Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 67

Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 67
Jerrí: (leyndardómsfullur) Pétur, langar þig til að vita hvað gerðist í dýragarðinum? Pétur: Ha, ha; gerðist hvar? Ójó; í dýragarð- inum. Ó, ó, ho, ho. Ja; ég var nú kominn með minn eigin dýragarð rétt óðan þar sem . . . . hí, hí; pófagaukarnir voru að búa til matinn, og . . ha, ha, hvað var það nú aftur, og . . . Jerrí: (rólega) Jó, það var mjög fyndið Pétur. Eg hefði ekki búist við því. En viltu heyra hvað gerðist í dýragarðinum, eða viltu það ekki? Pétur: Jó. Jó fyrir alla muni; segðu mér hvað gerðist í dýragarðinum. Jahérna. Ég veit ekki hvað kom eiginlega yfir mig. Jerrí: Nú skaltu fó að heyra hvað gerðist í dýragarðinum; en fyrst œtti ég að segja þér hversvegna ég fór í dýragarðinn. Ég fór í dýra- garðinn til að forvitnast frekar um hvernig samskiptum manna og dýra er hóttað, og milli dýra innbyrðis, og um afstöðu dýranna til manna líka. Það var kannski ekki vel að marka þessa athugun vegna þess að grindur skildu alla fró öllum öðrum, flest dýrin fró öðrum, og œvinlega fólkið fró dýrunum. En svona er það alltaf í dýragarði. (hann hnippir í handlegginn ó Pétri) Fœrðu þig. Pétur: (vingjarnlega) Fyrirgefðu, er eitthvað þröngt um þig?• (hann fœrir sig ofurlítið) Jerrí: (brosir ögn) Jœja, öll dýrin eru þarna, og allt fólkið er þarna, og það er sunnudagur og öll börnin eru þarna. (hann ýtir aftur við Pétri) Fœrðu þig. Pétur: (þolinmóður, enn vinsamlega) Jœja þó. (hann fœrir sig enn um set, og nú œtti Jerrí sízt að skorta rúm) Jerrí: Og það er heitt í veðri, svo að ekki vant- ar ódauninn heldur, og allir blöðrusalar, og allir rjómaíssalar, og allir selir gelta, og allir fuglar arga og garga. (ýtir hranalegar við Pétri) Fœrðu þig. Pétur: (fer að þykja nóg um) Hvað gengur ó, þú hefur meira en nóg rúm. (en hann fœrir sig enn, og nú er talsvert þrengt að honum ó bekkj- arendanum) Jerrí: Og ég er þarna, og í Ijónahúsinu er kominn tími til að gefa þeim að éta, og Ijóna- hirðirinn kemur inn í Ijónabúrið, eitt Ijónabúrið, til að gefa einu Ijóninu að éta. (lemur fast í handlegginn ó Pétri) FÆRÐU ÞIG. Pétur: (mjög argur) Eg get ekki fœrt mig lengra, og hœttu að sló mig. Hvað gengur að þér? Jerrí: Langar þig til að heyra söguna? (slœr aftur í handlegg Péturs) Pétur: (þrumulostinn) Ég er hreint ekki viss um það. En ég kœri mig minnsta kosti alls ekki um að lóta sló í handlegginn ó mér. Jerrí: (slœr Pétur aftur í handlegginn) Svona? Pétur: Hœttu þessu. Hvað gengur að þér. Jerrí: Ég er brjólaður, asninn þinn. . Pétur: Þetta er ekkert fyndið. Jerrí: Hlustaðu ó mig, Pétur. Ég vil hafa þenn- an bekk fyrir mig. Far þú yfir að bekknum þarna og sittu þar, og ef þú ert góður þó skal ég segja þér framhaldið af sögunni. Pétur: (ringlaður) En . . . hversvegna í ósköpun- um? Hvað gengur eiginlega að þér? Auk þess sé ég enga óstœðu til þess að ég œtti að víkja af þessum bekk. Ég sit nœstum^því ó hverju sunnudagssíðdegi ó þessum bekk, þegar veðrið er gott. Þetta er ekki í alfaraleið; hér situr aldrei neinn, svo ég get haft hann einn. Jerrí: (mildum rómi) Fœrðu þig at þessum bekk, Pétur; ég vil hafa hann fyrir mig. Pétur: (nœstum kjökrandi eða kveinandi) Nei. Jerrí: Ég sagði að ég vildi hafa þennan bekk, og ég œtla mér að hafa hann. Fœrðu þig nú þangað. Pétur: Menn geta ekki fengið allt sem þeir vilja, það er regla; menn geta fengið sumt sem þeir vilja, en það er ekki hœgt að fó allt. Jerrí: (hlœr) Asni geturðu verið! Ósköp ertu gófnasljór. Pétur: Hœttu þessu! Jerrí: Þú ert planta! Legstu niður ó jörðina. Pétur: (mikið niðri fyrir.) Nú skalt þú hlusta ó mig. Ég hef umborið þig allan seinnipartinn í dag. Jerrí: Ekki alveg. Pétur: NÓGU LENGI. Ég hef umborið þig nógu lengi. Ég hef hlustað ó þig vegna þess að þú virtist . . . . ja vegna þess að ég hélt þig langaði til að tala við einhvern. Jerrí: Þú kannt að koma orðum að því; það eru ekki mólalengingarnar, og þó . . . ó, hvað er nú orðið aftur sem mig vantar til að gera skil þínu .... JESÚS MINN, mig klígjar við þér .... komdu þér burt og lofðu mér að hafa bekkinn minn í friði. Pétur: BEKKINN MINN. Jerrí: (ýtir við Pétri, nœstum því en þó ekki alveg útaf bekknum) Komdu þér burt úr augliti mínu. Pétur: (endurheimtir sinn stað) Farðu til fja . . . ndans. Nú er nóg komið. Ég er búinn að fó nóg af þér. Ég vík ekki af þessum bekk; þú fœrð hann ekki, og hananú. Farðu svo burt. (Jerrí fussar en hreyfir sig ekki) Farðu burt sagði ég. (Jerrí hreyfir sig ekki) Farðu burt héðan. Ef þú ferð ekki . . . þú ert róni . . . það er það sem þú ert . . . Ef þú ferð ekki, þó nœ ég í lögregluþjón til að koma þér burt. (Jerrí hlœr, er kyrr) Ég aðvara þig, ég kalla ó lögregluþjón. Jerrí: .(mildum rómi) Þú finnur engan lögreglu- þjón hérna megin; þeir eru allir vestanmegin í garðinum að reka kynvillingana niður úr trjónum og út úr runnunum. Þeir gera ekki annað. Það er þeirra hlutverk. Svo þú skalt bara œpa eins mikið og þú getur,- þú hefur ekkert upp úr því. Pétur: LÖGREGLA! Ég vara þig við. Ég skal lóta taka þig fastan. LÖGREGLA. (þögn) Ég sagði LÖGREGLA. (þögn) Mér finnst ég vera hlœgi- legur. Jerrí: Þú ert hlœgilegur: fullorðinn maður sem œpir ó lögregluna ó björtu sunnudagssíðdegi í skemmtigarði þegar enginn er að gera þér neitt. Ef lögregluþjónn kœmi röltandi hingað og hefði lokið sér af hinumegin, þó myndi hann líklega stinga þér inn sem vitfirringi. Pétur: (með vanmœtti og viðbjóði) Drottinn minn dýri, ég kom bara hingað til að lesa, og nú œtlastu til þess að ég víki af bekknum. Þú ert brjólaður. 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.