Morgunblaðið - 29.09.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
ri
60+ TIL KANARÍ
rb
re
14.NÓVEMBER Í 22NÆTURrir
va
ra
með Bróa
595 1000 www.heimsferdir.is
316.350
Flug & hótel frá
22nætur
Fararstjóri:
Brói
HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það hefur ekkert gerst,“ segir
Benedikt Erlingsson, leikari og
leikstjóri, þegar hann er inntur eft-
ir stöðu mála varðandi endurgerð
kvikmyndar hans, Kona fer í stríð,
í Hollywood. Greint var frá því
síðla árs 2018 á vef kvikmynda-
tímaritsins Deadline að Jodie Fost-
er myndi leikstýra, framleiða og
leika í bandarískri endurgerð
myndarinnar.
Margir glöddust yfir þeim tíð-
indum að Foster myndi fara með
hlutverk Höllu sem Halldóra Geir-
harðsdóttir lék svo eftirminnilega í
upprunalegu myndinni. Sagði Fost-
er á sínum tíma að kvikmyndin
hefði gagntekið sig og að hún
hlakkaði til að endurgera þessa
áhrifamiklu mynd. „Persóna Höllu
er stríðsmaður jarðarinnar, sterk
kona sem fórnar öllu til að gera hið
rétta,“ var haft eftir Foster árið
2018. Síðan hefur hins vegar ekkert
frést af þessum áformum og nú,
þegar fyrir liggur að Foster verður
hér á landi næstu níu mánuði við
tökur á sjónvarpsþáttunum True
Detective, telur Benedikt að-
spurður tilvalið að kanna hvar
verkið sé á vegi statt.
„Ég mun örugglega funda með
henni út af þessu, núna þegar hún
mætir. Við vorum á tímabili í sam-
bandi og skrifuðumst á, einmitt um
verkefnið. Það er hins vegar engu
að treysta í kvikmyndagerð, ekki
fyrr en kamerurnar rúlla,“ segir
Benedikt.
Benedikt fundar með Foster
- Ekkert frést af endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð
Benedikt
Erlingsson
Jodie
Foster
Endurgerð Kona fer í stríð naut
mikilla vinsælda á sínum tíma.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Karítas Ríkharðsdóttir
Stórbruni varð á Egilsstöðum í gær
eftir að eldur kviknaði í verslunar-
og þvottahúsnæði Vasks að Fagra-
dalsbraut. Slökkvilið var kallað út á
fimmta tímanum í gær og taldi það
sig hafa náð tökum á eldinum laust
eftir sjö í gærkvöld.
Engin meiðsl urðu á fólki í elds-
voðanum. Hús Vasks varð alelda á
10 til 15 mínútum að sögn sjónar-
votta. Mikinn, kolsvartan reyk lagði
yfir Egilsstaði en slökkvistarf gekk
greiðlega miðað við aðstæður.
Aðgerðastjórn lögreglunnar á
Austurlandi hvetur fólk sem hefur
fundið fyrir óþægindum í öndunar-
færum til að hringja í síma 1700 eða
hafa samband við neyðarlínu, ef um
neyðarástand er að ræða.
Altjón á húsnæði Vasks
Þótt altjón hafi orðið á húsnæði
Vasks tókst að bjarga Landsnets-
húsinu, sem er sambyggt, en eld-
varnarveggur er þar á milli.
Eldsupptök voru ekki ljós þegar
mbl.is náði tali af Kristjáni Ólafi
Guðnasyni, yfirlögregluþjóni lög-
reglunnar á Austurlandi í gær-
kvöld.
„Það er ekki talið að neinn hafi
verið inni í húsinu eða í hættu vegna
eldsins,“ sagði Kristján.
Húsið stóð á tímabili í björtu báli
og var því allt kapp lagt á að eld-
urinn bærist ekki í nærliggjandi
hús eða dreifði sér frekar.
„Það eru tilmæli til íbúa í nær-
liggjandi hverfum að halda glugg-
um lokuðum vegna reyks,“ segir
Kristján.
Allir sluppu ómeiddir
Allt tiltækt slökkvilið var kallað á
staðinn, þar á meðal slökkviliðið á
Egilsstöðum og slökkviliðið í
Fjarðabyggð.
„Okkur þykir mjög leiðinlegt og
sárt að sjá fyrirtækið okkar fara
svona illa. En það sluppu allir
ómeiddir úr húsinu,“ segir í færslu
sem Vaskur birti á Facebook-síðu
sinni í gærkvöld.
Talsvert mikill tækjabúnaður var
á vettvangi og var lögregla með
dróna á lofti við slökkvistarf. Bað
lögreglan á Austurlandi fólk að vera
ekki með dróna á lofti nálægt vett-
vangi á meðan á slökkvistarfi stóð.
Eldur logaði á Egilsstöðum
- Altjón á húsnæði Vasks - Verslun og efnalaug - Eldur breiddi úr sér á tíu til fimmtán mínútum
- Slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig - Íbúum í nágrenninu ráðlagt að loka gluggum vegna reyks
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eldur Mikinn reyk lagði yfir bæinn og var íbúum því ráðlagt að loka gluggum.
Í dag er síðasti dagurinn til að berja augum yf-
irlitssýningu á verkum Guðmundar Guðmunds-
sonar, sem betur er þekktur sem Erró, í Listasafni
Reykjavíkur. Sýningin, sem er undir yfirskriftinni
Sprengikraftur mynda, var opnuð 9. apríl til að
fagna 90 ára afmæli Errós. Í tilefni þessa var
strætó skreyttur í sumar með broti úr listaverkinu
Vísindaskáldskaparvíðátta en eflaust hverfur það
með haustinu eins og laufblöðin af trjánum.
Morgunblaðið/Eggert
Litadýrð strætó og haustsins prýðir höfuðborgina
Ársfundur
atvinnulífsins,
sem haldinn er á
vegum Samtaka
atvinnulífsins
(SA), fer fram í
Borgarleik-
húsinu í dag kl.
15:00. Fundurinn
í ár ber yfir-
skriftina Fyrir-
tækin okkar í að-
draganda kjaraviðræðna.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra ávarpar fundinn. Þá fjallar
Ole Erik Almlid, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins í Nor-
egi (NHO) um kjarasamningslíkan
Norðmanna. Auk þeirra munu Eyj-
ólfur Árni Rafnsson, formaður SA,
og Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri, einnig halda
erindi. Loks heldur fjöldi atvinnu-
rekenda stutt erindi í máli og
myndum. Í auglýsingu fyrir fund-
inn kemur fram að hann verði
snarpar 60 mínútur þar sem til
standi að stilla saman strengi í
aðdraganda kjaraviðræðna. Sem
kunnugt er fara kjaraviðræður
fram síðar í haust.
Hægt verður að fylgjast með
fundinum í streymi á mbl.is.
Ársfundur Samtaka
atvinnulífsins fer
fram í dag
Eyjólfur Árni
Rafnsson