Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 31

Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 31
GuSrún Ásmundsdóttir og Birgir Brynjólfsson Brynjólfur Jóhannesson og Helga Valtýsdóttir maðurinn útí heim að leita gœfunnar. Búið. Meira er það nú ekki. En það er svo huggulega snoturt og snurfussað. Manneskjurnar eru svo mannlegar. Einkum eru aðalkarl- persónurnar eftirminnilegar: Þeir Jónatan gamli og Finn- björn brotajórnssali. Hrumleiki Jónatans er sannfœrandi, hvernig hann staglast alltaf ó gamla ólóninu sínu („14. október er í dag, 14. október var í gœr, 14. október var í fyrradag, það er alltaf 14. október . . . ."), kalkaður, blindur, stirður. Eitt fallegasta atriðið þótti mér samtal hans og Árdísar, þegar þau tala saman hvort um sitt áfall án þess að sinna hinu. Tvö stef í tvísöng. Brynj- ólfur Jóhannesson lék Jónatan af sérlegri alúð og sann- fœringu. Brotajárnssalinn var óglœsilegur elskhugi í stiga, heldur bjálfalegur ríkisbubbi, sem maður hálfkenndi í brjósti um, einkum vegna blœbrigðaríkrar túlkunar Gísla Halldórssonar. Annars hefði maður kannske fengið óbeit á honum. Yfirleitt var sýningin öll einkar fáguð. Sennilega kemur þar til allur sá vinnuháttur, sem á var hafður. Höfundur hafði flesta leikarana þegar í huga, er hann samdi leik- ritið. Við samningu naut hann aðstoðar leikstjóra. Á œf- ingum fengu allir að leggja orð í belg, mörgu var breytt, er á sviðið kom, margt var umsamið. Þannig breyttist t. d. 3. þáttur sex sinnum. Jafnvel var nýrri persónu bœtt inní, sem hvarf jafnsnarlega af sjónarsviðinu og hún kom. Höfundur dregur enga dul á, að árangur hefði aldrei orðið sá sami, ef Gísla Halldórssonar hefði ekki notið við. Málið er venjulegt, íslenzkt alþýðumál og sem slíkt eðlilegt og tilgerðarlaust, en ekki eins forskrúfað einsog stundum þegar hámenntaðar Islenzkukanónur þýða eða skrifa og bisa við að vera alþýðlegir í tali. Hér er talað um stabílítet, frat, apparat, toppmódern og big bissness jafn blátt áfram einsog um óskabarn þjóðarinnar, ald- anna jó og úthafsins knörr. Þó þótti mér táningsstelpurn- ar tala svolítið tilgerðarlegt mál. Birgir Brynjólfsson lék Láka, pörupiltinn með sálar- flœkjurnar. Fannst mér hann stundum of flœktur í þœr. Það var alltaf einhver stjarfur þjáningarsvipur á honum, sem smitaðist útí leik hans. Þegar hann róaðist náði hann langbeztu köflunum (frásögnin úr bernskunni). Steindór Hjörleifsson lék Stíg skósmið og trúarofstœkismann af alltof miklu ofstœki. Mitt inní hið tiltölulega raunsceja leikrit með hœfilega raunsœjum persónum og umhverfi datt hann einsog hrökkáll inní síldartorfu með yfirdrifinn og farsakenndan leik, comedia del'arte, algjör misskiln- ingur hjá leikara og leikstjóra. Kvenpersónurnar eru ekki eins meitlaðar. Áróra spá- kona er mikil hitamanneskja, en nokkuð hnökrótt í hönd- um Helgu Valtýsdóttur. Röddin brast stundum, og það vantaði þann funa, sem talað er um í 3. þœtti, að hún hafi misst úr augnaráðinu. Bezt þótti mér hún, er hún var að hella sér yfir rukkarann (Karl Sigurðsson, glettilega góður I svona aukahlutverki). Árdís er lítil sveitastelpa, sem kemur í höfuðstaðinn og verður skotin í Láka. Ást, nœla, tryggðapantur og allt það; heldur lítið spennandi hlutverk í höndum Guðrúnar Ásmundsdóttur, sem mér þótti samt gera margt sérlega vel. En klœðaburður fólksins truflaði mig. Einn þátturinn gerist í byrjun ágústmánaðar. Þá er Jónatan gamli að krókna úr kulda á höndunum. Guðmundur Pálsson og Gísli Halldórsson spássera um innpakkaðir í frökkum í bak og fyrir, en Róra dólar út um hánótt í fleginni blússu einni saman án þess að fá hroll, og Láki hleypur á skyrt- unni með uppbrettar ermar um allan bœ. — En þetta eru smáatriði. í heild var sýning þessi viðburður. Hin af- bragðsgóðu leiktjöld Steinþórs Sigurðssonar gerðu og sitt til þess. Þar var ekta ryð á ekta bárujárni; og ekta harð- fiskur. Sem sagt, fulla ferð áfram, Jökull! ólm 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.