Morgunblaðið - 29.09.2022, Page 16

Morgunblaðið - 29.09.2022, Page 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ný háspennulína frá Kröflu til Akur- eyrar eykur aðgang Akureyrar að raforku frá virkjunum á Norðaustur- landi. Getur það stuðlað að atvinnu- þróun, eftir því sem rafmagn er til reiðu á svæðinu. Með þessari línu og Kröflulínu 3 sem tekin var í notkun á síðasta ári er komin öflug tenging á milli Austurlands og Eyjafjarðar. Hólasandslína 3 verður spennusett á morgun og formlega tekin í notkun. Hún ligg- ur á milli nýrra tengivirkja á Hólasandi og Rangárvöllum við Akureyri og teng- ir Eyjafjarðar- svæðið við Kröfluvirkjun og Þeista- reykjavirkjun. Hluti af framkvæmd- inni er jarðstrengur þvert yfir Eyjafjörð sem er ein mesta jarð- strengsframkvæmd sem hér hefur verið ráðist í. Eftirspurn eftir rafmagni Guðmundur Ingi Ásmundsson for- stjóri Landsnets segir að með þessari nýju línu sé komin miklu öflugri teng- ing á Norðausturlandi. Hægt sé að flytja meira rafmagn til Akureyrar þegar orkan er til. Staðan núna er sú að að hægt er að flytja til viðbótar sem nemur 10-30 megavöttum til tengivirkja á svæðinu. Það gefur kost á aukinni atvinnuuppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu, til dæmis með byggingu gagnavers á Akureyri. Orkusalar eru í viðræðum við ýmis fyrirtæki um nýtingu þessara mögu- leika. „Það er mikil eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi vegna ástandsins í heiminum,“ segir Guðmundur. Hólasandslína 3 er annar áfangi í endurnýjun byggðalínunnar. Fyrsti áfanginn, Kröflulína 3, var tekinn í notkun á síðasta ári. Hún er stærsta línuframkvæmd sem ráðist hefur ver- ið í hér á landi á síðustu árum. Með þessum tveimur línum er komin öflug tenging á milli Fljótsdalsstöðvar, Kröflustöðvar, Laxárvirkjunar og Þeistareykjavirkjunar. Landsnet taldi mesta þörf á að styrkja Blöndulínu 3, sem liggur frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Mikil þörf var talin á að tengja Blöndu- virkjun, sem er 150 MW vatnsafls- virkjun, við stærri markað því hún hefur ekki nýst til fulls vegna tak- markana flutningskerfisins. Deilur um línuleiðina leiddu til tafa á fram- kvæmdum og var þess vegna ákveðið að fara fyrst í línurnar austan Akur- eyrar. Guðmundur segir að náðst hafi gott samkomulag við sveitarfélög og landeigendur á línuleið Kröflulínu og Hólasandslínu þannig að þær hafi verið lagðar í góðri sátt. Þakkar hann það ekki síst breyttu verklagi við undirbúning framkvæmda. Í kerfisáætlun Landsnets sem stjórnvöld hafa staðfest er gert ráð fyrir að á næstu tíu árum verði haldið áfram með styrkingu byggðalínunnar frá Akureyri og suður í Borgarfjörð, styrkingu í kringum höfuð- borgarsvæðið og lagningu Suður- nesjalínu 2. Með því móti verði komin öflug tenging á milli Norður- og Aust- urlands og höfuðborgarsvæðisins og þar með alls þessa svæðis við stóru virkjanirnar á Suðurlandi. Guðmundur segir að mesta þörfin sé á lagningu Blöndulínu 3 og Suð- urnesjalínu 2. Tafir hafa orðið á báð- um þessum framkvæmdum, á Suð- urnesjum vegna leyfisveitingarmála. Samhliða er unnið að undirbúningi annarra áfanga á þessari leið. Segir Guðmundur að allir leggir séu mikilvægir, ekki aðeins til að styrkja kerfið heldur geti fram- kvæmdir þar leyst staðbundin vanda- mál. Nefnir hann sem dæmi að ekki hefði komið til keðjuútleysinga eins og urðu á Norðausturlandi í óveðrinu um síðustu helgi ef búið hefði verið að styrkja byggðalínuna. Ef farið verði að virkja vindorku í stórum stíl þurfi flutningskerfið að geta sinnt þörfum vindorkugarðanna. Þá hafi eldgos og jarðhræringar á Suðurnesjum gert framkvæmdir við Suðurnesjalínu enn nauðsynlegri en þó var áður. Því er staðan sú, að sögn Guðmundar, að ef leyfi fáist fyrr á öðrum leggjum en þeim tveimur sem verið hafa í for- gangi verði farið í framkvæmdir þar. Þarf að laga leyfisveitingar Guðmundur segir að framkvæmdir við þær háspennulínur sem byggðar hafa verið síðustu ár hafi gengið mjög vel. Komin sé reynsla sem geri áætl- anagerð öruggari. Hins vegar gangi leyfisveitingar hægt og séu flóknar og það valdi töfum. Segir hann nauð- synlegt að gera úrbætur á leyfisveit- ingakerfinu þannig að það taki styttri tíma og sé skilvirkara. Ef það verði ekki gert nái Landsnet ekki þeim markmiðum sem sett eru í kerf- isáætlun. „Það verður sífellt skýrara hversu mikilvægt rafmagnið er orðið í okkar daglega lífi og fyrir atvinnulífið og fer skilningur á því vaxandi. Styrking byggðalínunnar er liður í að tryggja öryggi á því sviði,“ segir Guðmundur Ingi. Akureyri tengist fleiri virkjunum - Hólasandslína spennusett og formlega tekin í notkun á morgun - Eyjafjörður fær betri aðgang að raforku og tækifæri skapast til atvinnuþróunar - Enn óvissa með framhald framkvæmda Styrking byggðalínunnar Línulögn lokið Línur á 10 ára áætlun Hólasandslína 3 Akureyri – Krafla Blöndulína 3 Blanda – Akureyri Holtavörðuheiðarlína 3 Hrútatunga – Blanda Holtavörðu- heiðarlína 1 Borgarfjörður – Hrútatunga Kröflulína 3 Krafla – Fljótsdalur Heimild: Landsnet Guðmundur Ingi Ásmundsson Nýju möstrin Þótt nýja byggðalínan sé margfalt öflugri en sú gamla eru möstrin léttbyggð og falla oft betur að landinu. „Það eru að sumu leyti uppi sömu forsendur í dag og voru þegar byggðalínan var reist. Þá var olíukreppa í Evrópu sem leiddi til mikillar hækkunar á ol- íuverði. Einnig var unnið að orkuskiptum hér með því að taka upp rafhitun húsa í stað ol- íukyndingar,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson þegar talið berst að þeim tímamótum að lið- in eru 50 ár frá því að undirbún- ingur að byggingu byggðalín- unnar hófst. „Okkur vantar rafmagn og flutningskerfið er alls ekki nógu öruggt, eins og var þegar byggðalínan var byggð. Það hef- ur síðan bæst við að við erum orðin háð raforkunni. Það gerir enginn neitt án rafmagns,“ segir Guðmundur. Áður en byggðalínan kom til sögunnar skiptist landið í nokkr- ar „eyjar“ í raforkumálum þar sem rafmagn var framleitt í vatnsaflsvirkjunum og dísil- rafstöðvum. Eftir harðar póli- tískar deilur var ákveðið að tengja saman virkjanasvæðin norðanlands og sunnan. Hafist var handa við undirbúning fyrsta hluta línunnar, sem liggur á milli Akureyrar og Varmahlíðar, á árinu 1972. Er þetta hluti af svo- kallaðri Blöndulínu sem Lands- net er nú með í forgangi að endurnýja en tafir hafa orðið á. Gárungar kölluðu línuna „rauða hundinn norður“ með vísan til deilnanna og að það var að frumkvæði Magnúsar Kjart- anssonar iðnaðarráðherra sem þessi stefna var tekin en Magn- ús er kannski betur þekktur sem ritstjóri Þjóðviljans. Byggðalínuhringnum var lokið á árinu 1984, 1.100 kílómetrum og 12 árum eftir að undirbún- ingur hófst. Rauði hund- urinn norður 50 ÁR FRÁ ÞVÍ ÁKVEÐIÐ VAR AÐ LEGGJA BYGGÐALÍNU Litrík og lífleg 19. - 26. nóvember Verð frá 289.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.