Fréttablaðið - 17.12.2022, Page 104

Fréttablaðið - 17.12.2022, Page 104
Barónsstígur 8-24 Akureyri 24/7 Reykjanesbær 24/7 extra.is Mario Kart Go Bílabraut, 2 bílar 9.999 Disney Encanto Syngjandi Mirabel 7.999 Polly Pocket Flugvél 11.999 kr.stk. kr.stk. Stickle Bricks Stór kassi með 281 kubbum 7.999 kr.stk. kr.stk. við komum með til þín Vipernex Snjóþotur 48” og 50”. Ýmsir Litir. 5.999 kr.stk. Breytilegt úrval milli verslana Jólin eru komin í Extra arnartomas@frettabladid.is Öll verjum við aðventunni með mismunandi hætti. Málmhausar landsins safnast til að mynda saman á tónlistarhátíðinni Andkristni sem stendur yfir á Gauknum þessa dagana. Hátíðin var árleg þungarokks­ hátíð í Reykjavík frá 2000 til 2014, stofnuð af Sigurði Harðarsyni, söngvara Forgarðs helvítis, og Aðalbirni Tryggvasyni, söngvara Sólstafa. Kristnihátíðin hafði verið haldin þá um sumarið og var um margt ansi umdeild hátíð. Sigurði og Aðalbirni þótti þannig við hæfi að svara kristnihátíð með því að halda tónlistarhátíð með þessu nafni. Eitt af einkennum hátíðarinnar er að hún er haldin í kringum vetrar­ sólstöður en eins og flestir vita eru það kjöraðstæður fyrir svartmálm og annað þungarokk. Dagskráin í ár samanstendur af alíslensku heima­ brugguðu þungarokki, auk þess sem fjórar erlendar sveitir hafa gert sér ferð til landsins. „Þetta er búið að ganga drulluvel bara,“ segir Ingólfur Ólafsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Aðsóknin er búin að vera góð og frábær stemning.“ Andkristni nær hápunkti sínum í kvöld þegar dauðarokkararnir í Defeated Sanity stíga á svið. „Þetta eru algjörir risar í dauða­ rokksheimi samtímans,“ segir Ingólfur. „Ég held að allir séu lang­ spenntastir fyrir þeim. Svo verða líka tvö önnur erlend bönd, Morbid Romance frá Bandaríkjunum og Stranglewire frá Norður­Írlandi. Þess á milli verða gæða íslenskar sveitir líka.“ n Andkristni á aðventunni Vetrarsólstöðurnar eru kjörað- stæður málmsins. Ítalski kokkurinn Cornel Popa tók ákvörðun um að flytja til landsins í fyrstu Íslandsför­ inni fyrir fjórum árum. Hann opnar í dag matarvagninn La Cucina þar sem hann og sam­ landi hans, Roberto Tariello, kynna ítalska matargerð fyrir landanum. ninarichter@frettabladid.is „Við byrjuðum á þessu í fyrra, ég og samstarfsmaður minn, Roberto Tariello, sem er nú þegar búinn að starfa á Íslandi við ítalska pylsugerð í góðan tíma, með íslenskum hrá­ efnum undir vörumerkinu Tariello,“ segir Cornel. Nokkrum límmiðum frá opnun Félagarnir kynntust í gegnum sameiginlega vini. Þeir afréðu að kaupa Tuddann, matarvagninn frá Hálsi í Kjós, og fara í samstarf við bændurna á Hálsi sem útvega þeim nautakjöt beint frá býli til pylsu­ gerðar. „Við fórum hægt og rólega að breyta vagninum að innan og upp­ færa hann. Við erum bara nokkrum límmiðum frá því að geta opnað,“ segir Cornel. Í matarvagninum er boðið upp á klassískar ítalskar samlokur. „Í dag er fyrsti opinberi viðburðurinn í Hörpu, en við höfum nú þegar séð um matinn í nokkrum einka­ samkvæmum. Útskriftarveislum og svoleiðis,“ útskýrir Cornel. Það verður hægt að fá samlokur úr cia­ batta brauði með ítölskum pylsum úr íslensku hráefni úr Kjósinni, og karamelíseruðum lauk. Við kaupum brauðið frá Sandholti og gerum restina sjálfir. Við verðum með tvær tegundir af pylsum, önnur tegundin er gerð úr hundrað prósent nauta­ kjöti úr Kjósinni og kartöflum úr Þykkvabæ og hin er með svínakjöti og pipar.“ Þá eru félagarnir einnig með pastagerðarvél og stefna á að bjóða upp á ítalska pastarétti á einkavið­ burðum. Sósusjúk þjóð Cornel kemur frá Puglia­héraði á Norður­Ítalíu, þrjú þúsund manna smábæ nálægt Gargano­þjóðgarð­ inum. Hann segist hafa komið fyrst til Íslands fyrir helbera slysni fyrir fjórum árum, þegar hann skellti sér í örlagaríka helgarferð. „Ég bjó í London í nokkur ár. Dag einn í nóvember spurði kollegi minn hvort ég hefði áhuga á því að koma með honum til Íslands, en f lugið var rosalega ódýrt. Ég sagði: Hví ekki? skellum okkur. Við vorum hérna eina helgi, frá föstudegi til mánudags,“ segir hann. „Þegar ég kom heim til London fór ég aftur til vinnu á miðvikudegi, sagði upp starfinu sama dag og var fluttur til Íslands mánuði seinna,“ segir hann. „Ég varð bara ástfanginn af landinu við fyrstu sýn.“ Cornel segir viðtökurnar hafa verið með besta móti og segir Íslendinga almennt hrifna af ítölsk­ um mat. „En helsta áskorunin er að fá Íslendinga til að prófa samlokur sem eru ekki fullar af sósu. Það er svona almennur hluti af samlok­ unni að hafa sósu en í okkar tilfelli látum við safann úr lauknum sjá um það,“ segir hann. n Færa Íslendingum ítalska stemningu í samlokuformi Roberto Tariello og Cornel Popa opna matarvagninn La Cucina í dag, sem staðsettur verður við Hörpu. Mynd/Aðsend Ciabatta-brauð úr Sandholti með pylsum frá Tariello og karamelíser- uðum lauk. Mynd/Aðsend Lífið FréttAblAðið 17. desember 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.