Fréttablaðið - 12.11.2022, Síða 106
Þetta er
víst fyrsti
svona
A-lista
viðburður,
sem er hug-
tak í brans-
anum, sem
haldinn er
á Íslandi.
Kolefnisspor
framkvæmda
- Opinn fundur um áherslur og aðgerðir
Hilton Reykjavík Nordica,
miðvikudaginn 16. nóvember kl. 9
Skráning á
landsvirkjun.is
Unnsteinn Manúel Stefáns-
son er listrænn stjórnandi
Evrópsku kvikmyndaverð-
launanna sem fara fram þann
10. desember í Hörpu. Þetta er
í fyrsta sinn sem Ísland er gest-
gjafi verðlaunanna.
ninarichter@frettabladid.is
Unnsteinn Manuel Stefánsson,
tónlistarmaður og athafnamaður
með meiru, er nýfluttur til Íslands
frá Berlín. Hann segist hafa fengið
beiðni frá Evrópsku kvikmynda-
akademíunni um að koma í viðtal í
tengslum við Evrópsku kvikmynda-
verðlaunin og svo fór að hann land-
aði starfi listræns stjórnanda.
Verðlaunin eru samstarfsverkefni
kvikmyndaakademíunnar, Reykja-
víkurborgar, menntamálaráðu-
neytisins, RÚV og Hörpu. „Ég fékk
þetta símtal þegar ég var í sumar-
fríi úti í Portúgal. Þau voru að leita
að Íslendingi sem er með reynslu af
sviði og bakgrunn í sjónvarpi, Íslend-
ingi sem gæti tekið að sér þetta hlut-
verk listræns stjórnanda.“
Hann segir að í samanburði við
aðrar risavaxnar alþjóðlegar kvik-
myndaverðlaunahátíðir skapi Evr-
ópsku kvikmyndaverðlaunin sér
sérstöðu með því að hafa árleg ham-
skipti hvað umgjörðina varðar. „Evr-
ópsku kvikmyndaverðlaunin eru
kannski minna þekkt, en á hverju
ári er verið að gera eitthvað glænýtt.
Annað hvert ár er þetta haldið í Berl-
ín en hitt árið er þetta haldið í ein-
hverri gestaborg,“ segir Unnsteinn.
Hátíðin átti að fara fram hér á
landi fyrir tveimur árum en var
frestað vegna heimsfaraldurs. Að
sögn Unnsteins hefur þannig verið
íslenskur blær á hátíðinni síðustu
tvö ár. „Í fyrra þurfti að breyta þessu
með viku fyrirvara. Allt í sóttvarna-
hólf og engir gestir. Mitt hlutverk er
að passa upp á að þessi þriggja tíma
sjónvarpsþáttur komi sem allra best
út. Það er á mína ábyrgð að finna
listamenn, tónlistarfólk og mynd-
listarfólk og kynna.“ Þátturinn er
sýndur á tólf stöðvum í einu.
„Það er tónlistarstjóri sem er
búinn að vinna að þessu í tvö ár. Svo
erum við með grunnteymi, allt fólk
sem hefur atvinnu af kvikmyndum,
sem er að vinna í öllu sjóinu. Það er
tónskáld frá Inni-Music, kvikmynda-
tónskáld. Sindri Már eða Sin-Fang
og Kjartan Hólm,“ segir Unnsteinn.
„Svo eru myndlistar- og kvikmynda-
gerðarkonur sem eru með sjónræna
samsvarandi parta. Tanja Leví lista-
kona gerir alla grafík og listaverkin
sem við sjáum í útsendingunni,
ásamt Kolbrúnu Þóru Löve.“ Þá er
Aldrei stærri hátíð á
Íslandi til þessa
Unnsteinn
Manuel var
í sumarfríi í
Portúgal í sumar
þegar Evrópska
kvikmyndaaka-
demían hafði
samband.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIRGusGus einnig með tónlistaratriði.
„Mér fannst líka mikilvægt að sýna
þessa hlið á íslenskri músík.
Í kringum þetta er heilmikið húll-
umhæ úti um alla Evrópu,“ segir
Unnsteinn og nefnir að í tengslum
við það megi sjá hinar tilnefndu
myndir í Bíó Paradís. „Það er líka
verið að veita alls konar verðlaun
eins og Young Audience Award og
fleira.“
Sem stendur er ekki opinbert
hverjir gegna störfum kynna í
útsendingunni, en Unnsteinn hvet-
ur fólk til að fylgjast vel með.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
eru veitt í skugga stríðs í Evrópu og
hvað þá nálgun varðar svarar Unn-
steinn: „Kvikmyndaakademían,
þessi samtök, voru stofnuð á sínum
tíma í byrjun níunda áratugarins.
Þau áttu meðal annars þátt í að
hjálpa kvikmyndagerðarmönnum
austantjalds sem urðu fyrir rit-
skoðun.“
Hann segir að þarna megi vissu-
lega sjá myndir um stríð og tengda
hluti. Aðspurður hvort þungur
taktur sé í tilnefndu myndunum
í ár svarar hann: „Það er á vissan
hátt þungur taktur í evrópskum
myndum en það eru mjög fjöl-
breyttar myndir tilnefndar,“ segir
Unnsteinn.
„Maður finnur vel fyrir því hvað
er mikil flóra þarna. Ég var í morgun
að fara yfir allar stuttmyndirnar og
hver einasta mynd sem ég horfði
á kom mér á óvart. Hún var alltaf
að endurnýja stuttmyndaformið
fyrir mér. En svo eru mismunandi
flokkar. Frumraun ársins, grínmynd
ársins og f leira.“ Hann segist hafa
séð allar myndirnar á þessum tíma-
punkti og hvetur fólk til að fara í Bíó
Paradís og kynna sér myndirnar.
Verðlaunin fara að sögn Unn-
steins mikið fram á ensku en einn-
ig á tungumálum þeirra ríkja sem
koma að hátíðinni. „Þetta er víst
fyrsti svona A-lista viðburður, sem
er hugtak í bransanum, sem hald-
inn er á Íslandi. Það er prótokoll og
þessi dregill. En ég er bara að hugsa
um þáttinn. Þetta er svo viðamikið
verkefni.“ n
ninarichter@frettabladid.is
Örn Ýmir Arason, Aron Steinn
Ásbjarnarson og Þorkell Helgi Sig-
fússon skipa Tríóið Fjarka. Fjarkar
bera vissulega nafn með rentu enda
eru þeir að vinna með fjórða manni,
Birki Blæ Ingólfssyni tónlistar-
manni og rithöfundi.
Fjögurra manna tríóið sendir
frá sér lag í dag sem heitir Sóley frá
síðasta vori.
„Við erum búnir að vera að spila
saman í dágóðan tíma síðan í
menntaskóla, 20 ár eða eitthvað,“
segir Örn í samtali við Fréttablaðið.
„Þetta byrjaði sem skapandi sumar-
starf í Kópavogi. Þar vorum við að
spila svona fiftís-sixtís tónlist. Svo
fórum við að vinna svona þríradd-
að, spila þrír saman með kontra-
bassa, gítar og saxófón,“ segir hann.
Að sögn Arnar hafa þeir síðan
þróað samhljóm. Hann segir Sóley
frá síðasta vori fara í nýja átt. „Við
erum að semja meira sjálfir núna
og aðeins að hætta að spila gömlu
slagarana,“ segir hann og hlær.
Örn segir Sóley frá síðasta vori
vera meira vetrarlag en jólalag.
„Þetta er um svona nostalgíutil-
finningar, að hugsa um sumarið og
vera enn þá með blóm í vasanum frá
síðasta sumri. Jafnvel er þetta um
gamla sumarást sem er farin. Það er
svona smá söknuður í þessu,“ segir
hann.
Tvö jólalög eru væntanleg frá
félögunum í desember. „Það er hefð
hjá okkur í desember að gefa út jóla-
lag og við höfum gert það síðastliðin
fimm ár,“ segir hann. Sóley frá síð-
asta vori og jólalögin má nálgast á
streymisveitunni Spotify. n
Fjögurra manna
tríó með Sóley
og jólalag
Tríóið sendi frá sér lag á dögunum
um söknuð eftir vorsins blóma.
62 Lífið 12. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ