Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 5
FORMÁLI
I riti þessu er gerð grein fyrir helstu breytingum á fóstureyðingum i
kjölfar laga nr. 25/1975, um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og
barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaögerðir. Ekki voru allir
á eitt sattir þegar frumvarp þetta varð aó lögum. Töldu nokkrir að þau
næóu of skammt en aðrir að meó þeim væri verið að heimila of mikió
frjálsræói.
Fóstureyðingar voru fyrst heimilaðar meö lögum nr. 38/1935 og þá ein-
göngu af læknisfræðilegum ástæóum, einkum til að bjarga lifi og heilsu
konunnar. Með lögum nr. 16/1938 var heimild til fóstureyðinga jafn-
framt látin ná yfir tilvik, þegar hætta var talin á erfðagöllum, fóst-
urskaða eða vanskapnaði og ef konu hafði verió nauðgaö. Lita verður
svo á að lagasetningin bæói árið 1935 og árið 1975 hafi frekar verið
afleióing en orsök þróunar og þjóðfélagsumræðu m.a. um stöóu konunnar.
í þessari athugun kemur fram að veruleg fjölgun hefur orðið á fóstur-
eyðingum. Lengst af á gildistima laganna frá 1935 og 1938 samsvaraði
fjöldi fóstureyðinga þvi að ein til tvær af hverjum 1000 konum á
aldrinum 15-49 ára hefðu fengið fóstureyðingu á ári hverju. Timabilið
1971-1975 var fjöldi þeirra 4,1 af 1000 á ári, 8,7 timabilið 1976-1980
og 11,7 árið 1983. Þrátt fyrir þessa fjölgun er Island ásamt Finnlandi
með lægsta tiðni fóstureyðinga á Norðurlöndum. Athugunin leiðir einnig
i ljós verulega aukningu á fjölda fóstureyðinga sem heimilaðar eru ein
göngu af félagslegum ástæðum. Árið 1982 lét nærri að niu af hverjum
tiu fóstureyóingum væru heimilaðar á félagslegum forsendum en árið
1976 voru þaó um það bil sex af hverjum tiu.
Erfitt er að meta áhrif núgildandi löggjafar á fóstureyðingar, ekki
sist i ljósi þess að ekki er vitaó um fjölda fóstureyóinga sem áður
voru framkvæmdar án heimildar eóa erlendis. Á áttunda áratugnum var
fóstureyðingalöggjöf allra Norðurlandanna rýmkuð. Á hinum löndunum
viröist tiðni fóstureyðinga hafa náð hámarki og fara hægt lækkandi.
Framtiðin ein getur skorið úr þvi hvort það sama eigi eftir að gerast
á íslandi.
Guðjón Magnússon
settur landlæknir.
3