Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Page 60

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Page 60
I byrjun var ætlunin aó fá alla, sem leituðu til stöðvarinnar, til þess að fylla út spurningalistann. Raunin varð hins vegar sú að íbúarnir fengust ekki alltaf til þess að fylla út listann. Þetta leiddi til þess aó listinn var endurskoðaður og styttur með því að sleppa spurningum um sjúkdómseinkenni. Styttri listinn gefur betri raun og er stefnt aö því að fá alla fullorðna íbúa til þess aó fylla hann út smátt og smátt. Flæðiblaó hefur tiltölulega lítið verió notað. Er líklegt að þvi valdi óvani heilbrigðisstarfsmanna og skortur á heilsuverndar- og meðferóarprógrömmum, sem hægt er að setja upp á flæðiblöð. I nokkrum tilvikum t.d. meðferð á háum blóðþrýsting hefur lyfjablaðið jafn- framt verið notað sem flæðiblað og blþr.mælingar og aðrar breytur færðar inn á þaö. Einnig má nefna aö í sumum tilvikum bjóóa flæöi- og lyfjablaðið upp á aó heilbrigóisstarfsmaöur þarf aó tviskrá sömu upplýsingarnar, bæði á samskiptaseðil og lyfja- eða flæöi- blað. Lyfjablaðið hefur gefist vel og er mikið notaó. Á því hafa verið gerðar smávægilegar breytingar og er sýnishornið á bls. 35 eins og það er notað í dag. Þegar um endurnýjun margra lyfja er að'ræða er nú hafður sá háttur á að heilbrigðisstarfsmaöur skráir lyfjaordinationir beint á lyfjablaðið en skrifar einungis, sjá LBL, í úrlausn á samskiptaseðli, ritari skráir síðan einungis kódann á seðilinn. I þessu er fólginn verulegur léttir við skráningu. Rannsóknarseðillinn hefur reynst vel. Á honum eru þó fyrirhugaðar smávægilegar breytingar og einnig að hafa hann í þríriti, þó þannig að svörin kalkerist ekki í gegn á 3ja blaðinu heldur verði það notað sem reikningur og reikningsupphæó hverrar rannsóknar færð inn í staó svars. Rannsóknir - yfirlit. I fyrstu var afrit rannsóknaseðils limt á blað og ekkert sérstakt yfirlitsblað fyrir rannsóknir í sjúkra- skránni. Þetta gafst ekki vel og var þvi yfirlitsblaðió sett upp og eru nú allar rannsóknir færðar inn á það jafnóðum. Röðun og merkingu sjúkraskránna eftir fæðingardegi er lýst á bls. 39. Kostir þessa eru: 1. Það tekur styttri tima að finna sjúkraskrá og koma henni fyrir aftur. 2. Röng röðun uppgötvast strax (vegna kantmerkingar). 3. Það er betra að skipuleggja safnið og áætla hvaða pláss það tekur. Þrátt fyrir þessa kosti hefur önnur röðunaraöferð, svonefndar fjölskyldumöppur, rutt sér æ meira til rúms i heimilislækningum erlendis. (11.12) Röðun þessi byggist á þvi að möppum.allra einstaklinga sem til- heyra sömu fjölskyldu er raðað saman i sérstaka fjölskyldumöppu, og upplýsingar sem eiga við fjölskylduna alla þá ekki skráðar nema einu sinni, annað hvort á sérstakt fjölskyldublað eða á fjölskyldu- möppuna sjálfa. Þessi aðferö hefur þann ómetanlega kost að án þess að skrá sérstaklega hefur heilbrigðisstarfsmaður fyrir framan sig t.d. heilsuvandaskrár allra fjölskyldumeðlima i hvert skipti sem hann á samskipti við einhvern úr fjölskyldunni. Erfiðle.ikar við þessa röðun byggjast á þvi, hvernig skilgreina skuli fjölskyldu og hvernig hægt sé án mikillar fyrirhafnar að færa einstaklinga milli fjölskyldna þegar fjölskyldur breytast. 58 J

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.