Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Side 68
5.4.7. Lengd meðgöngu.
1 10. gr. laga nr. 25/1975 um fóstureyðingar o.fl. segir:
"Fóstureyóing skal framkvæmd eins fljótt og auðið er og
helst fyrir lok 12. viku meógöngutímans.
Fóstureyóing skal aldrei framkvæmd eftir 16. viku með-
göngutimans, nema fyrir hendi séu ótvíræóar læknisfræði-
legar ástæður og lifi og heilsu konunnar stefnt i þvi
meiri hættu með lengri meógöngu og/eða fæðingu. Einnig
skal fóstureyðing leyfileg eftir 16 vikur, séu miklar
likur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.
Slikar undanþágur eru aóeins heimilar að fenginni skrif-
legri heimild nefndar, skv. 28. gr."
1 töflu 33 er yfirlit yfir fóstureyðingar eftir lengd meðgöngu
kvenna. Langflestar þeirra kvenna sem fengu fóstureyðingu árin
1976-'8i, eóa 92% heildarhópsins (97% ef ótilgreindum er sleppt),
voru gengnar með 12 vikur eða skemur er fóstureyðing fór fram,
þar af var meira en helmingur gengin með undir 9 vikum sbr. mynd 9.
Ef einstök ár eru skoðuó sést aó hlutfallió hefur farið lækkandi
með árunum, var um og yfir 95% 1976 og 1977 en 89% árin 1980 og 1981.
En þvi er við að bæta að á sama tíma hefur það farist hjá í auk-
num mæli, að skrá þessar upplýsingar á umsóknarblöðin. Þannig
vantar lengd meðgöngu hjá 6 konum árið 1976 eða 1,6% en 46 árið
1981 sem samsvarar 7,7% allra þaó árið. Er ekki óliklegt að
þorri ótilgreindra eigi heima með hópnum 12 vikur eða minna og
ef svo er má ætla að sá hópur haldi nokkurn veginn hlut sinum
gegnum árin.
Þrátt fyrir verulega aukr.ingu fóstureyðinga hefur fóstureyðingum
eftir 12. viku meðgöngutimans litt fjölgað. Arið 1976 var um 13
að ræða og 16 árið 1981. Flestar urðu þær 22 árið 1979.
Allt timabilið 1976-'81 voru samtals 99 fóstureyðingar framkvæmdar
eftir 12. viku meðgöngutimans, sem svarar til 3,3% heildar. Þar af
var lengd meðgöngu 13-16 vikur i 72 tilvikum, 17-20 vikur i 22 og
yfir 20 vikur i 5 tilvikum.
Astæður fóstureyóinga eftir 16. viku meðgöngu voru i öllum tilvikum
læknisfræðilegar eftir þvi sem fram kemur i skráningu ástæðna fyrir
aðgeró.