Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Qupperneq 21

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Qupperneq 21
3.0 ALDRAÐIR 0G HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA í þessum kafla er gerð grein fyrir rannsóknum sem öldrunar- þjónustunefnd hefur annað hvort staðið fyrir eða stuðst við í mati sínu á heildarþörf fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík. 3.1 Sjúklingatal í Reykjavík 31. mars 1981 Framkvæmdanefnd heilbrigðismálaráðs Reykjavíkurlæknishéraðs stóð fyrir sjúklingatali á öllum sjúkrastofnunum í Reykjavík 31. mars 1981. Þessi athugun náði til Landspítala (ásamt Vífils stöðum), Borgarspítala (ásamt Fæðingarheimilinu), Landakotsspít- ala, Kleppsspítala, Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Hrafn istu, Sjúkrastöðvar SÁÁ og sjúkrahótels Rauða kross íslands. Þann 31. mars 1981 reyndust vera 1764 legusjúklingar og 120 dagsjúklingar á sjúkrastofnunum Reykjavíkurborgar. Eftir búsetu skiptust þeir þannig, að tæp 63% þeirra áttu lögheimili í Reykja vík, 1110 manns, eða sem svarar til 1,33% Reykvíkinga. Karlar voru 721, en konur 1043. Skipting sjúklinga eftir tegundum stofnana er sýnd £ töflu 3. Tafla 3 Skipting sjúklinga eftir tegundum stofnana Stofnanir/deildir Fjöldi sjúklinga Þar af 70 ára og eldri % Almennar sjúkradeildir^ 871 294 33,8 Geðsjúkrahús og geðdeildir 367 45 12,3 Langlegudeildir 498 449 90,2 Sjúkrahótel R.K.l. 28 13 46,2 1764 801 45,4 1) Endurhæfingardeild Landspítalans og Grensásdeild taldar með 1 töflum 4 og 5 kemur fram aldursdreifing sjúklinga eftir stofn- unum og tegund þjónustu. 19

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.