Morgunblaðið - 29.09.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 29.09.2022, Síða 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 Starfshópur um neyðarbirgðir birti nýja skýrslu í gær. Þar segir að full þörf sé á að ráðast í nýtt átak til að hvetja Íslendinga til að koma sér upp nokkurra daga birgðum af nauðsynjavörum. Þetta sé nauð- synlegt til að mæta hugsanlegum áföllum af völdum hamfara. Vísað er til þess að við slíkar að- stæður geti almenningur dregið úr álagi á viðbragðskerfið með því að búa sig undir áföll. Mörg ríki hafi hvatt borgarana til að koma sér upp birgðum til nokkurra daga, ýmist þriggja daga eða sjö daga. Rauði krossinn hafi farið af stað með slíkt átak fyrir nokkrum árum undir heitinu 3 dagar. „Full þörf er á því að blása lífi í það verkefni á nýjan leik,“ segir í skýrslunni. Um er að ræða starfshóp, sem forsætisráðherra skipaði árið 2018 um nauðsynlegar birgðir til að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar á hættutímum. Veitir Þórunn J. Haf- stein, ritari þjóðaröryggisráðs, honum forstöðu. Í skýrslunni er lagt til grundvallar að eftirtaldar birgðir þurfi að vera tiltækar: Mat- væli og nauðsynleg aðföng vegna matvælaframleiðslu, jarðefnaelds- neyti, lyf, lækningatæki og hlífð- arbúnaður, viðhaldshlutir og þjón- usta vegna mikilvægra innviða samfélagsins, hreinlætisvörur og sæfivörur en þar er m.a. er átt við sótthreinsiefni, skordýra- og jurta- eitur. Í skýrslunni segir að Ísland sé mjög háð flutningum til og frá land- inu. Mjög margt af því sem teljist til grundvallarlífsnauðsynja sé al- gerlega háð innflutningi til lands- ins. Rof á flugsamgöngum, sér- staklega milli landa, hafi fljótt áhrif á þjóðarhag. Ef Keflavíkurflugvöllur lokast hafi það fljótt alvarlegar afleiðingar fyrir farþegaflutninga og inn- og út- flutning, t.d. ferskvöru og lyfja. Flugsamgöngur geti rofnað vegna náttúruvár, t.d. eldgoss, jarð- skjálfta eða veðurofsa, sem og manngerðrar hættu, t.d. skemmd- arverka, netárása eða hernaðar. Ekkert hættumat Fram kemur að ekki hafi verið unnið heildstætt hættumat fyrir flugvöllinn. Til þess vanti sérhæft mat á náttúruvá, sérstaklega með tilliti til stærri jarðskjálfta á flug- brautir og -byggingar, þar með talið innviði í flugstöð. Í skýrslunni sé leitast við að skil- greina hvaða vörur og tæki teljist vera nauðsynlegar til að tryggja lífs- afkomu þjóðarinnar og þurfi að vera til á hættustundu svo unnt sé að vernda líf og heilsu almennings, tryggja órofa virkni mikilvægra inn- viða samfélagsins og þjónustu svo unnt sé að sinna brýnustu þörfum íbúa og samfélags við slíkar að- stæður. M.a. er bent á að lyfjabirgð- ir hafi farið minnkandi síðastliðin ár og það verði að teljast áskorun á hættustundu. Starfshópurinn leggur m.a. til að lögfest verði 90 daga lágmarks- viðmið olíubirgða hér á landi og skoða megi að innleiða slíka kröfu í skrefum. Þá segir í skýrslunni að reynsla síðustu ára sýni að þrjár slökkviskjólur fyrir þyrlur þurfi að vera til í landinu ásamt tilheyrandi búnaði til þess að bregðast við gróð- ureldum. Starfshópurinn leggur til að for- sætisráðuneytið hafi forgöngu um samvinnu hlutaðeigandi ráðuneyta og stofnana við að koma á laggirnar miðlægum rafrænum upplýsinga- grunni. Í hann verði skráðar upplýs- ingar um neyðarbirgðahald. Tengja þurfi fyrirliggjandi gagnagrunna, t.d. Orkustofnunar og Lyfjastofn- unar og búa til nýja á hverju sviði. Aðgengi að slíkum upplýsingum í rauntíma sé forsenda þess annars vegar að unnt sé að leggja mat á raunverulega birgðastöðu og hins vegar að ríkisstjórnin geti tekið mál- efnalega ákvörðun um heimild til að nýta neyðarbirgðir, forgangsraðað og stjórnað þeirri nýtingu. Samráðsferli að hefjast Forsætisráðuneytið segir að sam- ráðsferli og greiningarvinna sé nú hafin eða að hefjast hjá hlutaðeig- andi ráðuneytum í samráði við hag- aðila. Verið sé að undirbúa nánari útfærslu á tillögum starfshópsins. Gert er ráð fyrir að þessari vinnu ráðuneytanna ljúki á fyrsta ársfjórð- ungi ársins 2023. Þá liggi fyrir yfirlit um nauðsynlegar birgðir á hverju sviði og mat á birgðastöðu. Jafn- framt liggi fyrir hvernig upplýs- ingagjöf um birgðastöðu í rauntíma verði hagað gagnvart eftirlits- og umsjónaraðila innan hvers geira. Þörf á nýju átaki um neyðarbirgðir - Starfshópur um neyðarbirgðir segir fulla þörf á að endurvekja átak um að Íslendingar komi sér upp birgðum í nokkra daga til að mæta áföllum - Vill lögfesta 90 daga lágmarksviðmið olíubirgða Morgunblaðið/Ómar Matvæli Starfshópur telur þörf á að endurvekja átak um að landsmenn komi sér upp birgðum til að mæta áföllum. KRINGLAN - SKÓR.ISKRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE MIKIÐ ÚRVAL AF ECCO GRAINER VETRARSKÓM HERRARDÖMUR 22.995 kr. / St. 36-42 Vnr. E-214703 22.995 kr. / St. 36-42 Vnr. E-214703 22.995 kr. / St. 40-47 Vnr. E-214714 22.995 kr. / St. 36-42 Vnr. E-214713 22.995 kr. / St. 36-42 Vnr. E-214713 22.995 kr. / St. 40-47 Vnr. E-214714 22.995 kr. / St. 36-42 Vnr. E-214723 22.995 kr. / St. 36-42 Vnr. E-214723 22.995 kr. / St. 40-47 Vnr. E-214704 22.995 kr. / St. 40-47 Vnr. E-214704 22.995 kr. / St. 40-47 Vnr. E-214724 22.995 kr. / St. 40-47 Vnr. E-214724

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.