Leikhúsmál - 01.03.1963, Side 66

Leikhúsmál - 01.03.1963, Side 66
vera betra að byrja . . . . að skilja og ef til vill vera skilinn........ byrja skilning, heldur en með................. (Þegar hér kemur sögu virðist Jerrí komast á vald nœstum ofboðslegrar þreytu) .... heldur en með hundi. Hvorki meira né minna: hundi. (Þessu fylgir þögn sem teygja má ofurlítið á langinn; síðan lýkur Jerrí þreytulega sögu sinni) Hundi. Það virtist alveg fullkomlega rökrétt hugmynd. Þú manst að maðurinn er bezti vinur hundsins. Og svo: hundurinn og ég horfðum hvor á annan.. Eg lengur en hundurinn. Og það sem ég sá þá hefur ekki haggazt síðan. Hvenœr sem hundurinn og ég sjáum hvor annan stönz- um við strax. Við virðum hvor annan fyrir okkur með tregablandinni tortryggni, og svo gerum við okkur upp kœruleysi. Við göngum örugglega hvor framhjá öðrum,- með okkur hefur tekizt skilningur. Það er ósköp dapurlegt, en þú verður að játa að það er skilningur. Við gerðum margar tilraunir til að ná hvor til ann- ars, en okkur mistókst. Hundurinn hefur horf- ið aftur að úrganginum, og ég að því að fara frjáls ferða minna, einn míns liðs. Eg hef reyndar ekki horfið aftur að því. Eg œtlaði að segja að ég hefði öðlast þetta, að fara frjáls ferða minna einn míns liðs, ef nota má orðið að öðlast þegar maður hefur enn glatað svo miklu. Ég hef lœrt að hvorki góðsemi né grimmdin hafi nein áhrif þegar þessar kenndir eru hvor um sig að verki, einangraðar og óháðar hvor annarri, heldur lokast þœr inni í sjálfum sér og ná ekki lengra,- og ég hef kom- ist að þeirri niðurstöðu að þessi tvö öfl sam- tvinnuð, og samvirk, séu hið sterka áhrifsafl í tilfinningalífinu. Og það sem vinnst, það tap- ast. Og árangurinn er þessi: hundurinn og ég höfum sœtt okkur við málamiðlun,- reyndar vœri réttara að tala um að við höfum gert með okkur kaup. Við elskum ekki né scerum vegna þess að við reynum ekki að ná hvor til annars. Og, voru það einskonar ástaratlot þegar ég var að reyna að gefa hundinum að éta? Og, mœtti kannski líta á tilraunir hundsins til að bíta mig sem annað en ástaratlot? Og þar sem er svo auðvelt að misskilja, hvers vegna í ósköpunum höfum við þá fundið upp orðið ást? (Þögn. Jerrí gengur að bekk Péturs og sezt hjá honum. Þetta er í fyrsta sinn sem Jerrí hefur setzt niður þann tíma sem leikurinn hefur stað- iði ' Sagan af Jerrí og hundinum: endir. (Pétur þegir) Heyrðu Pétur. (Jerrí er skyndilega hinn hress- asti í bragði) Heyrðu Pétur. Heldurðu að ég geti selt Urvali þessa sögu og grœtt nokkra hund- raðkalla á Ógleymanlegasta Persóna Sem Ég Hef Kynnst? Ha? (Jerrí er ör en Pétur er áhyggjufullur) Svonanú Pétur,- segðu mér hvað þér finnst. Pétur: (líkt og lamaður) Ég . . . ég skil ekki hvað . . . ég held ekki að ég . . . (nú nœstum k[ökrandi) hvers vegna varstu að segja mér þetta alltsaman? Jerrí: Því ekki það? Pétur: ÉG SKIL ÞETTA EKKI. Jerrí: (ofsareiður en hvíslar) Það er lýgi. Pétur: Nei. Nei, alls ekki. Jerrí: (rólega) Ég reyndi að skýra þetta fyrir þér meðan ég sagði frá. Ég fór hœgt yfir sögu; þetta er allt í sambandi við .... Pétur: ÉG VIL EKKI HEYRA MEIRA. Ég skil þig ekki, né húsmóður þína, né hundinn hennar . . . Jerrí: Hundinn hennar! Ég hélt að það vœri minn .... nei. Nei, þú hefur á réttu að standa. Það er hundurinn hennar. (horfir með athygli á Pétur, hristir höfuðið) Ég veit ekki hvað ég var að hugsa; auðvitað skilurðu ekki. (með hljómlausri röddu, þreytulega) Ég bý ekki í húsinu þínu; ég er ekki kvœntur tveim páfa- gaukum, eða hvað það nú er hjá þér. Ég er varanlegur hverfulleiki, og heimkynni mín eru hin ömurlegu leiguhús í vesturhluta New York- borgar sem er mesta borg í heimi. Amen. Pétur: Fyrir . . . fyrirgefðu, ég œtlaði ekki að . . Jerrí: Sleppum því. Ég býst við að þú botnir ekki almennilega í mér, ha? Pétur: (brandari) Við hittum allskonar fólk í sambandi við bókaútgáfuna. (hlœr' dálítið) Jerrí: Þú ert gamansamur. (hann kreistir upp úr sér hlátur) Vissurðu það? Þú ert mjög .... alveg sprenghlœgilegur maður. Pétur: (hœversklega, en honum er dillað) Hvaða-hvaða, nei finnst þér það. (hann er enn að hlœgja með sjálfum sér) Jerrí: Pétur, er ég að angra þig, eða rugla ég þig kannski í ríminu? Pétur: (í léttum tón) Ja, ég verð að játa að ég átti nú ekki von á þessu. Jerrí: Þú átt við að ég sé ekki maðurinn sem þú áttir von á? Pétur: Ég átti ekki von á neinum. Jerrí: Nei, ég býst ekki við því. En hér er ég og ég er ekki á förum. Pétur: (lítur á klukkuna) Nei það getur verið að þú œtlir ekki að fara en ég verð að fara að koma mér heim hvað úr hverju. Jerrí: Hvað liggur þér á? Vertu dálítið lengur. Pétur: Ég verð að fara að koma mér heim; þú sérð að........... Jerrí: (kitlar Pétur með því að pota í rifin) Láttu ekki svona. Pétur: (hann kitlar mjög mikið; rödd hans fer upp í falsettó eftir því sem Jerrí kitlar hann meira) Nei ég . . . . ÆÆÆÓÓÓÓÓ! Gerðu þetta ekki. Hœttu, hœttu. Óóóóóó, nei, nei, nei. Jerrí: Látt7 ekki svona. Pétur: (meðan Jerrí kitlar) Ó, íhíhíhíhíhíhí. Ég verð að fara. Ég . . . . íhíhíhíhíhí . . . sjáðu til, hœttu, hœttu, íhíhíhíhíh, sjáðu páfagaukarnir verða bráðum tilbúnir með matinn híhí. Og kettirnir eru að leggja á borðið. Hœttu, hœttu, og, og, . . . (Pétur hefur alveg misst vald á sér) . . . við eigum að fá . . . híhí . . öh . .hohoho. (Jerrí hœttir að kitla Pétur, en kitlurnar og hans eigin fáránlega hugdetta hafa komið Pétri til að hlœgja einsog hann vœri að ganga af göfl- unum. Meðan hláturinn heldur áfram, og slotar síðan horfir Jerrí á hann með annarlegu stein- gervu brosi) Jerrí: Pétur? Pétur: Óó, ha, ha, ha, ha, ha. Hvað? Hvað? Jerrí: Hlustaðu nú á mig. Pétur: Æ, ho, ho, ho,. Hvað . . hvað var það Jerrí? Jahérna. 62

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.