Leikhúsmál - 01.03.1963, Síða 39

Leikhúsmál - 01.03.1963, Síða 39
ið mismunandi hlutverk viku eftir viku ún þess að gera hlustendur leiða á sér, og vissulega eigum við til örfáa slíka leikara. Mér virðist að orsök hins takmarkaða leikendavals sé tak- markað val leikstjóra, þar sem leik- stjórar velja gjarnan sömu leikara til flutnings á þeim leikritum, sem þeim eru falin. Þetta er eðlilegt, þar sem þeir þekkja hœfileika og takmark- anir sumra leikenda fremur en ann- arra, en meiri fjölbreytni í vali leik- stjóra vœri bœði í þágu hlustenda og leikaranna sjálfra. AMPHITRYON 38 eftir Jean Giraudoux Þýðandi Andrés Björnsson Leikstjóri Indriði Waage 27. janúar Efni þessa leiks er sótt í goðsögn- ina um viðskipti Seifs og Alkmenu, konu Amphitrons, sem guðinn er sagður hafa virt mest allra jarðneskra kvenna, sem hann sœngaði hjá, og er talið til marks um það, að í stað þess að koma henni að óvörum í gervi einhvers dýrs, lagði hann á sig að taka á sig gervi Amphitryons og skipaði Heliosi að lengja nóttina, sem svaraði þremur nóttum. Með því að fara frjálslega með goðsögnina,, bregður höfundur upp bráðskemmti- legri mynd af hinu guðdómlega og stóra í vanmœtti sínum gagnvart hinu ,,ewig weibliche". Seifur er bráðskemmtileg persóna í meðförum höfundar og hefur á reiðum höndum tilvitnanir í verk ófœddra skálda á ómótuðum tungumálum. Leikur Helga Skúlasonar var mjög góður, og ekki síður leikur Herdísar Þorvaldsdóttur í hlutverki Alkmenu. Skylt er að geta skemmtilegs leiks Rúriks Haraldsson- ar í hlutverki Merkúrs. Leikstjórn Indriða Waage var mjög vönduð og smekkleg. Henrik Ibsen: MÁTTARSTÓLPAR ÞJÓÐFÉLAGSINS .... ÞýSandi Árni Guðnason Leikstjóri Gísli Halldórsson 9. febrúar Enn eitt sviðsleikrit tekið til flutn- ings án breytinga, sem sjálfsagðar eru til útvarpsflutnings. Einu breyt- ingarnar, sem virðast hafa verið gerð- ar, eru styttingar textans hér og hvar, sem gegna vafasömu hlutverki. Ég missti af kynningu leikenda og tók mig langan tíma að henda reiður á öllum þeim persónum, sem komu fram þegar í upphafi. Leikstjórn var í ýmsu ábótavant. Hópatriði voru mjög illa skipulögð í lok leiksins. Undir rœðu kennarans var þess ekki gcett að láta fagnaðarlceti fjöldans grípa inn á eftir áherzluríkustu setningun- um. Ennfremu var skvaldur borgar- anna óþolandi, á meðan Bernick konsúll hélt rœðu sína, sem birti mönnum þó slík tíðindi, að œtti að slá þögn á alla. Ég mun ekki fjöl- yrða um leikritið, Þar sem verk Ib- sens eru flestum kunn. Ástœða er til að geta sérstaklega góðs ieiks Vals Gíslasonar í hlutverki konsúlsins og Gests Pálssonar í hlutverki Aune skipasmiðs. Nýtt íslenzkt leikrit Laugardaginn 16. febrúar. Einkenni- legur maður eftir Odd Björnsson. Elektrónisk tónlist: Magnús Bl. Jó- hannsson. Leikstjóri Baldvin Halldórs- son. Ný, frumsamin íslenzk útvarps- leikrit eru sjaldgœfir viðburðir og fagnaðarefni hverju sinni. Fyrrnefnt laugardagskvöld heyrðist loks rödd ungs leikritaskálds, Odds Björnsson- ar, sem menn hafa lengi vitað að fengist við slíka iðju, orðinn verð- launamaður og allt hvað eina. Þetta er samt í fyrsta skipti, sem leikrit kemur fram eftir hann opinberlega. Garðyrkjumaður hjartna og nýrna rœðst sem leigjandi til smáborgara- heimilis og heldur þar áfram iðju sinni að upprœta illgresi blekkingar- innar frá mannplöntunni. Þrátt fyrir tortryggni húsráðenda, tekst honum að umbreyta hugsunarhœtti a. m. k. tveggja fjölskyldumeðlima með ó- brigðulum ráðum: Vinnu og hugsun til handa ónytjungnum Utigangi og ást og barneign fyrir deyfðarlega og sljca heimasœtu. Nýju frœi er sáð. Að því loknu er hann meðtekinn með tregðu sem tengdasonur, og vefur blekkingarinnar lykst um hann út á við. Hugmyndin er skemmtileg og gefur mikla möguleika til úrvinnslu. Þegar leigjandinn kemur inn á heim- ilið og I kunningjahóp vallgróinna góðborgara, ber ýmislegt skoplegt fyrir eyru. Hugarfar þeirra og sjón- GULL OG DÝRIR STEINAR eru viðfangsefni verkstœða okkar Jon Sípunilssiin 3kort9ripaverzlun Kjörorðið er: Blóm á borðið Blóm og grœnmeti hf. Skólavörðustíg 3 og Laugavegi 126 Símar 16711 - 36711 35

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.