Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 26

Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 26
verks, ég sakna þess aftur á móti að órangurinn skyldi ekki verða í fullu samrœmi við augljósan vilja frúarinnar. Gunnar Eyjólfsson leikur Pétur Gaut af miklum þrótti og haldgóðri tœkni og stundum af þeirri innlifun, sem nœgir til að gefa óhorfendum glögga innsýn í karakter- einkenni hlutverksins. Leikur hans er þó víða of snauður af lyrískum blœbrigðum og meðferð hans ó textanum stundum ófullnœgjandi. í heild var frammistaða hans sýnu betri í fyrri hlutanum en þeim seinni, en yfirleitt má hún teljast leikafrek, svo margbrotið og víðfeðmt sem hlutverkið er. Það vantar skálkinn í Arndísi Björnsdóttur, annars leikur hún Ásu mjög vel. Atriðið á dánarbeðnum var eftirminnilegt af hennar hálfu (Gunnar var hins vegar ekki almennilega í „kontakt" við neinn nema sjálfan sig). Af öðrum leikurum vil ég sérstaklega minnast á Herdísi Þorvaldsdóttur, í hlutverki Þeirrar grœnklœddu, Lárus Pálsson, Begriffenfeldt, Klemenz Jónsson, kokkurinn, og Rúrik Haraldsson í hlutverki Hnappasmiðsins. Eftirminni- legur leikur hjá þeim öllum. Hugmyndin að sviðbúnaðinum er góð (samtengj- andi) en útfœrslan miður góð. Þar fyrir utan er Þjóðleik- húsið óþarflega montið af „skýjum" sínum, þau eru farin að vera leiðigjörn. Að öllu samanlögðu er sómi að sýningunni, þótt göll- uð sé, og hvað sem um leikritið má segja þá er víst að þetta er máttug hugvekja, enda er það styrk og djúp hugsun Ibsens sem heldur uppi leiksýningunni öðru fremur. ob Þau mœSgin, Ása og Pétur

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.