Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Side 23

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Side 23
Vaktþjónusta er þannig skipulögó aö ávallt eru 2 læknar á vakt. Annar sinnir öllu sem hann kemst yfir en hinn er á bakvakt og er kallaður til ef mikið er aö gera eða ef hinn fer lengra frá í vitjun eða sjúkraflutninga. Aðstaóa til rannsókna og aögerða. Heilsugæslustöóin er vel búin tækjum. Rannsóknarstofan framkvæmir algengustu rannsóknir: Blóðstatus, Blóðsykur, Na, K og Creatinin. Alm. þvagrannsókn og smásjárskoðun, þvagræktun og næmi og barns- þykktarpróf á þvagi. Allar algengar sýklarannsóknir bæði aerob og anaerob. I þær rann- sóknir sem ekki er unnt að framkvæma eru sýni send til Reykjavíkur. Röntgenstofa er búin tækjum til myndatöku af útlimum, hrygg, höfuðkúpu (einfaldar myndir) og lungum. Hægt er að mynda nýru og gallblöðru meö skuggaefni, en það hefur ekki verið gert nema í undantekningartilvikum. Allar myndir eru sendar til úrlesturs hjá sérfræðing í geislagreiningu á Borgarspitalanum. Aðstaóa til slysahjálpar og stundunar fárveikra er góð miðað við aóstæður. Til er hjartamonitor og defibrillator, respirator, svæf- ingatæki og nauösynleg áhöld til brýnna skurðaðgerða. Sem betur fer er sjaldan þörf fyrir þessi áhöld. Skurðaðgerðir aðrar en sú slysa- hjálp og þær aðgerðir i sambandi vió fósturlát og fæðingar sem eru á færi almennra lækna eru ekki framkvæmdar. Sj úkraflutningar. Heilsugæslustöðin rekur 2 sjúkrabila. Er annar fólksbifreið af Citroengerð i eigu Rauðakross-deildar F1jótsdalshéraðs en hinn er jeppabifreió af Scoutgerð, í eigu stöðvarinnar, keyptur meó takmörkuðum tollafslætti og heimild til notkunar sem þjónustu- bifreið fyrir heilsugæslustöðina og sjúkrahúsið auk sjúkraflutninga. Báðar bifreióarnar eru notaðar jöfnum höndum til sjúkraflutninga og sjúkravitjana. Auk þessara bifreiða á heilsugæslustöðin sænska snjóbifreið af Snowtrac gerð. Aó degi til er bifreióum ekió af ráðsmanni eóa framkvæmdastjóra en ella skiptast 5 sjálfboðalióar á um að vera á vakt sem bílstjórar. Þeir fá enga þóknun fyrir vaktina en fá greitt tímakaup í ferðum. Flugfélag Austurlands hefur aösetur á Egilsstöðum og eru staósettar þar tvær tveggja hreyfla flugvélar, og er önnur þeirra yfirleitt tiltæk til sjúkraflugs meö stuttum fyrirvara. 3 flugmenn starfa hjá félaginu og er 1 þeirra ávallt á vakt vegna sjúkraflugs. Flugtimi til Akureyrar er innan við ein klukkustund en til Reykja- vikur 1 1/2 klst og er hægt að fljúga til beggja staðanna hvenær sólarhrings sem er ef veóur leyfir. 4.2.3 Starfsemi sjúkrahúss. Eftir endurbyggingu sjúkraskýlisins 1975 flokkaóist það undir al- menn sjúkrahús og var rúmafjöldinn 20. Árið 1978 var leigó íbúð í dvalarheimili aldraöra til vistunar sjúklinga og bættust þá við 6 rúm, þannig aö i árslok 1978 eru skráð rúm 26. 21

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.