Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2022, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 12.11.2022, Qupperneq 82
Það er spenna í loftinu. Arild Olsen bæjarstjóri í Long­ yearbyen við fréttastofuna AP Eitthvað af fólkinu frá Barentsburg er búið að flytja hingað, bæði Úkraínumenn og Rússar. Kristján Svavarsson, arkitekt Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft áhrif á f lest mannsbörn jarðar, svo sem með hækk- andi orku- og matvælaverði. Utan átakasvæðanna sjálfra hefur stríðið snert fáa staði jafnmikið og Svalbarða, norðlægustu heilsársbyggð heims. Á Svalbarða eru tveir bæir, hinn norski Longyear- byen þar sem rúmlega 2 þúsund manns búa og hinn rússneski kola- námubær Barentsburg þar sem rúmlega 450 bjuggu fyrir innrásina. Nú hefur íbúum hins vegar fækkað um 80 og skýringin er sú að margir hafa hrökklast þaðan burt. Tveir þriðju hlutar íbúa Barentsburgar eru nefnilega Úkraínumenn, margir frá Donbass-héraði þar sem bardag- arnir eru hvað harðastir. „Eitthvað af fólkinu frá Barents- burg er búið að flytja hingað, bæði Úkraínumenn og Rússar,“ segir Kristján Svavarsson arkitekt sem býr í Longyearbyen. Meðal annars hafi einn Rússi hrökklast frá Bar- entsburg eftir að hafa gagnrýnt stríðsreksturinn á samfélagsmiðl- um. Mikið er talað um stríðið, bæði manna á millum og í bæjarblaðinu, Svalbarðapóstinum. Barentsburg er mjög háð Long- yearbyen um ýmislegt, til dæmis samgöngur, því að f lugvöllurinn er staðsettur við hinn síðarnefnda. Longyearbyen sá um bólusetn- ingar og heilbrigðisþjónustu fyrir Barentsburg í Covid-faraldrinum. Aðeins eru 36 kílómetrar á milli en vegasamgöngur eru engar. Fara þarf á bát eða snjósleða milli bæjanna. Samgangur hefur jafnan verið mikill, til dæmis eru haldin saman íþróttamót og börnin í Barentsburg hafa alltaf heimsótt Longyearbyen á þjóðhátíðardag Norðmanna, 17. maí. Það var ekki gert í ár. Longyearbyen er þekktastur fyrir að vera háskólabær en þar er einn- ig öf lug ferðaþjónusta. „Í ferða- þjónustunni hérna var algengt að skutlast yfir til Barentsburgar, gista kannski yfir nótt og fara í bað. Því flestar íbúðirnar hérna í Longyear- byen eru aðeins með sturtu. Þetta er hætt,“ segir Kristján. Eftir innrásina hafa mörg ferðaþjónustufyrirtækin ákveðið að sniðganga Barentsburg algerlega. Óttast þau að peningarnir fari beint í stríðsreksturinn því að Barentsburg er rekin af ríkisfyrir- tæki sem nefnist Arktikugol. Handtekinn fyrir drónaflug Sambandið milli bæjanna hefur sjaldan verið jafnslæmt og í ár því yfirvöld í Barentsburg styðja stríðsreksturinn en Norðmenn eru NATO-ríki sem tekur þátt í þving- unaraðgerðum gegn Rússlandi. Hápunktur illindanna var í apríl þegar Norðmenn stöðvuðu send- ingu til Barentsburgar vegna þess að í henni voru vörur á þvingunarlista Vesturlanda gagnvart Rússlandi. Í sendingunni voru hins vegar einnig matvæli og rússneski ræðis- maðurinn, Sergej Gúshtsjín, hafði hátt um að Norðmenn væru að stöðva matvælasendingar til Bar- entsburgar. Þetta var bergmálað í Dúmunni, rússneska þinginu, og Norðmenn sakaðir um að brjóta Svalbarðasáttmálann. Gúshtsjín hefur skapað sér litlar vinsældir meðal f lestra á Eyja- Ríkisrekna námufyrirtækið Arktikugol er sakað um að bæla niður umræðu og andstöðu við stríðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Longyearbyen er háskólabær og þar dvelur fólk af hátt í 50 þjóðernum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Kristján Svavars­ son býr í Lon­ gyearbyen. Spenna í loftinu á Svalbarða klasanum fyrir einarðlega afstöðu með stríðsrekstrinum. Í viðtali við Svalbarðapóstinn sagði hann „hina sérstöku hernaðaraðgerð“ snúast um að frelsa Austur-Úkraínu frá nasistum. Nýlega var svo breskur maður af rússneskum uppruna að nafni And- rej Yakúnín handtekinn fyrir dróna- flug á Svalbarða. Norðmenn óttast njósnir Rússa og var Yakúnín fluttur til Tromsö til yfirheyrslu. Alþjóðlegur suðupottur Þó að Svalbarði sé fámennur er mannlífið þar afar fjölbreytt og þar býr fólk af um 50 þjóðernum. Helsta ástæðan fyrir því er tækniháskólinn UNIS, sem á áttunda hundrað nema sækja, en helmingurinn af þeim eru útlendingar. „Þetta er suðupottur og heilt yfir eru allir vinir hérna,“ segir Kristján. Áætlar hann að Norðmenn telji aðeins um 60 prósent íbúanna. Staðan á eyjaklasanum sé hins vegar viðkvæm frá alþjóðastjórn- málum séð. Svalbarði er hluti af Noregi en um hann gildir sérstakur sáttmáli, undirritaður í París árið 1920. Þar kemur fram að allar þjóðir sem undirrita sáttmálann megi nýta þær auðlindir sem finnast, aðallega kol, og stunda þar viðskipti. En allt hernaðarbrölt er bannað. Þá þarf enginn að framvísa vegabréfi til að komast til eða frá Svalbarða. Ítök frá Sovéttímanum Sovétmenn gerðust umsvifamiklir á Svalbarða á fyrri hluta seinustu aldar þegar þeir keyptu kola námu- bæina Barentsburg og Píramídann af Hollendingum og Svíum. Eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur hefur dregið mjög úr þessum áhrifum og fólki fækkað, sérstaklega eftir mannskætt flugslys þar sem námu- menn Píramídans fórust árið 1996 en hann er nú draugabær. Íbúum Barentsburgar hefur einn- ig fækkað. Á níunda áratugnum bjuggu þar um 1.500 manns. En þrátt fyrir hnignun vilja Rússar þó ekki missa ítök sín á Svalbarða. Til að tæma ekki námuna við Barents- burg er aðeins takmarkað efni sótt úr henni á hverju ári. Reglulega saka þeir einnig Norðmenn um að brjóta sáttmálann. Meðal annars hefur verið deilt um ratsjárstöð Norð- manna sem veitir NATO svokölluð krosshnit fyrir dróna. Norðmenn eru meðvitaðir um ítök Rússa á Svalbarða og mögu- leikann á því að þeim gæti allt í einu snarfjölgað, eins og sáttmálinn leyfir. Nýlega voru því settar reglur þar sem útlendingar þyrftu að hafa búið í að minnsta kosti í þrjú ár á fastlandi Noregs til að mega kjósa til sveitarstjórnar. Spenna í loftinu Í viðtali við fréttastofuna AP fyrr á árinu sagðist Arild Olsen, bæjar- stjóri Longyearbyen, aldrei á sínum 22 árum á Svalbarða hafa upplifað annað eins ósætti og nú. „Það er spenna í loftinu,“ sagði hann. Þó að samskiptin milli Norð- manna og Rússa séu stirð þá er and- rúmsloftið mun meira þrúgandi milli Rússa og Úkraínumanna í Barentsburg. Arktikugol rekur ekki aðeins námuna heldur verslunina og alla aðra þjónustu á staðnum. Konsúllinn Gúshtsjín býr í lang- stærsta og flottasta húsinu í bænum, sem varið er með járngrindverki og öryggismyndavélum. Úkraínumennirnir sem eftir eru, og Rússarnir sem ósáttir eru við stríðsreksturinn, hafa lært að halda sér saman. Jafnvel þó að lagalega séu þeir staddir á norskri grundu. Lífs- viðurværið er undir og jafnvel eitt- hvað meira. Fólk sem hrökklast hefur frá Bar- entsburg sakar Arktikugol um að bæla niður alla umræðu og gagn- rýni á stríðsreksturinn. Í þau skipti sem úkraínski fáninn hefur verið hengdur upp í bænum hefur hann verið rifinn niður jafnharðan. ■ Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is 38 Helgin 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.