Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 59

Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 59
gœtu ekki unað lífinu án þess að finna sjálfir svar. Hver maður verði að rísa undir sinni eigin ábyrgð en geti ekki œtlast til þess að aðrir útvegi svar sem gildi fyrir alla. Það hefur orðið bylting í leikhúsinu. Og það liggur við að sumir byltingarhöfundarnir séu að verða klassískir. Tíminn líður svo hratt úti í heimi. Nú gerir enginn sig leng- ur að fífli með því að fussa við lonesco og Beckett. Nátt- úrlega halda tízkuhöfundar áfram að koma fram: Noel Coward í fyrragœr, Rattigan i gœr, Billetdoux í dag, Dobb- eldex á morgun. Og byltingin hefur gerzt svo hratt, nú er hœtta á því að gagnrýnilaus fúsleiki að gleypa við öllu komi í staðinn fyrir tregðu og mótþróa þeirra sem héldu að Beckett og lonesco vceru bara spilagosar. Nú er sú hœttan að enginn þori að neita neinu lengur, hinir blindu láti ekki henda sig aftur að vera á móti því sem kunni að eiga eftir að sigra og séu þessvegna gin- keyptir fyrir hverju sem kemur óvœnt, allt sem er nýstár- legt sé framvindulist, avant-garde. (Þessa dagana er hentugt dcemi þess í þeim viðbjóði sem leikfélagið Gríma sýnir í tómstundahúsi œskunnar við Tjörnina, Vinnukonunum eftir Genet: Þar er hrapallega misskilið hlutverk leikhússins. Að vera lifandi síspyrjandi rödd, einskonar samvizka, sívirkt í stríði mannsandans. Heldur farið á bólakaf í meyrlynda sjálfsvorkunn kynvill- ingsins og smáglœpamannsins, svo koma umboðsmenn og hrópa um skáldskap þar sem um það er að rceða að blanda saman lesmáli almenningskamra vœmnu bleik- rósadekri smáborgarans og hinu gelda daðurhjali þeirra sem skortir rétta náttúru. Þetta er ekki avantgarde, ekki framvindulist heldur rotnun og úrkynjun. Það mcetti kalla þetta théatre-du-cul ef menn vilja vera svo fínir að hafa franskt nafn á því. Hér hefur því miður verið ruglað saman avant-gardisma og anal-gardista. Þetta sama félag sýndi ágcett leikrit í fyrra eftir Max Frisch um góðborgarann og brennuvargana. Og á Genet- sýningunni sem ég er að óskapast út af kom reyndar fram ung leikkona Bríet Héðinsdóttir sem birti svo mikla hcefileika að hún á heimtingu á því að fá tcekifceri til að þroskast í verðugri átökum á leikssviði. Og i þriðja lagi skal þess getið leikfélaginu til lofs að það ber ábyrgð á því að ég þýddi leikritið Saga úr dýra- garði eftir Albee, snemma í fyrravetur. Og stóð til að sýna það þann veturinn). 4. Albee er sá sem efnilegastur er talinn af hinum ungu leikritahöfundum Bandaríkjanna. Hann er 34 ára gamall og hefur skrifað fimm leikrit. Fjögur þeirra eru einþátt- ungar. Síðasta verk hans er í þrem þáttur og nefnist: Hver hrœðist Virginiu Woolf? (Who's afraid of Virginia Woolf?) Og það hefur fengið ákaflega góða dóma. Tenn- essee Williams kvað hafa sagt að Albee sé búinn að slá öllum leikritahöfundum Bandaríkjanna við með þessu verki. Það er auðséð á verkum Albee að hann hefur lesið lonesco. Einnig Adamov. En þessi áhrif svifta hann þó ekki persónulegum svip. Efnið sem leitar á hann er líkt í þeim verkum sem hann samdi fram að Virginíu. Það verk hef ég ekki lesið ennþá. Einþáttungar hans nefnast: Sandkassinn, Ameríski Draumurinn, Dauði Bessie Smith og Saga úr Dýragarði. Tvö fyrstnefndu leikritin segja frá sama fólkinu. Dauf- gerðum manni sem er kúgaður af viljasterkri eiginkonu sinni, hún er gœdd þeim óaðlaðandi eiginleikum sem sumir Evrópumenn telja lýta amerískar konur. Og ömm- unni sem er glúrin og skemmtilega illkvittin, fyrir hvern mun þarf að losna við hana. Hún er nefnilega orðin gömul og fer of mikið fyrir henni. Og loks er ungur frem- ur geðþekkur maður sem getur vakið einhverjar kenndir með öðrum en ekkert fundið innra með sjálfum sér né skynjað neitt nema eyðileikann í tilfinningalífi sínu. Hann er fús til þeirrar þjónustu sem þarf að inna af hendi ef honum er greitt fyrir. Og hann er einmitt hinn Ameríski draumur í öðrum þœttinum en Engill Dauðans í hinum. Og kannski einna helzt fulltrúi höfundar, hins kaldhœðna og meinlega skoðanda lífsins. Dauði Bessie Smith segir frá fólki sem er að reyna að scera hvað annað í tómleika sínum, starfsfólki í sjúkra- húsi í Suðurríkjunum. Bessie Smith kemur aldrei á svið. Hún er negrasöngkona sem lenti í bílslysi og var flutt deyjandi sjúkrahús af sjúkrahúsi en allsstaðar vísað frá vegna þess hún var negri. Þessi sjúkrahús eru bara fyrir hvíta. Saga úr dýragarði er fyrsta leikritið sem var sýnt eftir Albee. Ekki í Bandaríkjunum í fyrsta sinn heldur í Berlín. Enginn vildi líta við þvi í heimalandi hans. Vinur hans sem var staddur erlendis varð svo hrifinn af því að hann kom því á framfceri við leikara einn sem flutti bœði hlutverkin á segulband; það varð til þess að leikritið var frumsýnt í Vestur-Berlín í september 1959. Og gott ef það er ekki ennþá verið að sýna það þar. Nokkrum mánuðum síðar var það svo sýnt í Bandaríkjunum, og þá var hinu nýja leikskáldi fagnað. Albee og aðrir ungu leikritahöf- undarnir sem nú er mest talað um þar vestra hafa hlotið frama sinn í litlu leikhúsunum til dcemis í Los Angeles eða Greenwich Village sem starfa ekki eftir sjónarmiðum Broadway.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.