margir við ófrjósemi á bak við luktar dyr. Við hjá Tilveru leggjum áherslu á að þetta sé ekki feimnismál og að fólk standi ekki eitt í þessu og þurfi að bera harm sinn í hljóði. Við viljum meiri og opnari umræðu um þetta stóra vandamál svo hægt sé að berjast fyrir betri heimi og meiri aðstoð fyrir alla,“ segir Erla. Staða einstaklinga og para hafi þó batnað með árunum þótt enn sé langt í land. „Á Íslandi er langur biðlisti enda bara ein IVF-stofa. Aðgangur að erlendum IVF-stofum hefur opnast mikið og hópurinn sem leitar utan stækkar ört. Tækninni hefur líka fleygt fram og möguleikarnir aukist til muna. Meðferðirnar hafa líka batnað,“ upplýsir Erla. Til að teljast glíma við ófrjósemi og þurfa aðstoð þarf einstaklingur eða par að hafa reynt að eignast barn í eitt ár án árangurs, nema aldur spili þar inn í; þá er mælt með að koma sem fyrst. „Á Íslandi er Livio eina stofan sem sér um tæknifrjóvgunarmeð- ferðir. Í fyrsta viðtali er farið yfir hvaða meðferðum er mælt með. Stundum er byrjað á tæknifrjóvg- un eða farið beint í glasameðferð. Sumir þurfa litla aðstoð til að koma þessu í rétt ferli og heppnast jafnvel í fyrstu tilraun á meðan aðrir þurfa meiri aðstoð og miklu fleiri meðferðir. Því leita margir út sem þurfa meiri aðstoð þar sem alls kyns rannsóknir og jafnvel aðgerðir eru framkvæmdar til að hjálpa til með ferlið og það getur haft mikinn aukakostnað í för með sér,“ greinir Erla frá. Meiri niðurgreiðslu, takk Tæknifrjóvgunarmeðferðir eru dýrar og baráttan iðulega löng með endurteknum og erfiðum meðferðum. „Ein glasameðferð kostar 590 þúsund krónur. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) niðurgreiða fyrstu fjórar meðferðirnar að hluta. Hluti sjúklings fyrir fyrstu meðferð er 566.000 krónur og fyrir meðferðir tvö til fjögur 278.000 krónur, en innifalin er aðeins ein uppsetning. Oft fær fólk fleiri en einn fósturvísi en SÍ taka ekki þátt í uppsetningu á frosnum fósturvísum og er kostnaður við hverja uppsetningu 250.000, en verðskráin hefur hækkað talsvert undanfarin ár,“ upplýsir Sigríður. Ekki megi gleyma földum kostnaði eins og vinnutapi, lyfja- kostnaði, sálfræðimeðferð, auka aðgerðum og fleiru. „Ef fólk þarf að leita út fyrir landsteinana eykst kostnaðurinn enn, því það kostar flug, uppihald og meira vinnutap. Það sama á við um landsbyggðarfólk sem þarf að koma til Reykjavíkur með tilheyr- andi kostnaði. Af þessu öllu hlýst að ekki er á allra færi að standa í þessu og því miður þurfa mörg að gefa upp draum sinn um að eignast barn því þau eiga hreinlega ekki fyrir því. Aðgengið er einfaldlega ekki jafnt fyrir alla,“ segir Sigríður. Þær Erla og Sigríður kalla eftir meiri niðurgreiðslu hins opinbera. „Í nágrannalöndunum eru niðurgreiðslur mun hærri og þar eru sömuleiðis ríkisreknar stofur sem fólk getur leitað til. Hér er einungis ein einkarekin stofa. Við viljum sjá meiri niðurgreiðslu frá ríkinu, betra utanumhald og meiri samkeppni.“ Erfitt fyrir líkama og sál Bið eftir barni og barátta við ófrjó- semi tekur á alla hlutaðeigandi. „Það er mikið álag á sambönd að takast á við þetta risaverkefni og mörg endast því miður ekki. Hormónarússíbaninn hefur nefni- lega ekki bara áhrif á líkamann heldur tekur ferlið mikið á andlegu hliðina. Biðin eftir því að taka þungunarpróf, stanslaus nei og missir, er fólki þungbært. Kostn- aðarhliðin tekur líka sinn toll en margir hafa þurft að taka pásur eða hreinlega gefast upp vegna peninga- eða andlegu hliðarinnar. Flest þyrftu á faglegum stuðningi að halda í gegnum svona ferðalag en því miður er sálfræðiþjónusta ekki allra vegna kostnaðar og svo er biðin löng. Því hefur verið gott að geta boðið félagsmönnum Til- veru ókeypis sálfræðiþjónustu og hún er líka vel nýtt,“ segir Erla. Misjafnt er á milli stéttarfélaga og vinnuveitenda hvort fólk fái leyfi fyrir meðferðir sem taka yfir- leitt fimmtán daga, eða fái að taka það sem veikindaleyfi. „Mjög algengt er að fólk fái ekki að taka þetta af veikindarétti sínum og dragi þetta af orlofsrétti sínum eða noti sumarleyfin sín í meðferðirnar. Fólk sem fer utan í meðferð þarf að dvelja þar í minnst tíu daga fyrir örvun, eggheimtu og uppsetningu, og það er fljótt að telja fyrir fólk sem þarf að fara oftar en einu sinni,“ segir Erla. Því miður vanti mikið upp á stuðning stjórnvalda. „Þetta er svo miklu stærra og útbreiddara vandamál en þau gera sér grein fyrir. Hér þarf að bæta verulega í og sömuleiðis bæta aðstöðu þeirra sem hafa það verst í þessum aðstæðum, þá sem eru í fjárhagsvanda eða hafa þurft í margar meðferðir. Því það er ömurlegt að vera í þeirri aðstöðu að glíma við ófrjósemi og að peningar stjórni því hvort draumurinn um að eignast barn verði að veruleika,“ segir Erla. Því fleiri, því sterkari Nú um helgina ætlar Tilvera að kynna félagið í Kringlunni. „Vitundarvakningin er til að kynna og efla félagið, og vekja athygli á stöðu fólks sem glímir við ófrjósemi. Yfirskrift vitundar- vakningarinnar er „(Ó)frjósemis- vegferðin mín“ og munum við selja lyklakippur eftir Hlín Reykdal og jólahappadrættismiða, sem er okkar helsta fjáröflun en ágóðann notum við til að styðja við félags- menn. Það er alltaf pláss í Tilveru fyrir gott fólk og því fleiri sem við verðum, því sterkari verðum við,“ segir Sigríður. Á vefsíðu Tilveru má sjá að til verða kraftaverkabörn. „Þau hafa orðið til eftir glasa- frjóvgunarmeðferðir eða komið undir óvænt, en flest hafa þau fæðst eftir mikla þrautseigju og baráttu foreldranna sem lögðu allt undir til að eignast kraftaverka- börnin sín.“ Nánari upplýsingar á tilvera.is. n Peningar stjórna draumnum um að eignast barn Sigríður Auðunsdóttir og Erla Rut Haraldsdóttir sitja í stjórn TIlveru. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 6 kynningarblað A L LT 12. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.