Leikhúsmál - 01.03.1963, Síða 8

Leikhúsmál - 01.03.1963, Síða 8
Sveinn Einarsson: Andorra og Eðlisfrœðingarnir Andorra gœti eins vel heitið Sviss eða ísland. Það er hvaða smóríki sem er; ríki sem mennirnir hafa gert með sér, af því að allir einstaklingar þess eru eins, af sama kynstofni og litarhœtti — allir nema einn, Andri, Gyðing- urinn. Svo merkiiega vill til, að í „Dagbók", sem Frisch gaf út árið 1949, er að finna fyrstu drœtti að flestum verkum hans: það er eins og skáldið leggi sér veg og fari hann síðan. Fyrsti uppdrátturinn að þessu leikriti er klausa í dagbókinni, rituð 1946. Hún heitir Gyðingurinn í Andorra og lýsir œði vel efni leiksins, sem síðar varð: ,,l Andorra bjó ungur maður, sem menn héldu vera Gyðing. Það œtti að segja söguna, sem barst manna á milli um œtterni hans, daglega umgengni hans við And- orra-búana, sem líta á hann sem Gyðing; það er tilbúin mynd hans, sem alls staðar bíður hans. Hann verður að grípa til dómgreindar sinnar, sem skerpist við þetta. Eða til dœmis afstaða hans til peninga, sem líka skiptir miklu máli í Andorra: hann vissi og fann, hvað allir hugsuðu án þess að fœra það 1 orð; hann rýndi í eigin barm til þess að komast að því hvort það vœri satt í raun og veru, að hann hugsaði alltaf um peninga, hann rýndi í sig þar til hann komst að því, að svo var það, hann var alltaf að hugsa um peninga . . . Honum tókst ekki að vera eins og aðrir, og eftir að hafa reynt árangurslaust að komast hjá því að vekja á sér eftirtekt, bar hann út- lagadóm sinn með eins konar þrjózku, með stolti og dulinni andúð, sem hann beitti svo á milli, þegar hann hafði fengið nóg af því, sem hann þá mýkti upp með yfirdrifinni kurteisi: meira að segja þegar hann hneigði sig var það eins konar ásökun, rétt eins og það vœri umheiminum að kenna, að hann var Gyðingur. — Flestir Andorra-búar gerðu honum ekkert til miska. En heldur ekkert gott. Hins vegar var til fólk í Andorra, sem var frjálslynd- ara og trúði á framfarir, eða sem höfðu þannig hjartalag, eins og þeir kölluðu það, sem skyldaði það til að vera mannúðlegt: Þeir dáðust að Gyðingnum, eins og þeir orðuðu það, einmitt fyrir hans gyðinglegu eiginleika . . . Þeir voru á hans bandi allt til dauða hans, sem var svo grimmilegur, svo grimmilegur og viðbjóðslegur, að jafn- vel þeir Andorra-búar, sem höfðu látið sig einu gilda, að líf hans hafði líka verið grimmilegt, urðu gripnir skelf- ingu. Það er að segja, þeir syrgðu hann nú eiginlega ekki, eða svo að maður sé alveg hreinskilinn: þeir sökn- uðu hans ekki, þeir voru aðeins cestir þeim, sem höfðu deytt hann,- og yfir því hvernig farið var að þvl, einkum hvernig var farið að því. Lengi töluðu menn um þetta. Þar til dag einn að upp komst — og það hafði hinn látni ekki getað vitað — að hann var tökubarn — og hans réttu foreldrar voru Andorra-búar rétt eins og við öll hin — -—. Þá var hcett að tala um þetta. En þegar Andorra-búar líta í spegil, rennur upp fyrir þeim með skelfingu, að þeir hafa Júdasardrœtti í andliti sér, hver og einn. Eins og við sjáum spyr Frisch um sjálfið. Andri tekur Eðlisfrœðingar Díirrenmatts frá frumsýningunni í Zurich 4

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.