Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 10

Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 10
Af œfingu ó ESIisfrœðingunum í Iðnó nefna Herra Missisippi kvœnist, Engiil kemur til Babylon, Gömul frú í heimsókn, sem sýnt hefur verið um allar jarð- ir, og svo Eðlisfrœðingarnir. Flest þessi leikrit mó að öðrum þrœði kalla gaman- leiki með djúpum undirtónum; ódeilan er ríkur þóttur í þeim, ekki sízt í Heimsókn gömlu frúarinnar, sem snýr ó haus siðferði borgaranna, sem hafa peningana að hugsjón. Dúrrenmatt er nefnilega siðferðilegur umvand- ari. Hann segist ekki skólda fyrir sviðið, heldur með því: m. ö. o. hann vill eins og Brecht vera boðberi og spó- maður. Hins vegar hefur hann ekkert tilbúið recept tii að lcekna heimsins mein, hann lœtur sér nœgja að stinga ó kaunum og vara við hœttu, vekja til umhugsunar og ó- byrgðar. Leikritið um eðlisfrœðingana er heimsódeila. Leikurinn gerist í stóru gömlu einbýlishúsi, sem breytt hefur verið í geðveikrahœli, kallað „Kirsuberjagarður- inn". Þar rœður ríkjum fröken Mathilde von Zahnd, lœknir og heiðursdoktor, krypplingur, sólfrœðingur og mann- vinur. Sjúklingr hennar eru imbecilir aristokratar, gam- alœrðir stjórnmólamenn — það er að segja, ef þeir sitja ekki enn í ríkisstjórninni, hólfvita milljónamœringar, kleifhuga rithöfundar, maniodepressivir stórforstjórar — í stuttu móli sagt: úrvalið af brjólœðingum Vesturlanda, því að doktor von Zahnd er frœg og eftirsótt. Þarna eru

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.