Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 41
Helstu auökenni kvenna.
5.4.
Hvaða konur fá fóstureyöingu, er stundum spurt. Til að geta svaraö
Því og hvort það sé eitt eða fleiri atriði öðrum fremur sem einkenni
Þann hóp kvenna, sem fær fóstureyðingu, hafa fóstureyðingar áranna
■^976-1981 verió flokkaóar með tilliti til nokkurra auðkenna (character-
t^tics) eða persónuatrióa þeirra kvenna sem hlut eiga að máli. Þau
atriói sem hér eru tekin fyrir eru aldur, hjúskaparstaða, starf,
lögheimili, barneign, fyrri fóstureyðingar, iengd meógöngu og notkun
9®tnaóarvarna.
Aldur. (13)
aldur þeirra kvenna, sem fengu fóstureyðingu á árunum 1976-1981
er skoóaður kemur i ljós, að meðalaldur þeirra hefur lækkað um þrjú
ár eóa úr 28,7 ár árið 1976 i 25,8 árið 1981.
yngsta sem fékk fóstureyðingu var 13 ára en sú elsta 48 ára.
1 töflu 11 er konunum skipt í 5 ára aldurshópa. Þar kemur fram aö
fóstureyðingar eru flestar hjá konum undir 25 ára aldri en fækkar
Slðan með hækkandi aldri. Fjölgun fóstureyðinga hefur átt sér
stað i öllum aldurshópum nema hjá þeim allra yngstu, (þar sem litlar
treytingar verða á timabilinu að undanskildu árinu 1978) og elstu
^onunum þar sem fækkun á sér stað.
^lutur hinna yngri kvenna hefur vaxið verulega og árið 1981 er um
helmingur kvennanna undir 25 ára aldri samanborið við 38% árið
■'■976. A sama tíma hefur hópur 35 ára og eldri dregist saman úr 28%
arið 1976 i 15% árið 1981. Um þriðjungur kvennanna er á aldrinum
^ð-34 ára og á það við öll árin nema 1979.
^eð þvi að vega fjölda fóstureyðinga. með fjölda kvenna á frjósemis-
alúri þ.e. 15-49 ára fæst svokölluð tiðni fóstureyðinga. Arið 1976
fengu 7,0 af hverjum 1000 konum 15-49 ára fóstureyðingu en 10,6
arið 1981. Hækkunin er ekki alveg samfelld eða 7,0 (1976) 8,6 (1977)
8'* 1 * * 4 * * * 8 (1978) 10,5 (1979) 9,4 (1980) og 10,6 (1981).
Breytingar á aldursbundinni tiðni fóstureyóinga eru þær aó aukning
a sér stað i öllum aldursflokkum nema 35 ára og eldri þar sem dregið
^efur úr fóstureyðingum.
39