Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 141
I ljós kom aó um mjög margvislegar félagslegar aðstæður var að ræóa en
nokkrar skáru sig úr og þær sem oftast voru nefndar voru eftirfarandi:
að samband við barnsföður var ótryggt eða ekkert
aö viðkomandi kona var i námi eóa hugðist fara i nám
að aðstæður voru almennt erfiðar, fjárhagur þröngur
um var aö ræða einstæða móður með eitt eða fleiri börn á
framfæri.
Það er á valdi viðkomandi kvenna og þeirra sem fjalla um umsóknir um
fóstureyðingar aó meta aðstæðurnar i hvert skipti, i ljósi laganna.
Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um hvort ofangreindar aðstæður einar
sér eða ásamt öórum falli undir áöurnefndan d)liö með réttu en úr þvi
veróur ekki skorið á þessum vettvangi.
Til að fylgjast betur með þvi á hvaóa forsendum fóstureyðingar eru
heimilaðar er nauösynlegt, i ljósi reynslunnar, að skoða nánar þær
félagslegu aðstæður, sem fallið hafa undir d)liö 1. tl. 9. gr. laganna
á undanförnum árum. Athugun á umsóknum frá árinu 1981 sem áöur er
vikið að gaf til kynna, að þó um mjög margs konar aðstæður væri að
ræða voru nokkrar greinilega algengastar. I framhaldi af slikri
athugun, sem tæki til nokkurra ára væri sá möguleiki fyrir hendi að
endurskoða lögin og bæta við fleiri skilgreindum liðum i 1. tl. 9. gr.
ef ástæða þætti til og/eða breyta umsóknareyðublöðunum þannig að
d)liður þar yrói nánar sundurgreindur vegna úrvinnslu upplýsinga af
þeim. Þá er hægt að hugsa sér að sett yrði reglugerð sem tæki á þessu
máli en engin reglugerð hefur enn veriö sett með fóstureyðingalögunum
þó að gert sé ráð fyrir henni i 32. gr. laganna, þar sem segir "ákveóa
skal með reglugerð um nánari framkvæmda laga þessara". Þvi er viö að
bæta, að áriö 1977 var skipuð nefnd af heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra til að semja drög að reglugerð. Fyrrihluta árs
1980 lágu drögin fyrir en af gildistöku reglugerðarinnar varð ekki.
Var það álit landlæknis, sem var formaður nefndarinnar, að rétt væri
að sjá fyrst hvernig til hefði tekist með framkvæmd laganna og gera
úttekt á þvi áöur en reglugerð yrði sett.
139