Morgunblaðið - 29.09.2022, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
20% afsláttur af öllum
innréttingum út október.
562–1500
Friform.is
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
Virka daga 10-17
Laugardaga 11-15Hjar ta heimilisins
Við hönnum innréttingar að þínum þörfum.
Jón Magnússon hæstaréttar-
lögmaður rifjar upp að upp
hafi komist um „símhleranamál í
Bretlandi 2005-2007. Blaða- og
fréttamenn ákveð-
inna miðla stund-
uðu símhleranir og
ólöglegt niðurhal
og birtu af því
fréttir einkum í
News of the World.
Blaðamennirnir
sem og forstjóri,
ritstjórar o.fl. voru
látnir hætta strax og rannsóknin
fór af stað. Breskir fjölmiðlar
fordæmdu þessa ólöglegu fram-
göngu kollega sinna innan Mur-
doch-fjölmiðlasamsteypunnar.
Hér hefur verið til rannsóknar
stuldur á farsíma ákveðins
manns meðan hann lá meðvit-
undarlaus, ólöglegt niðurhal og
birting frétta í ákveðnum fjöl-
miðlum af þessu ólögmæta nið-
urhali, sem m.a. RÚV tengist og
nokkrir aðrir miðlar.“
- - -
Jón segir að ólíkt því sem
gerst hafi í Bretlandi þá ríki
þögnin ein um íslenska málið og
að hinir grunuðu fari „ítrekað
fram með þeim hætti að halda
því fram, að stöðu sinnar vegna
eigi þeir að vera undanþegnir
ábyrgð á meintum lögbrotum“.
- - -
Hann endar skrif sín á þess-
um orðum: „Það er dap-
urlegt að verða ítrekað vitni að
því að blaða- og fjölmiðlamenn
átti sig ekki á þeim lagalegu
grunnstoðum sem við byggjum
á, m.a. að hver skuli talinn sak-
laus þangað til sekt er sönnuð
og allir séu jafnir fyrir lög-
unum.“
- - -
Umrætt mál er enn til rann-
sóknar og takmarkaðar
upplýsingar verið að hafa um
málavöxtu. Þegar þær liggja fyr-
ir er ekki ólíklegt að umræðan
taki töluverðum breytingum.
Jón
Magnússon
Hleranir hér og þar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, alls 10
þingmenn, heimsækir Ósló og Kaupmannahöfn
dagana 27.-30. september til að kynna sér málefni
útlendinga og fjölmiðla í Noregi og Danmörku. Að
auki eru tveir starfsmenn Alþingis með í för.
Nefndin heimsækir þing, sendiráð og ráðuneyti
auk stofnana sem fjalla um málefni útlendinga og
málefni fjölmiðla, þar á meðal stéttarfélög blaða-
manna. Einnig verða heimsóttar stofnanir sem
veita flóttamönnum aðstoð, segir í tilkynningu á
vef Alþingis. Í Danmörku kynnir nefndin sér m.a.
starfsemi Rauða krossins í Sandholm sem er mót-
tökumiðstöð flóttamanna.
Fyrir hönd allsherjar- og menntamálanefndar
taka þátt í ferðinni Bryndís Haraldsdóttir formað-
ur, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir,
Birgir Þórarinsson, Eyjólfur Ármannsson, Helga
Vala Helgadóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Frið-
rik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir,
Sigmar Guðmundsson og Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson. Inga Valgerður Stefánsdóttir og Kristel
Finnbogadóttir Flygenring, starfsmenn á skrif-
stofu Alþingis, eru með í för. sisi@mbl.is
Tíu þingmenn farnir í kynnisför
- Kynna sér málefni út-
lendinga og fjölmiðla
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kynnisför Bryndís Haraldsdóttir er formaður.
Unnið hefur verið að því að undan-
förnu að koma fyrir færanlegum
húsum, svokallaðri Ævintýraborg,
fyrir leikskóla Vogabyggðar við
Naustavog. Hverfið hefur byggst
hratt upp síðustu misseri. Þegar
það verður fullbyggt verða þar allt
að 1.900 íbúðir.
Leikskólinn er á tanga í Elliðaár-
ósum sem kallast Fleyvangur
(Vogabyggð 5) en yst á tanganum
er Snarfarahöfnin. Göngu- og
hjólabrú yfir Ketilbjarnarsíki mun í
framtíðinni tengja Fleyvang við
aðra hluta Vogabyggðar.
Ævintýraborg í Vogabyggð verð-
ur sex deilda leikskóli sem rúma
mun 100 börn á aldrinum 1-6 ára.
Leikskólastjóri er Ragna Kristín
Gunnarsdóttir.
Framkvæmdir við Ævintýra-
borgina hafa tafist nokkuð frá
fyrstu áætlunum. Fyrsta skóflu-
stunga var tekin 29. júní og um
miðjan september var lóðafrágang-
ur boðinn út. Tilboð verða opnuð 4.
október. Nú er stefnt að því að leik-
skólinn verði tilbúinn í desember.
Fyrstu fimm börnin, sem voru
innrituð í Ævintýraborg í Voga-
byggð, hófu aðlögun 12. september
síðastliðinn í húsnæði leikskólans
Bakka í Grafarvogi.
Leikskóli í Vogabyggð mun síðar
rísa ásamt nýjum grunnskóla og
rúma 140 börn. Stefnt er að því að
hann taki til starfa á árinu 2025, að
því er fram kemur á vef Reykjavík-
urborgar. Hann mun leysa af hólmi
Ævintýraborgina. sisi@mbl.is
Ævintýraborg risin á
Fleyvangi í Vogabyggð
Morgunblaðið/sisi
Fleyvangur Húsin eru komin á sinn stað en eftir er að ganga frá lóðinni.