Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Page 72

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1980, Page 72
LÍtilA .V&fi viröist á því aö skráning tilefnis sjúklings eykur vídd skráííingarinnar og getur varpaö ljósi á ýmislegt sem hefö- budnin sjúkdómaskráning skýrir ekki. I öðrum tilvikum er tilefnis- skráningin aftur á móti gagnslítil nema hún haldist i hendur viö skráningu á greiningu og úrlausn. Má þar t.d. nefna allan þann fjölda samskipta þar sem tilefnið er eftirlit eöa endurnýjun lyf- seðils. Flokkunarkerfi fyrir sjúkdómsgreiningu eiga sér lengsta hefð. Hin Alþjóðlega sjúkdóma- og dánarmeinaskrá, sem nú er gefin út af Alþjóða heiibrigðismálastofnuninni, á rætur sinar að rekja til dánarmeinaskrár Bertillon, sem samþykkt var af International Statistical Institute 1893 (38) . 9. endurskoóun hinnar alþjóölegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrár var samþykkt 1975 og tók gildi viöa um heim 1. janúar 1979. Hún mun ekki taka gildi á Noróurlöndum þvi heilbrigðisstjórnir á Norðurlöndum hafa af ýmsum ástæðum kosið að nota 8. endurskoðunina áfram uns séð verður hvernig 10. endurskoðunin verður. Alþjóðlega sjúkdómaskráin er þannig aó uppruna dánarmeinaskrá en hefur verið notuð sem sjúkdómaskrá og verið aðlöguð til slikrar notkunar einkum á sjúkrahúsum. Á henni eru verulegir gallar vió notkun utan skjúkrahúsa og hafa verið gerðar tilraunir til þess að bæta úr þeim meó úrdrætti á algengustu greiningum sem fyrir koma i heilbrigöisþjónustu utan sjúkrahúsa. Ýmsar athyglisveróar tilraunir hafa veriö gerðar með ný flokkunar- kerfi óháó Alþjóða sjúkdómaskránni. Þekktast er flokkunarkerfió, Systematized Nomenclature of Medicine, SNOMED, (9) sem hefur verið þróaö af ameriska meinafræöingafélaginu á grunni flokkunarkerfis fyrir meinafræði, Systematized Nomenclature of Pathology, SNOP. SNOP hefur verið notað jafnframt Alþjóða sjúkdómaskránni við flokkun liffærameinafræðilegra greininga viða um heim um árabil, meðal annars hér á landi. SNOMED hafur miklu skipulegri uppbyggingu en Alþjóða sjúkdómaskráin og gefur möguleika á miklu nákvæmari kódun. Þrátt fyrir það eru flestir, sem rita um val flokkunar- kerfis fyrir sjúkdómaskráningu almennt og heimilislækningar og heilsugæslu sérstaklega, sammála um að óskynsamlegt sé að rjúfa tengslin við Alþjóða sjúkdómaskrána og taka upp flokkunarkerfi sem ekki er hægt að þýða yfir i hana. Þetta þýðir það að óski menn að taka upp nýtt kerfi sem ekki er hægt að þýöa yfir i Alþjóða sjúkdómaskrána verða þeir aö kóda samhlióa eftir henni til þess aö halda möguleikum til samanburðar við fortiðina og um- heiminn. I Danmörku hefur verið sett fram athyglisvert flokkunarkerfi fyrir sjúkdómsgreiningar til notkunar i heimilislækningum af Krogh Jensen (23). Kostir þessa kerfis eru þeir að gerö er tilraun til þess að skilgreina hvern sjúkdómaflokk og setja skilyrði fyrir greiningu. Gallarnir eru hins vegar þeir að ekki er vist að allir séu sáttir við aó fara eftir skilyróumam og flokkunarkerfió vikur talsvert frá Alþjóða sjúkdómaskránni. Af úrdráttum úr Alþjóða sjúkdómaskránni sem notaðir hafa verið i sjúkdómaskráningu i heimilislækningum er helst um 3 kerfi að ræða. Einfaldasta kerfið er að nota einungis aðalkaflana úr ICD sem eru 70

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.