Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 80
Á mann-
mörgu
bernsku-
heimili
mínu var
jafn sjálf-
sagt að
ræða
bókmennt-
ir og pólit-
ík.
Sólveig Sif
Hreiðarsdóttir
Sólveig Sif mælir með bókum Davids Walliams sem hún segir sækja mikinn innblástur til Roalds Dahl, hún mælir einnig með bókum Gunnars Helgasonar. fréttablaðið/ernir
Sólveig Sif Hreiðarsdóttir
hefur getið sér gott orð sem
þýðandi. Hún mælir með að
lesa David Walliams og Gunn
ar Helgason um jólin.
Ámannmörgu bernsku
heimili mínu var jafn
sjálfsagt að ræða bók
menntir og pólitík og
oft spunnust skemmti
legar umræður,“ segir Sólveig Sif
Hreiðarsdóttir, þýðandi og bóka
útgefandi.
Þegar kom að því að velja nám í
háskóla valdi ég hagfræði en laum
aði mér í eitt og eitt námskeið í bók
menntum. Ég kynntist manninum
mínum og við áttum eftir að búa
lengi erlendis,“ segir hún.
„Eftir að heim kom leið ekki
langur tími áður en hrunið dundi
yfir og ég fékk enga vinnu, sem mér
líkaði illa. Ég innritaði mig í HÍ í
bókmenntafræði til að gera eitthvað
uppbyggilegt meðan á atvinnuleit
inni stæði og var í hlutastarfi,“ segir
Sólveig og bætir við að námið hafi
opnað henni nýjan heim.
„Allt í einu var ég komin með
gráðuna. Í framhaldinu ákvað ég að
fara í meistaranám í þýðingafræði
og naut þar handleiðslu og leiðsagn
ar Gauta Kristmannssonar prófess
ors,“ segir Sólveig Sif Hreiðarsdóttir,
þýðandi og bókaútgefandi.
Heillaðist af Roald Dahl
Sólveig er með BAgráðu í bók
menntafræði frá Háskóla Íslands og
meistaragráðu í þýðingafræðum frá
sama skóla, en áður hafði hún lokið
hagfræðigráðu í New York. Hún
hefur getið sér gott orð sem þýðandi
og var meðal annars tilnefnd til
Íslensku þýðingaverðlaunanna og
Barnabókaverðlauna Reykjavíkur
borgar fyrir bókina Á hjara veraldar.
Í þýðingafræðinni var eitt verk
efni að eigin vali þýðing hennar
á bókinni George’s Marvellous
Medicine eftir Roald Dahl.
„Ég hafði oft lesið hana fyrir
börnin mín þegar við bjuggum í
London. Þegar ég var að þýða Georg
hugsaði ég með mér
að ungir lesendur
á Íslandi þyrftu að
hafa tækifæri til
að lesa þessa bók,“
segir Sólveig,
Hún falaðist eftir
útgáfuréttinum og
fékk, með því skil
yrði að hún yrði
líka að þýða og
gefa út bókina BFG
(The BFG), þar
sem stórmyndin
um söguna í leik
st jór n Stevens
S piel b e r g v a r
væntanleg.“
Sólveig segist
hafa verið á báðum áttum með það
hvort hún ætti að ráðast í þýðingu
á BFG en látið slag standa og þarna
hafi orðið til Kver bókaútgáfa.
„Satt að segja var ég smeyk við
verkefnið vegna þess að stór hluti
BFG er á Gobblefunk, alveg sérstöku
tungumáli sem Roald
Dahl bjó til. Þetta var
mjög k ref jandi en
dásamlega skemmti
legt verkefni,“ segir Sól
veig.
Rumpuskógur og Loki
Nú hafa komið út níu
bækur Roalds Dahl hjá
Kver og sumar verið
endurútgefnar vegna
þess að þær seldust upp.
„Þessar bækur eru
sígildar og seljast alltaf
jafnt og þétt. Núna fyrir
jólin kom út Jakob og
risastóra ferskjan og sér
stök útgáfa af Matthildi
með Netf lixkápu, en um jólin
verður frumsýnd kvikmynd sem er
byggð á söngleiknum um Matthildi.
Eftir áramótin kemur svo endur
útgáfa í hefðbundnum búningi,“
segir Sólveig.
Kver er líka með tvær innbundn
ar barnabækur þessi
jól. „Rumpuskógur
eftir Nadiu Shireen
er dillandi fyndin bók
um systkinin Tedda
og Nönnu sem lenda
í ótrúlegum ævin
týrum. Síðan er Loki:
L eiða r v í si r f y r i r
prakkara eftir Louie
Stowell. Frásögn í
dagbókarformi um
það hvernig ásnum
Loka reiðir af eftir að
Óðinn sendir hann
til jarðar í formi tólf
ára skóladrengs í
refsisk y ni vegna
óknytta,“ segir Sólveig og bætir við
að báðar bækurnar séu þær fyrstu
í ritröð.
En með hvaða bókum mælir þú
fyrir jólin?
„Ég verð að segja að mér finnst
David Walliams alltaf skemmtileg
ur. Hann sækir mjög í smiðju Roalds
Dahl, eins og hann hefur sjálfur sagt
frá,“ segir Sólveig.
„Svo eru bækur Gunnars Helga
sonar líka stórskemmtilegar og það
leynir sér ekki að hann sækir inn
blástur til Roalds Dahl,“ bætir hún
við.
„Mér finnst mikilvægt að þýdd
um bókum sé gert hátt undir höfði,
líkt og frumsömdum. Ekkert þrífst
í einangrun, hvað þá bókmenntir,
og þar leika þýðingar mikilvægt
hlutverk,“ segir Sólveig Sif og lætur
það verða lokaorð sín að þýðingum
megi líkja við brú milli menningar
heima. n
Mikilvæg brú milli menningarheima
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn
@frettabladid.is
44 Helgin 17. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið