Fréttablaðið - 12.11.2022, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 12.11.2022, Blaðsíða 80
 Við erum ánægðir með að við erum ekki gleymdir og gríðarlega ánægðir með móttök- urnar. Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálmaldar Þann 6. nóvember fór fram sannkallaður Íslendingaslag- ur í dönsku úrvalsdeildinni þegar FCK mætti lærisveinum Freys Alexanderssonar í Lyngby. Um kvöldið var svo slegið í rokkklárinn þegar Skálmöld spilaði á Gimle. Matthías Finns tók upp linsuna og smellti af. Það var rífandi stemning í Kaupmannahöfn um síð- ustu helgi þar sem Íslend- ingar voru í aðalhlutverki víða um borgina. Fyrst var Kaupmannahafnarslagur FCK og Lyngby þar sem fjórir Íslendingar komu við sögu og sá fimmti, Alfreð Finnbogason, sat meiddur uppi í stúku. Leiknum lauk með sigri FCK 3–0 og skoraði Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson eitt marka FCK. Góðvinur hans af Skaganum, Ísak Bergmann, kom inn á sem varamaður þegar átta mínútur voru eftir. Í liði Lyngby lék Sævar Atli Magnússon allan leikinn fyrir Lyngby en Freyr Alexandersson stýrir liðinu af hliðarlínunni. Óheppnin hefur elt Lyngby alla leiktíðina en liðið hefur verið lamið niður á lokasekúndunum nánast allt mótið. Þeir hafa ekki enn unnið leik og fengið á sig mörk seint í leikj- unum. Freyr, Sævar og Alfreð Finn- bogason sitja í neðsta sæti með fimm stig. FCK, sem er núverandi meistari, er komið upp í þriðja sætið og spá flestir að liðið muni endurtaka leik- inn og lyfta bikarnum. Með liðinu leika þeir uppeldisbræður af Skag- anum Hákon Arnar og Ísak Berg- mann og þá hefur hinn ungi Orri Steinn Óskarsson fengið nokkrar mínútur. Þeir voru töluvert betri í leiknum gegn Lyngby en þeir Hákon og Ísak byrjuðu báðir á bekknum. Þeir komu inn á og skoraði Hákon annað mark FCK í 3–0 sigri liðsins. Þegar lokaflautið gall var komið að því að keyra í veislu fyrir eyrun því Skálmöld spilaði á Gimle klúbbnum. Þar var kveðið og rímað að íslenskum sið undir myljandi gítarriffi og bassatrommum. Fjöl- margir Íslendingar fóru á báðar sýningarnar. Fyrst á fótboltaleikinn og svo að sjá okkar bestu rokkhunda Íslendingar í kóngsins Köben Skálmöld á ferð og flugi Dagskráin næstu viku Dagur: 12. nóvember Borg: Orbe Land: Sviss Staður: Le Puisoir Dagur: 13. nóvember Borg: Worgl Land: Austurríki Staður: Komma Dagur: 14. nóvember Borg: Stuttgart Land: Þýskaland Staður: Im Wizemann Dagur: 15. nóvember Borg: Prag Land: Tékkland Staður: Futurum Music Bar Dagur: 16. nóvember Borg: Berlín Land: Þýskaland Staður: Hole 44 Dagur: 17. nóvember Borg: Varsjá Land: Pólland Staður: Proxima Dagur: 18. nóvember Borg: Kraká Land: Pólland Staður: Kwadrat Dagur: 19. nóvember Borg: Graz Land: Austurríki Staður: JUZ Explosiv Staðan í dönsku deildinni Leikir Stig 1. Nordsjælland 16 32 2. Viborg 16 29 3. FC Copenhagen 16 24 4. Silkeborg 16 24 5. OB 16 23 6. Randers 16 23 7. AGF 16 22 8. Midtjylland 16 22 9. Horsens 16 21 10. Brøndby 16 21 11. AaB 16 14 12. Lyngby 16 5 Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, horfir á leikinn á meðan Hákon Arnar gerir sig tilbúinn að koma inn á. MyNDiR/MAttHíAS FiNNS Björgvin Sigurðsson söngvari mun rymja sem óður maður næstu daga enda segja þeir Skálm aldar­ menn að frí eyðileggi góða rútínu. Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby, gerir sig tilbúinn fyrir leikinn með örlitlum vatns­ sopna. Sævar hefur skorað tvö mörk í dönsku deildinni það sem af er vetri. Þráinn Árni Baldvinsson plokkar gítarinn. sem eru að ferðast um Evrópu til 11. desember. Þeir byrjuðu í Stokk- hólmi þann 3. nóvember og spila alla daga til 11. desember þegar þeir ljúka túrnum í Hollandi. Frídagar eyðileggja rútínu „Þetta eru 39 tónleikar á 39 dögum. Enginn frídagur. Frídagar eyðileggja rútínu þannig að við viljum ekkert slíkt,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari Skálmaldar. Hljómsveitin var nýkomin til Hannover í Þýskalandi en finnska þungarokkshljómsveitin Finntroll spilar með þeim. „Þetta er helvíti gaman,“ segir Þrá- inn, en venjulegur dagur rokkstjörnu á ferð og flugi er kannski ekki alveg eins og venjulegur dagur. „Það sem við erum að reyna búa okkur til í bandinu, ekki allir samt, er að skríða fram úr þegar bíllinn leggur í nýrri borg. Labba og finna okkur gott kaffi á kaffihúsi. Erum rólegir þar til við komumst inn þar sem við fáum mat. Svo þarf að setja upp hljóðfæri, trommusett og þvílíkt magn af djöfulsins drasli á sviðið. Svo þarf að prófa og gera sándtékk áður en beðið er eftir gigginu sjálfu. Þá er kvöldmatur og gigg áður en við förum fram og hittum fólk. Förum í sturtu og svokallaðan aftershow-mat áður en farið er upp í rútu og farið á nýjan stað. Þetta er svo endurtekið.“ Hann viðurkennir að þetta sé hálf furðuleg rútína en sé alveg fárán- lega skemmtilegt. „Það voru margir Íslendingar í Skandinavíu en það hefur komið okkur svolítið á óvart hvað okkur er vel tekið hér í Þýska- landi. Það er fólk í Skálmaldarbolum úti um allt. Við erum ánægðir með að við erum ekki gleymdir og gríðarlega ánægðir með móttökurnar.“ Hann segir að rútan sem þeir ferðist í sé ágæt. Ekkert mikið meira. „Það er verið að laga hana aðeins núna. Það er ekki vika búin og hún er komin í yfirhalningu,“ segir hann og hlær. Þráinn segir að mórallinn sé góður og það sé mikil stemning í hópnum. „Við erum orðnir svolítið eldri en fyrir tíu árum og það er bara eitt rauðvínsglas og svo að sofa.“ n Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas @frettabladid.is 36 Helgin 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.