Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Page 61

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Page 61
Fjölskyldunúmer þjóðskrárinnar, þ.e. nafnnúmer fjölskylduföður eða móður, leysir ekki þennan vanda þvi börn sleppa þeim tengslum í skránni þegar þau verða 16 ára. Erfitt er að hugsa sér að hægt sé að halda við röðunarkerfi, sem byggist á fjölskyldum nema unnt sé að finna einhverja nothæfa skilgreiningu á fjölskyldu, sem hægt sé aö beita á þjóðskrána svo hafa megi stoó af henni við röðunina.Ein leið virðist fær í þessu skyni, hún er að skilgreina sem fjölskyldu alla þá sem búa í sömu íbúð. Að vísu þyrfti þá að greina þá sem búa i fjölbýlishúsum manuelt i fjölskyldur en aðra væri hægt að greina vélrænt. Ibúaskrá hvers sveitarfélags í venjulegu formi, þ.e. eftir götum í stafrófsröö, mætti þá nota sem lykil að röðuninni og breytingar væri hægt að fá skrifaðar út úr þjóóskránni og eins miða til þess aó merkja bæói möppur einstaklinga og fjölskyldumöppurnar. Er auð- velt i flestum tilvikum að lesa tengsl þeirra sem búa í hverri íbúó út frá táknum þjóðskrárinnar. 6.2 Flokkun og kódun. Tilefni: Mat á tilefniskódun hefur fariö fram á þann hátt aö allir samskiptaseðlar 1977 hafa verið orðteknir með tilliti til tilefnis og raöað á kódanúmerin öllum tilefnum sem kóduó hafa verió á hvert númer. Þessi athugun leiddi þrennt í ljós: I fyrsta lagi var í sumum tilvikum erfitt að velja milli flokka og stafaói það af því að öxull flokkunarinnar var ýmist miðaður við liffærakerfi eóa svæði og olli þetta ruglingi. I öðru lagi kódaöist innan sumra flokkanna allt að helmingur tilefnanna undir önnur tilefni en aórir kódar innan flokksins voru aldrei notaðir. I þriðja lagi virtist þörf á nánari sundurliðun innan flokks 9, aðrar ástæður, en i þann flokk lentu um 56% allra tilefna. Skoðuð voru þrjú önnur flokkunarkerfi fyrir tilefni: 1 National Ambulatory Care Survey, Symptom Classification (25) 2 Flokkunarkerfi kennt við Knud Jacobsen, Patient kodning í almen praksis (21). 3 Flokkunarkerfi sem Morrell, Gage og Robinson notuðu (26). NAMCS flokkunarkerfið er mjög ýtarlegt, byggt upp á sömu aðal- flokkum og Hin alþjóðlega sjúkdóma- og dánarmeinaskrá, ICD8. Einnig er sérstakur kafli fyrir önnur tilefni en sjúkdómseinkenni. Flokkun Morrells og félaga er byggt upp á 9 aðalflokkum sem er síðan skipt í 3 - 9 undirflokka. Notaður er bæði öxull sem miðast við liffærakerfi og truflun á starfi. Sérflokkur er fyrir ýmsar ástæður aórar en sjúkdómseinkenni, en þess ber að geta að flokkun þeirra félaga var miðuó við rannsókn sem tók fyrst og fremst til nýrra samskipta og þvi var þörfin fyrir þann flokk minni. Skoðun á tilefnisskráningunni 1977 og fyrrgreindum flokkunarkerfum leiddi til endurskoðunar á tilefnisflokkun þeirri sem notuó var. 59

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.