Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 14
2. AGRIP
Lítil vitneskja liggur fyrir um fóstureyðingar hér á landi fram til
þess tima er þær voru fyrst heimilaðar með lögum árið 1935. Um og
eftir 1930 er farið að geta um fóstureyðingar i Heilbrigðisskýrslum og
i kjölfar lagasetningarinnar hefst reglubundin skráning fóstureyðinga
og nokkurra atriða tengdum þeim.
Með lögum nr. 38/1935 voru fóstureyöingar heimilaðar af læknisfræði-
legum ástæðum, einkum til að bjarga lifi eða heilsu konunnar en með
lögum nr. 16/1938 var heimild jafnframt látin ná yfir tilvik, þegar
hætta var talin á erfðagöllum, fósturskaða eóa vanskapnaði og ef konu
hafði verið nauðgaó. Ofangreind lög giltu til 22. mai 1975 er sett
voru lög nr. 25 "um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir
og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir". Með þessum lögum var
heimild til fóstureyðinga rýmkuð og hún heimiluð á félagslegum
forsendum eingöngu jafnt sem læknisfræðilegum. Sem fyrr var
fóstureyðing leyfileg vegna nauðgunar.
Fóstureyðingum ýmist fjölgaói eða fækkaði fram undir 1970 er þeim fór
aó fjölga mjög. Hélt sú þróun áfram i kjölfar lagasetningarinnar árið
1975. Var aukningin hlutfallslega meiri framan af áttunda áratugnum en
úr henni hefur dregið á siðustu árum. Arin 1971-1975 voru framkvæmdar
að meðaltali 203 fóstureyöingar á ári, 1976-1980 var meðaltalið 472
fóstureyöingar og 632 árin 1981-1983.
Eins og vænta má er alltaf nokkur hópur kvenna sem hættir við
fóstureyðingu eftir að hafa sótt um aðgerð. A Kvennadeild
Landspitalans, þar sem þrjár af hverjum fjórum aðgerðum fara fram, var
fjöldi þeirra sem hættu við aðgerð 371 á timabilinu 1976-1983, (sem
svarar 12% fóstureyðinga framkvæmdra á Landspitalanum þetta■timabil).
Á hinn bóginn var samtals 75 konum synjað um fóstureyóingu á
Kvennadeild áðurnefnt timabil (svarar til 2,3% aðgerða þar). Af 140
málum, sem nefnd skv. 28. gr. 1. nr. 25/1975 fékk til úrskurðar
timabilið 1975-1984, en auk ágreiningsmála fær nefndin allar umsóknir
vegna fóstureyðinga eftir 16. viku meðgöngu til úrskuröar, var synjað
leyfis um fóstureyóingu i 24 tilvikum.
12